Smári - 01.02.1927, Page 3

Smári - 01.02.1927, Page 3
SMARI 3 Alvöruorð. Börnin mín. Hættið þeim ljóta ósið að elta drukkna menn, sem siaga á gótunni. Það eru ósköp að vita til Nss, að einn drukkinn vesaiing skuli, til vill, elta fieiri tugir eldri og yngri barna með ópi og ó’nljópum, hlátri og hamförum. Hugsaðu þjer, að drukkni maðurinn væri hann pabbi binn. Ósköp mundi þjer falla illa að sjá hann eltan og umsetinn af háð- andi og hrópandi jafnöldrum þínum. Nú er það svo, að einhverjum þykir v®nt um sjerhvern drukkinn mann. Særðu hann ekki, vinur, með því að elta og ofsækja vin hans, föður eða óróður. Gerðu heldur eigi drukkna nianninum ilt í skapi með þessu at- hæfi þínu. Honum kann að vera kval- ræði að hrópi þínu og eltingaleik ykkar. Mundu, að enginn góður ung- lingur á að geta fundið ánægju í því að vera valdur að kvölum annara. Lesiö: Matth. 7, 12. Fánavígsla. Síðastliðið haust kom unglinga- stúkan Klettafrú nr. 60 á Seyðis- íirði sjer upp mjög fallegum fána. Vígsla hans fór þannig fram: Sunnudaginn 31. okt. var aug- lýst guðsþjónusta í barnaskólanum. Kl. 1 voru báðir salirnir fullir af íólki. Inst í bæjarstjórnarsalnum sátu nokkur börn. það voru fje- 'agar st. Kiettafrú. Skamt frá þeim gat að líta fánann, sem vígja átti, hulinn hvítum hjúp. Guðþjónustan hófst. Ræða sr. Sveins Víkings var áhrifarík. Hún var hugleiðing um siðspillinguna í heiminum, sjerstaklega meðal æsku- lýðsins. Hún var alvarleg áminn- ing til hinna fullorðnu, um að vanda framkomu sfna, vegna for- dæmL þess, er þeir ósjálfrátt gefa ungmennum. Hún sagði frá ung- ling; hversu háleit hugsjón hreif hann, bæn hans til guðs, um að fá að starfa fyrir hugsjónina og hversu sú bæn hans var heyrð. Hún var þökk til unglingaregl- unnar fyrir starf hennar og til guðs fyrir að gefa hana. Hún var- aði unglinga við tóbaksnautn og allskonar fjárglæfrum og endaði í fyrirbæn fyrir unglingareglunni. Þá var sunginn sáimurinn: „Hærra minn guð til þín“. Á meðan stóðu fjelagar st. Kletta- frú á fætur, fullorðinn bróðir tók fánann og bar hann til sr. Sveins Víkings, en tvær hvítklæddar syst- ur gengu sín til hvorrar handar honum. Þegar sálmurinn var á enda var fáninn feldur og sr. Sveinn lýsti vígslu. Afhjúpuði hann þar næst fánann og flutti yfir honum bæn, um að stúkan mætti ætíð halda honum jafn blettlausum og hann væri nú. Að lokum lýsti hann blessun yfir fánann og stúkunni. Þá heilsuðu fjelagar fánanum með því að rjctta hendina bless- andi til hans, meðan gæslumaður stúkunnar mælti fram skuldbind- ingu upgtemplara: „Á meðan jeg er fjelagi í unglingareglunni, lofa jeg að drekka ekki áfengt öl, vín, vín- anda eða nokkurn annan áfeng- an drykk. Jeg lofa einnig að neyta ekki nokkurs tóbaks. Jeg lofa að spila ekki, tefla eða veðja um peningaeða fjármuni". Loks var sungið: Faðir barnanna, faðir stjarnanna,

x

Smári

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.