Morgunblaðið - 21.08.2019, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 2019 13SJÓNARHÓLL
Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is
Loftpressur af öllum
stærðum og gerðum
SKRÚFUPRESSUR
Mikð úrval af aukahlutum
BÓKIN
Hagfræðingum verður tíðrætt um
skapandi eyðileggingu: að hagkerfið
þjóni hlutverki sínu best þegar það er
í stöðugri endurnýjun. Það gamla vík-
ur fyrir einhverju
ennþá betra, sjaldan
átakalaust, en sam-
félagið verður yfir-
leitt ríkara og ham-
ingjusamara þegar
breytingarnar eru
afstaðnar. Fólk er
skapandi og hug-
myndaríkt og ef það
fær bara að vera
frjálst getur það tek-
ist á við hvað sem er
og fyllt í skörðin í at-
vinnulífinu ef t.d. heil
atvinnugrein riðar til
falls vegna innri eða
ytri breytinga.
Sagnfræðingurinn Karl Whitney
fjallar, á vissan hátt, um þetta fyr-
irbæri í bókinni Hit Factories: A
Journey Through the Industrial Cit-
ies of British Pop. Þar skoðar hann
hvernig gullöld breskrar popp-
tónlistar spratt upp úr vandræða-
tímabili hjá breskum iðnfyrirtækjum.
Atvinnulífið mótaði tónlistarsenuna
og í þeim tilvikum þar sem tókst að
halda í hæfileikafólkið varð dægur-
tónlistin vísir að nýrri tegund iðn-
aðar.
Whitney skoðar þróunina í ellefu
breskum borgum,
og auðvitað með við-
komu í Liverpool,
þar sem börn
iðnaðarmanna urðu
að heimsfrægum
stjörnum sem
byggðu ímynd sína
og listsköpun að
stórum hluta á því
umhverfi sem þau
spruttu upp úr. For-
vitnilegt er að sjá
hvernig sömu lög-
mál reynast síðan
eiga við um þennan
geira eins og aðra,
og lykillinn að ár-
angri m.a. fólginn í heilbrigðri blöndu
af samkeppni og samstarfi.
Þá er áhugavert skoða hvernig tón-
listarsenan í þessum borgum er að
þróast í dag, lituð í æ meira mæli –
eins og öll önnur svið atvinnulífsins –
af harðnandi samkeppni við al-
þjóðlega risa. ai@mbl.is
Þegar iðnaði hrakaði
blómstraði tónlistin
Lengi hefur sú regla verið við lýði að tilkynnt séopinberlega hverjir sótt hafa um laust starf íþjónustu ríkisins. Í gildandi lögum um réttindi
og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 segir í 4.
mgr. 7. gr. að skylt sé, verði þess óskað, að veita al-
menningi aðgang að upplýsingum um nöfn og starfs-
heiti umsækjenda þegar umsóknarfrestur er liðinn.
Sama regla er áréttuð í 2. mgr. 7. gr. upplýsingalaga
nr. 140/2012.
Þetta hefur í framkvæmd verið þannig að sú stofn-
un eða embætti ríkisins sem auglýsir stjórnunarstarf
laust til umsóknar, tilkynnir um þá sem sóttu form-
lega um að umsóknarfresti liðnum. Hefur þetta verið
gert óháð því hvort þess hafi
verið óskað eða ekki. Hins vegar
er listi birtur þeim sem óska
þegar um almenn störf er að
ræða.
Þegar um er að ræða áberandi
eða eftirsóknarverð stjórnunar-
störf, hafa gjarna verið fluttar af
því fréttir í fjölmiðlum hverjir
sóttu um. Þótt ekki sé það algilt
hafa umsækjendur að jafnaði
annan starfa með höndum þegar
þeir sækjast eftir öðru starfi og
hafa trúnaðarskyldur við þann
vinnuveitanda sinn, sem meðal
annars birtast í því að þeir sinni
starfi sínu af áhuga og alúð.
Upplýsingar um að starfsmaður kunni að hafa áhuga
á að vinna annars staðar eru til þess fallnar að grafa
undan þeim trúnaði.
Leiða má að því líkur að tilgangur þess að veita
þessar upplýsingar um umsækjendur hafi upphaflega
verið sá að tryggja veitingarvaldinu aðhald við ráðn-
ingar og auka líkurnar á að sá hæfasti til starfsins sé
ráðinn. Þannig geti almenningur lagt sjálfstætt mat
á það hvort svo hafi verið og ekki sé um að ræða
ráðningar þar sem annað sé haft að leiðarljósi. Á
hinn bóginn eru dæmi þess að veiting þessara upp-
lýsinga dragi úr því að hæfir einstaklingar, sem að
líkindum eru þegar í eftirsóknarverðum störfum, sýni
því áhuga að skipta um starf.
Nýverið hefur tekið að bera á því að sérstakar
hæfisnefndir séu settar á fót til að meta hæfni um-
sækjenda, einkum með hliðsjón af kröfum sem gerð-
ar eru til þess sem valinn verður. Einkum á það við
þegar um starf forstöðumanns er að ræða, sbr. 39.
gr. b. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríks-
ins. Segir þar að stjórn stofnunar eða ráðherra geti
haft þennan hátt á og er þá niðurstaða nefndarinnar
ráðgefandi. Þá er skylda að hæfisnefnd fjalli um um-
sækjendur í tiltekin störf, svo sem bankastjóra Seðla-
banka Íslands, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra og
um það kveðið á í lögum svo
dæmi sé tekið. Þetta fyrir-
komulag útilokar ekki sjálf-
stætt mat stjórnarinnar eða
ráðherrans, en nokkuð mun
þurfa til að koma til að víkja
megi frá niðurstöðu nefndar-
innar, svo sem sjálfstæð rann-
sókn veitingarvaldsins og
traustur rökstuðningur. Hins
vegar er tilgangurinn með
ákvæði 39. gr. b. vafalaust sá
sami og var með nafnbirting-
unni, að tryggja veitingarvald-
inu aðhald við ráðningu og að
sá hæfasti meðal umsækjenda
sé ráðinn.
Staðan er því sú, þegar um starf forstöðumanna á
vegum ríkisins er að ræða, að bæði eru birt nöfn um-
sækjenda og sérstök hæfisnefnd fjallar um umsækj-
endur og metur þá. Í ljósi þess sem að ofan greinir
blasir við að með tilkomu hæfisnefndanna er mark-
miði um sjónarmið sem leggja á til grundvallar ráðn-
ingunni náð. Því ætti að vera óþarft að birta nöfn
umsækjendanna að auki, sem, eins og áður er á bent,
er til þess fallið að hæfir einstaklingar sæki ekki um
starfið. Þannig yrði betur tryggt að ekki aðeins verði
sá hæfasti meðal umsækjenda ráðinn, heldur, og
miklu fremur, að þeir hæfustu sæki um.
Mikilvægast að sá
hæfasti sæki um
LÖGFRÆÐI
Jón Þórisson
lögfræðingur og starfar hjá
Dranga lögmönnum ehf.
”
Á hinn bóginn eru
dæmi þess að veiting
þessara upplýsinga
dragi úr því að hæfir
einstaklingar, sem að
líkindum eru þegar í
eftirsóknarverðum
störfum, sýni því
áhuga að skipta
um starf.