Morgunblaðið - 21.08.2019, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019 9VIÐTAL
nokkrum hætti brotið af sér. „Sveinn Andri er
drifinn áfram af ákveðnum kröfuhafa sem er í
hefndarhug gagnvart mér. Skiptastjóri fékk afar
undarlegan dóm í undirrétti en ég verð að trúa
því og treysta að Landsréttur snúi þessum dómi
við og komist að réttri lagalegri niðurstöðu,“
segir Skúli.
En hvernig kemur þetta mál til og hver er for-
saga þess?
„Ég kem inn í rekstur heildsölunnar Eggerts
Kristjánssonar í kringum áramótin 2013-’14 þeg-
ar félagið átti í talsverðum rekstrarörðugleikum.
Það tókst því miður ekki að bjarga félaginu frá
gjaldþroti, en heildsalan hafði átt í vandræðum
um langt árabil. Þetta var þrátt fyrir að ég hefði
lagt félaginu til hátt á annað hundrað milljónir
króna á árinu 2014. Í ársbyrjun 2014 var tekin
ákvörðun um að færa stóra fasteign í Skútuvogi 3
inn í fasteignafélag mitt, Sjöstjörnuna ehf. Gegn
því að selja eignina í félagið mitt var eigendum
ýmist greitt með yfirtöku skulda eða með útgáfu
nýrra hlutabréfa í Sjöstjörnunni. Á þessum tíma
hafði ég þó gert kaupsamning sem var undirrit-
aður og þinglýstur en kom aldrei til framkvæmda
enda var búið að skipta eigninni og samningurinn
hafði því ekkert gildi. Sveinn Andri finnur hins
vegar þennan samning, bókstaflega ofan í skúffu,
og fer fram á að ég greiði aftur fyrir sömu fast-
eignina. Þetta getur náttúrlega engan veginn
gengið enda á seljandinn ekki lengur fasteignina
auk þess sem umræddur kaupsamningur fellur
úr gildi við skiptingu enda jafngildir sú skipting
því að greiðsla hafi farið fram.“
Skúli segist furða sig á því hversu auðveldlega
Sveinn Andri kemst upp með að tæma þrotabú án
nokkurra haldbærra skýringa. Nú þegar hafi
Sveinn Andri greitt sjálfum sér um 120 milljónir
króna úr þrotabúi EK, sem jafnframt þýðir að
ekkert er eftir í búinu. Þá hafi hann rukkað tæpar
50 þúsund krónur á klukkustund fyrir vinnu
skiptanna, en til samanburðar megi nefna að
hann taki lægri taxta við skiptingu eigna WOW
air, þar sem hann er annar skiptastjóra.
„Það vita allir hvernig Sveinn Andri er enda
hefur þessi maður vaðið uppi í þjóðfélaginu og
komist upp með ótrúlegustu hluti. Hann er til
dæmis búinn að skrá á sig 2.400 klukkustundir
vegna meintrar vinnu í tengslum við skiptin
þannig að hann er búinn að hirða hverja einustu
krónu sem til var í búinu. Þess utan tók hann það
út í reiðufé og er hvergi nærri hættur. Nú bindur
hann vonir við að Landsréttur staðfesti að ég eigi
að greiða tvívegis fyrir sömu fasteignina til að
hann geti náð enn meiri fjármunum úr búinu,“
segir Skúli.
Hvers vegna telur Skúli að Sveinn Andri fari
fram með þessum hætti?
„Ég mun útskýra ástæðuna þar að baki nánar
síðar. Það er ákveðinn kröfuhafi sem fór fram á
að ég greiddi skuld beint við hann framhjá þrota-
búinu við gjaldþrot EK. Ég hafnaði því eðlilega
og þá sór hann að hann myndi ná fram hefndum.“
Eldfjallaferðir njóta mikilla vinsælda
Við segjum þetta gott af umræðu um þrotabú
EK og færum okkur yfir í öllu skemmtilegri mál.
Í dag er Skúli í veigamiklum fjárfestingum í
fjölda atvinnugreina, en auk veitingageirans
hefur hann m.a. fjárfest talsvert í fasteignum og
ferðaþjónustu. Meðal eigna sem eru, að fullu eða
að hluta til, í eigu félaga á vegum Skúla er Hilton
Reykjavík Konsúlat hótelið í Hafnarstræti, Lava
Tunnel, Lava Center á Hvolsvelli auk fjölda ann-
arra verðmætra eigna. Tvö síðastnefndu fyrir-
tækin hafa verið í miklum vexti síðustu ár, en að
sögn Skúla hefur aðsóknin aukist stöðugt síðustu
ár.
„Gestir hafa verið himinlifandi með upplifunina
og það er að skila sér. Þrátt fyrir fall WOW air
hefur þeim fjölgað hjá okkur sem segir manni að
þetta fellur vel í kramið hjá ferðamönnum. Rekst-
ur á báðum stöðum hefur gengið mjög vel og það
er ljóst að þetta er farið að vekja aukna athygli.
Mér líst vel á stöðuna í ferðaþjónustunni og er
bjartsýnn á framhaldið,“ segir Skúli sem vakti á
sínum tíma talsverða athygli fyrir aðkomu sína að
uppbyggingu Hamborgarafabrikkunnar. Að-
spurður segir Skúli að rekstur fyrrnefnds veit-
ingastaðar gangi vel. „Samstarf okkar eig-
endanna, mín, Jóa Ásbjörns, Guðmundar
Auðunssonar og Jóa í Múlakaffi, er mjög gott.
Þess utan hefur reksturinn gengið betur en hann
gerði áður, en okkur hefur tekist að gera hann
stöðugri og öflugri með því t.d. að minnka yfir-
bygginguna,“ segir Skúli.
Með spennandi verkefni í bígerð
Það er ljóst að í nógu er að snúast hjá fjárfest-
inum enda fátt sem bendir til þess að skortur á
verkefnum sé að plaga Skúla. Spurður hvað fram-
tíðin beri í skauti sér segir Skúli að tíminn einn
muni leiða það í ljós. Fram undan séu þó spenn-
andi tímar. „Það er alltaf eitthvað í pípunum, en
eins og venjulega getur maður ekki alveg sagt frá
því. Það sem ég get þó sagt er að það eru áhuga-
verðir hlutir í veitingahúsageiranum sem hugsan-
lega fara af stað á næsta ári,“ segir Skúli.
En megum við eiga von á því að Skúli verði enn
eigandi Subway að fimmtán árum liðnum?
„Já, það ætla ég svo sannarlega að vona. Ég er
ekki að sjá fram á að hætta þessu. Þetta hefur
verið virkilega skemmtilegur og krefjandi tími og
verður það örugglega áfram.“
Karakter samstarfsmanna aðalatriði
Að lokum spyr blaðamaður Skúla hvaða ráð
hann myndi einna helst vilja veita ungum frum-
kvöðlum sem setja vilja á stofn fyrirtæki. Að sögn
Skúla er mikilvægast að velja rétta samstarfs-
fólkið.
„Ég hef oftast verið afar lánsamur í þessum
efnum en til að mynda hefur sami maðurinn, Sig-
fús Jónas Guðnason, byggt upp hvern einasta
Subway-stað frá 1994 og séð um öll mín fast-
eignaverkefni. Hann starfar ennþá með mér ald-
arfjórðungi seinna og tel ég hann til góðra vina
ásamt fleiri lykilstarfsmönnum, sem margir hafa
starfað með mér vel á annan áratug. Að mínu
mati þarf maður alltaf að velja gott fólk til að fara
í verkefni með sér. Ég ráðlegg fólki að hlusta vel
á eigið innsæi og fara eftir því en ég hef sjálfur
brennt mig á því að gera það ekki. Það er mikil-
vægt að gera karakter fólks að aðalatriði enda hef
ég lært það í gegnum tíðina að það sem skiptir
öllu máli er að starfa með traustu og heiðarlegu
fólki,“ segir Skúli.
Morgunblaðið/Eggert
draumnum um Subway
Skúli Gunnar Sigfús-
son, eigandi og stofn-
andi Subway á Íslandi.