Morgunblaðið - 27.08.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.2019, Blaðsíða 10
þú ferð svo í háskóla út breytist það, þar sem þú ert úti meiri hluta ársins. Þá getur þú verið á Íslandi á sumrin og á jólunum. Það er mikið um keppnir á sumrin þegar maður er heima, svo þetta breytist aðeins eftir því sem maður verður eldri,“ sagði Ólafía sem viðurkennir að kaldir vet- ur á Íslandi hafi stundum verið erf- iðir. „Fyrst vorum við mikið inni á Korpúlfstöðum og gerðum allt þar. Þegar Básarnir komu voru þetta síð- an oft mjög köld kvöld á veturna,“ sagði hún og hló. Krefjandi en gekk upp Ólafía var alltaf ákveðin í að ná langt í golfi og æfði hún aukalega. Hún viðurkennir að það hafi stundum tekið á. „Það var krefjandi að ætla sér að æfa aukalega, að reyna að fá góðar einkunnir og að hafa eitthvert félagslíf. Það er krefjandi, en þetta gekk einhvern veginn upp. Maður verður að vera skilningsríkur við sjálfan sig og sætta sig við að það er ekki hægt að gera allt 100 prósent. Þú ert bara með ákveðið marga klukkutíma. Þú verður að fórna sums staðar á meðan þú leggur allt í annars staðar. Þú verður að komast að því sjálfur hvað hentar best fyrir þig,“ sagði Ólafía. Hún segir próf- vikur vera eina tímann sem hún tók sér hlé frá golfi, en meira að segja þá fór hún í golf til þess að dreifa hug- anum. „Ég var alltaf mjög dugleg að æfa mig í golfi. Einu skiptin sem ég hvíldi mig aðeins frá golfi var í próf- vikum. Þá var líka gott að taka mér pásu og fara t.d. í Bása í hálftíma. Það voru einu tímarnir sem ég slak- aði aðeins á, en golfið var alltaf of- arlega í forgangsröðinni. Ég þurfti stundum að fórna skólatíma þegar ég fór út í æfingaferðir. Ég lagði mikið á mig fyrir golfið, því stundum þurfti ég að vinna upp þegar ég missti t.d. úr skóla. Þetta var krefj- andi en rosalega gaman,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Ó lafía Þórunn Krist- insdóttir, fyrsti Íslend- ingurinn til að keppa á risamóti í golfi, tók sín fyrstu skref í golfinu hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar þegar hún var tíu ára. Hún skipti hins- vegar fljótlega yfir í GR, þar sem hún hefur verið alla tíð síðan. Ólafía er eini Íslendingurinn sem unnið hefur sér inn fullan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni, þeirri sterk- ustu í heimi. Hún hefur tekið þátt á sjö risamótum og orðið Evr- ópumeistari blandaðra liða með Ís- landi. Hún var kjörin íþróttamaður ársins árið 2017. Ólafía hóf atvinnu- mannaferilinn árið 2014. „Ég flutti ung úr Mosó og í Graf- arholtið. Við fluttum rétt hjá golf- vellinum og þá færðu mamma og pabbi mig í GR. Það var alltaf gam- an í Mosó, en ég var mjög spennt að fara yfir í GR, því ég hafði alltaf æft með strákum. Í GR fékk ég að vera í stelpuhóp og David (Barnwell) var að þjálfa. Það var mjög gaman að fá að æfa með stelpunum,“ rifjaði Ólafía upp í samtali við Morg- unblaðið. Þrátt fyrir að það séu ansi mörg ár síðan, man Ólafía nákvæm- lega á hvaða skori hún lék 18 holu hring í fyrsta skipti. Hún segist svo hafa öðlaðist fína reynslu, mjög snemma á ferlinum. Fyrsti hringur á 116 höggum „Ég byrjaði fljótlega að keppa á unglingamótum og ég spilaði fyrsta 18 holu hringinn minn á 116 högg- um, ég man enn þá eftir því, það var á Korpu. Svo fór ég að keppa meira og það var gaman að taka þátt í sveitakeppni með liði, meist- aramótum og alls konar þannig. Ég fékk mikla reynslu sem krakki.“ Ólafía segir mikið fjölskylduum- hverfi ríkja hjá GR. Eins og gefur að skilja breyttist umhverfið þegar Ólafía fór í háskóla í Bandaríkjunum og var lítið heima á Íslandi. „Þegar þú kemst á unglingsaldurinn og áður en þú ferð t.d. út í háskóla, ertu enn þá mikið með hópnum hjá GR. Þetta er mikið fjölskylduumhverfi. Þegar „Ég fékk mikla reynslu sem krakki“ Einu skiptin sem Ólafía hvíldi sig frá golfi var í prófvikum Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í Einvíginu á Nesinu fyrr í ágúst. Hún dregur að áhorfendur þegar hún keppir hér heima. Morgunblaði/Arnþór Birkisson Kristján Jónsson kris@mbl.is H araldur Franklín Magnús, fyrsti ís- lenski karlinn til að leika á risamóti í golfi, byrjaði í golfi fyrir algera til- viljun. Haraldur var á fullu í knatt- spyrnunni með KR þegar hann féll kylliflatur fyrir golfíþróttinni 12 ára gamall. Fyrir framúrskarandi íþróttamenn þá telst það ekki sérstaklega snemmt að byrja í íþrótt- inni 12 ára. Framfarirnar komu því fremur hratt hjá Haraldi enda segist hann hafa verið allan daginn á golfvellinum eða æfingasvæð- inu. „Hjá mér hófst golfiðkunin þannig að ég kynntist golfinu á Snæfellsnesi. Afi átti bústað á Barðastöðum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Við fórum iðulega þangað á sumrin þegar ég var krakki. Golfvöllur var þar nálægt en eng- inn í okkar ætt var í golfi. Við ákváðum eitt sumarið að kíkja í golf þegar ég var 12 ára. Ég vissi ekkert um golf um fram það að vita hver Tiger Woods væri. Ég man hvað ég var sjokk- eraður á fyrstu holu sem var rúmlega 300 metra hola. Okkur var bent á að kíkja daginn eftir vegna þess að þá væri Maggi Birgis (Magnús Birgisson golfkennari) með nám- skeið. Þarna varð ekki aftur snúið. Ég vil meina að ég hafi ekki verið dekrað barn en eft- ir námskeiðið krafðist ég þess að fá golfsett,“ sagði Haraldur og hlær. „Árið eftir fór ég í GR og fékk barnaaðild en þá gat maður spilað á ákveðnum tímum. Ég var mestmegnis uppi á golfvelli næstu árin. Golfvöllurinn er einhver besta barnapía sem til er. Mér var skutlað á golfvöllinn með nesti á morgnana og var sóttur á kvöldin. Foreldrar mínir þurftu því ekki að hafa neinar áhyggjur af mér á sumrin. Ég datt fyrir vikið út úr fót- boltanum. Fram að þessu ætlaði ég mér að verða rosalegur fótboltamaður eða þangað til ég fór á golfnámskeiðið. Það má því alveg segja að Maggi Birgis hafi verið áhrifavaldur. Hjá GR var gott unglingastarf. Derrick (Moore), David (Barnwell) og Halli Þórðar (Haraldur Þórðarson) voru þjálfarar á þeim tíma. Þeir voru algerir snillingar með krakka. Á þeim tíma var þetta það skemmtilegasta sem ég gerði. Þetta sýnir líka að það er sniðugt að leyfa krökkum að prófa mismunandi íþróttir.“ Hugsaði raunsætt og fór í nám Ungu framúrskarandi íþróttafólki býðst gjarn- an að taka háskólanám í Bandaríkjunum á skólastyrk gegn því að keppa fyrir hönd skól- ans í NCAA. Á það við um golf eins og körfu- knattleikinn, knattspyrnuna, sundið og frjálsar svo eitthvað sé nefnt. Haraldur nýtti sér það og státar af háskólagráðu frá Lousiana Lafayette. „Ég byrjaði reyndar í öðrum skóla, Miss- issippi State en skipti yfir í Lousiana. Er hann stundum kallaður Íslendingaskólinn því þar höfðu verið Úlfar Jónsson, Örn Ævar Hjart- arson og Ottó Sigurðsson svo ég nefni ein- hverja. Var þetta rosalega góð reynsla. Ég hugsaði dæmið raunsætt. Gott væri að fara til Bandaríkjanna og sjá hvar ég stæði í golfinu. Í framhaldi af því myndi ég ákveða hvort ég vildi verða atvinnumaður eða ekki. Ég rölti í stutt- buxum í skólann og gat spilað golf allt árið. En þetta er mjög krefjandi. Til dæmis er maður það langt frá heimahögum að maður þyrfti að taka þrjú flug heim. Slíkt getur verið erfitt. Auk þess þarf maður að sinna náminu og íþróttinni. En ég mæli með þessu fyrir alla sem eru í íþróttum,“ sagði Haraldur Franklín. 10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019 Golfvöllurinn besta barnapía sem til er Skellti sér á golfnámskeið í sumarfríi á Snæfellsfesi og hefur ekki litið um öxl Morgunblaði/Arnþór Birkisson Haraldur Franklín Magnús í Einvíginu á Nesinu fyrr í ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.