Smári - 01.04.1929, Blaðsíða 6

Smári - 01.04.1929, Blaðsíða 6
12 S M Á R I Smágreinar um tafllistina. (Samtíningur víðsvegar að.) V. Sjeð við kongsbragði. Tafl þetta er teflt í Berlín árið 1906. c. A. Walbrodt. Próf. Löw. C. A. Walbrodt. Próf. Löw. Hvítt. Svart. Hvítt. Svart. 1 e2—e4 e7—e5 11 . 0—0—0 Dd5—f 7 2 . f 2—f 4 d7—d5 12 . Dh5—h6 Hh8—g8 3 . e4Xdö e5—e4 13 . d3Xe4 .f 5 X e 4 4 . d2—d3 Dd8Xd5 14 . Rg 1—f3 e 4 X f 3 5 . Ddl—e2 f 7—f 5 15 . Bf 1 — c4 Df7Xc4 6 . Rb 1—c3 Bf 8—b4 16 . Dh6Xh7f Dc 4—f 7 7 . Bc 1—d2 Bb4Xc3 17 . Hh1 — c 1 f Bc8— e6 8 . Bd2Xc3 Rg8—f 6 18 . HclXe6f Ke7Xe6 9 . Bc3Xf6 g7Xf6 19 . Dh7—e4 mát . 10 . De2—höf Ke8—e7 Regn. „Mamma, það rignir", sagði Magga litla, og táraskúrirnar fjellu niður um litlu kinnarnar hennar. „Já, elsku barnið mitt! En við eig- um líka að þakka guði fyrir regnið. Sko hvernig regnið opnar blómhnappa rósarinnar, svo að hún breiðir út fögru blöðin sín; og fjólan teygir glaðlega blöðin sín mót himninum, eins og hún sje að þakka himnaföð- urnum fyrir regnið. Quð veit hvað best er“, mælti móðirin biíðiega. „Já, jeg veit, að guð veit alt. En þá hlýtur hann Iíka að vita, að það er ekki nema einu sinni f viku, að jeg fæ „frí“ frá skólanum til þess að leika mjer úti um síðdegið og tína blóm úti á völlunum. Þetta er í þriðja sinni, að jeg hefi ekki getað notað það“, sagði Magga kjökrandi. Þá tók móðirin litlu ljúfuna sína á knje sjer og sagði henni frá eyði- mörkunum í Austurlöndum, hve þurr- ar og ófrjóar þær væru vegna vatns- skorts, sýndi henni myndir af kaup- mannalestunum, þar sem ferðamenn- irnir skima sljófum augum eftir regn- skýjum, og úlfaldarnir teygja fram álkurnar, hálf örmagna af vatnsskorti — þorsta. — Hún sagði benni sög- una um hugsjúku móðurina, sem sat hjá einkasyni sínum í óbygðunum og hann var að deyja af þorsta, og hvernig guð bjargaði lífi hans, með því að senda helli-rigningu. — Og margar fieiri sögur sagði hún henni um regnið og blessun þá, sem því fylgdi. — Magga undi vel við þessa fræðslu og gleymdi öllum leiðindum út af rigm'ngunni. Þegar hún háttaði um kvöldið, bætti hún við kvöldbæn sína þessum orðum: „Jeg þakka þér fyrir blessað regn- ið, góði guð. Nu veit jeg, að það er alt best, sem þú vilt“. Quð gefur okkur regnið eins og sólskinið, börnin góð! En þökkum við það, eins og Magga litla? Steinn.

x

Smári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.