Smári - 01.04.1929, Blaðsíða 10

Smári - 01.04.1929, Blaðsíða 10
16 S M Á R 1 — Jonni: Eru 7 eða 12 dagar í árinu ? Siggi: Hvorki 7 nje 12. Það eru 365 dagar í árinu, drengur! En það eru 7 dagar í viku og 12 mánuðir í árinu. Jonni: Nú — jæja. Það er það, sem hefir vilt mig! — Faðirinn: Hvert ætlarðu ineð þessa mýflugu, Fanney? Fanney: Inn til mömmu. Jeg ætla að láta hana búa til úlfalda úr henni handa mjer. Þú sagðir í gær, aðhún gerði aitaf úlfalda úr múflugunni. Jeg ætla að sjá, hvernig hún fer að því! j Verðlaunabotninn. „Smára" bárust alls 8 botnar viö öfugmæla-fyrripartinn í jólablaðinu 1928. Að öllu athuguðu dæmdi dóm- nefndin Steini Hilmar Bjarnasyni, Ósi við Esklfjörð, verðlaunin — 2 krónur. — Steinn er 12 ára gamall. — Botn hans hljóðar þannig: Hestur galar. Hani slœr. Hundur smíöar rokka. — Verður þá öll vísan þannig: Krummi jarmar. Kisa hlœr. Kindin prjónar sokka. Hestur galar. Hani slœr. Hundur smíðar rokka. Þess skal getið, að Steinn litli skrif- aði ábyrgðarmanni „Smára" með eig- in hendi mjög snyrtilegt brjef, og var það með þökkum þegið. Fleiri botnar verða, ef til vill, birtir síðar, og í næsta blaði kemur nýr verðlauna-fyrripartur. í tómstundum. Ráðningar, sbr. Eldspýtnaþrautin: síðasta blað: Stúkuheiti: Perla. Falin nöfn: 1. Anna (i-ann a-lt). 2. Ásta. 3. Lauga. 4. Laufey. Frœndsemisgáta: Móðir mín. Taflþraut nr. 4. Lausnarleikur: De4—hl. Sitt af hverju. Br. Tryggvi Jónsson, skátaforingi frá Siglu- firði, dvaldi um tíma lijer á Norðfirði. Að tilhlutun barnast. Vor- perla leiðbeindi hann nokkrum ungum mönn- um í skátafræðum, og Iauk einn þeirra hjá honum hinu stærra skátaprófi og ann- ar minna prófinu. Talsverður áhugi er vaknaður fyrir skátareglunni með- al æskulýðsins, og mjög er líklegt, að með vorinu verði stofnaður skáta- flokkur á Norðfirði. „Smári“ flytur br. Tryggva Jónssyni alúðarþökk fyrir starf hans hjer, og óskar honum góðs gengis. — — Prentvillur. í jólablaðinu 1928: Bls. 42, fr. d.: Heimar fagni, les himnar fagni. í síðasta blaði stóð, að þaö væri gefið út í jan.—febr. 1928, í stað jan.—febr. 1929. — Fregnir af hag og horfum ung- lingastarfsins á Austurlandi kemur í næsta blaði. Prentsmiðja Sig. Þ. Ouðmundssonar, SeyðisfirBi

x

Smári

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.