Morgunblaðið - 22.08.2019, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 2019 5
hagvangur.is
Upplýsingar veita:
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs
katrin@hagvangur.is
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar
bergthora.thorkelsdottir@vegagerdin.is
Sigurbjörg J. Narby Helgadóttir, mannauðsstjóri
Vegagerðarinnar, sigurbjorg.helgadottir@vegagerdin.is
eða í síma 522 1000.
Umsóknarfrestur er til og með 2. september 2019.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is
Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf
þar sem fram kemur rökstuðningur um hæfi til að
gegna umræddu starfi.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og
viðkomandi stéttarfélags.
Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá
því að umsóknarfrestur rennur út.
FRAMKVÆMDASTJÓRI NÝS ÞJÓNUSTUSVIÐS
Stöðugar umbætur þjónustunnar með
tækniþróun og markvissri endurskoðun
verklags verða ekki hvað síst áskorun fyrir
nýjan framkvæmdastjóra. Framundan
eru stór verkefni við þróun þjónustu og
upplýsingagjafar.
Um er að ræða áhugavert og spennandi
starf þar sem viðkomandi gefst tækifæri til
að þróa nýtt svið þjónustu á tímum mikilla
tæknibreytinga og stafrænna umbreytinga,
innleiða nýja ferla og hagnýta upplýsinga-
tækni við innri og ytri þjónustu
Vegagerðarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi,
framhaldsmenntun æskileg
• Stjórnunarreynsla
• Farsæl og árangursrík reynsla af rekstri
• Haldgóð þekking á fjármálum
• Reynsla af þjónustustýringu og
upplýsingamiðlun
• Reynsla og þekking á stafrænum lausnum
• Reynsla af þróun og innleiðingu nýrra ferla
• Framúrskarandi samskiptafærni og rík
þjónustulund
• Frumkvæði, metnaður og árangursdrifni
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
• Góð kunnátta í talaðri og ritaðri íslensku og
ensku
Vegagerðin er þjónustumiðuð stofnun sem nýtir tækniþekkingu til umferðarstýringar og
bætts samgönguöryggis á sjó og landi.
Starfsemi Þjónustusviðs Vegagerðarinnar tekur til þjónustu við vegakerfið allt árið og
upplýsingamiðlunar til veg- og sjófarenda.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum.
Við leitum að framkvæmdastjóra til að leiða öflugt starf á nýju Þjónustusviði Vegagerðarinnar. Starfsstöðin er í
Reykjavík. Starfið heyrir beint undir forstjóra og framkvæmdastjórinn tekur sæti í yfirstjórn Vegagerðarinnar.
MARKAÐSSTJÓRI S4S
S4S ehf óskar eftir að ráða árangursdrifinn og metnaðarfullan einstakling í starf markaðsstjóra.
Starfið felur í sér umsjón með markaðsmálum fimmtán verslana og þriggja netverslana.
Umsóknir berist fyrir 2. september á atvinna@s4s.is