Morgunblaðið - 27.08.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.08.2019, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST 2019 Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is G olfklúbbur Reykjavíkur fagnar 85 ára afmæli sínu í desember. Björn Víglundsson, formaður klúbbsins, ræddi við Morgunblaðið um starf- semina. Hann segir hápunktinn í afmælisfögnuðinum vera Íslandsmótið sem klúbburinn hélt aðra helgina í ágúst. „Við fögnum þessu afmæli með margvíslegum þætti. Við vorum með Íslandsmótið í golfi sem var stærsti einstaki viðburðurinn. Síðan erum við búin að vera með minni afmæl- ismót og uppákomur sem eru tengdar af- mælinu, sagði Björn við Morgunblaðið. Hann var mjög ánægður með hvernig tókst til. „Það gekk í raun stórkostlega. Þetta var spennandi keppni, völlurinn frábær og margt fólk sem lagði leið sína upp í Graf- arholt að fylgjast með. Við hefðum ekki get- að verið ánægðri með útkomuna.“ Nóg um að vera Það var ekki bara Íslandsmótið sem gerði sumarið gott fyrir GR. „Þetta er búið að vera mjög gott sumar hjá okkur til þessa. Veðrið hjálpar og fólk var duglegt að spila. Það eru fleiri félagar, barna- og unglinga- starfið er sterkara og við gátum opnað vell- ina fyrr. Það er búið að spila um 30% fleiri hringi núna en á sama tíma í fyrra,“ sagði Björn. Það þarf að huga að ýmsu þegar kemur af rekstri golfvalla og sérstaklega á sumrin. Þá eru um 50 starfsmenn hjá GR í hinum ýmsu verkefnum. „Við erum með um 50 starfs- menn þegar vertíðin er í gangi. Við erum svo rétt undir 10 um vetrarmánuðina. Það eru starfsmenn á völlunum allt árið um kring sem eru að sinna viðhaldi og vetrarstarfsemi og svo margir sumarstarfsmenn. Við erum með starfsmenn á skrifstofunni og í íþrótta- starfinu. Barna- og unglingastarfið er allt árið um kring, svo við erum með þjálfara. Það er nóg um að vera.“ Umhirðan 12 mánaða starf Veðrið setur oft strik í reikninginn hjá golf- klúbbum á Íslandi og þarf að huga vel að völlunum allt árið um kring til að hafa þá í sem bestu standi. „Þetta er 12 mánaða verkefni að undirbúa völlinn. Við erum núna í því að undirbúa völlinn fyrir veturinn, svo hægt sé að bregð- ast við mismunandi veðri. Stundum leggst snjór yfir allt og er þannig fram á vor. Því miður er það líka oft þannig að völlurinn frýs og þiðnar til skiptis. Ef grasið fær ekki súrefni byrjar það að mygla og deyja. Það er stöðugt verkefni að fylgjast með og lág- marka skemmdir. Við þurfum að taka 1-2 skref til baka á hverjum vetri og svo 2-3 fram á sumrin. Það er flókið starf að vera vallarstarfsmaður á Íslandi,“ sagði Björn. Hann hefur ekki áhyggjur af því að borgin hafi áhuga á að nýta vallarsvæðin til annars á næstu árum. „Við erum með langtíma leigusamninga og ég á ekki von á öðru en vellirnir fái að vera þarna um ókomna tíð. Það er líka plús við golfvelli að svæðin í kring eru almenn úti- vistarsvæði. Á Korpu fer fólk á gönguskíði á veturna, laxveiðimenn veiða í ánni og hesta- menn ríða í gegnum völlinn á veturna o.s.frv. Við erum í mjög góðu samstarfi við borgina í einu og öllu. Við erum eitt af stærri íþrótta- félögum í borginni og höldum meðal annars uppi góðu barna- og unglingastarfi.“ Enn má gera betur Formaðurinn er ánægður með stöðu mála hjá GR, en hann viðurkennir samt sem áður að hægt sé að gera betur. Til þess þurfi frekari hjálp frá borgaryfirvöldum. „Við værum auðvitað til í að fá meiri fjár- muni og betri aðstöðu. Það væri mjög mik- ilvægt fyrir íslenskt golf og okkur í GR að fá 12 mánaða æfingaaðstöðu í íþróttahúsi. Við erum með afreksfólk í greininni og mikið af börnum og unglingum sem eru komin með það á dagskrána hjá sér að verða atvinnu- kylfingar. Þetta myndi breyta landslaginu hjá okkur, rétt eins og koma knatthúsanna gerði fyrir fótboltann. Það væri glæsilegt að geta æft við bestu aðstæður allt árið um kring. Eins og staðan er núna er erfiðara fyrir Íslendinga að verða afreksfólk í golfi, þar sem það er skemmri tími sem við fáum til almennilegra æfinga. Það er mikill munur á æfingaaðstöðunni sem við notum yfir vetr- artímann og þeim sem við notum á sumrin. Ef við búum til aðstöðu sem tekur veðrið úr myndinni eru okkur allir vegir færir,“ sagði Björn Víglundsson, formaður GR. Meðlimir frá 6 ára og upp í 96 ára Golfklúbbur Reykjavíkur fagnar 85 ára afmæli á árinu og starf- semin er viðamikil á þessum tímamótum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Björn Víglundsson formaður Golfklúbbs Reykjavíkur er ánægður með gang mála. » 50-60 þúsund hringir leiknir á völlunumá hverju sumri. » Rétt rúmlega 3.000 félagar, 10% eru 18ára og yngri, konur 30% og karlar 60%. » Yngstu kylfingarnir sex ára og sá elsti96 ára. Staðreyndir um GR Systurnar Ásdís og Nína Margrét Valtýsdætur. Ásdís 17 ára. Nína Margrét 15 ára. Af hverju fóruð þið að æfa golf? Fjölskyldan okkar var mikið í golfi og okk- ur fannst strax gaman að æfa og keppa. Hvað hafið þið æft golf lengi? Við höfum æft golf í 7 ár Hvaða högg finnst ykkur skemmtilegast að æfa? Nína: vipp með opinn kylfuhaus. Ásdís: að pútta. Hvar þurfið þið helst að bæta ykkur í golf- inu? Nína: Stutta spilið og fleyghöggin. Ásdís: Koma innáhöggum nær pinna. Hver er uppáhaldskylfan í pokanum? Nína: Upphaldskylfurnar mínar eru 4 tré og dræver. Ásdís: Pútterinn er mín uppáhaldskylfa Hvenær tókst ykkur fyrst að leika hring á undir 100 höggum? Það tók sinn tíma. Besta skorið á 18 holu hring hjá ykkur? Nína: 74 högg (3 yfir pari) Ásdís: 73 högg (2 yfir pari) Snýst allt um golf hjá ykkur systrunum? Við erum mjög oft í golfi en okkur finnst líka gaman að gera eitthvað allt annað. Er keppni á milli ykkar á golfvellinum? Við tökum oft stuttaspilskeppnir á æfing- um, en annars þegar við keppum í mótum þá höldum við með hvor annarri. Hvert er besta golfráðið? Nína: Því fyrr sem maður gerir sér grein fyrir því að sjálfstraustið skiptir öllu máli í golfi, því betra. Ásdís: Aldrei gefast upp og það er mjög mikilvægt að vera þolinmóð/ur á golfvell- inum Hver er fyrirmyndin í golfinu? Ásdís: Nína, Tiger Woods, Annika Sörens- tam og Rory Mcilroy. Nina: Brooke Henderson, Ásdís og Ann- ika Sörenstam. Hvað ráðleggið þið krökkum sem langar að æfa golf? Muna að jafnvel þótt að það gangi ekki alltaf vel þá er aðalmálið að gefast aldrei upp. Iðkendur í barna- og unglingastarfi GR Með góðu aðgengi að aðstöðunni og golfvöllunum hefur orðið til þannig menning að venjulegur sum- ardagur hjá barni eða unglingi í GR byrjar á skipu- lagðri æfingu fyrri part dags með þjálfurum. Að henni lokinni er börnunum frjálst að gera það sem þau kjósa og verja mörg þeirra heilu og hálfu dög- unum á golfvellinum og æfingasvæðunum. For- eldrarnir vita af börnunum í traustu umhverfi yfir daginn við ástundun á uppbyggilegri iðju í góðum félagsskap. Þetta er stór liður í þeim góða árangri sem náðst hefur undanfarin ár og þeim góða anda sem býr í barna- og unglingastarfinu þar sem krakk- arnir mynda vinatengsl og draga hvort annað áfram við æfingar og spil utan skipulagðra æfinga með þjálfurum. Morgunblaðið/Hari Börn og unglingar sem æfa golf hjá GR ásamt þjálfurum sínum á Grafarholtsvelli á ágústkvöldi. Hvernig er aðstaðan hjá GR?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.