Jólablaðið - 24.12.1928, Síða 1
JOLABLAÐIÐ
Siglufirði Mánudaginn 24. desember 1928.
JÓLIN KOMA.
„Dýrð sje guði í upphæðum, friður á jörðu, og velþóknun yfir mönnunum!"
1 kvöld eru 1928 ár síðan þessi evangeliski óður var fyrst kveðinn yfir fáeinum hebreskum
hjarðsveinum austur á Betlehems-völlum. En í kvöld hljómar hann yfir gjörvöllu mannkyni um
allan heim.
Pessí engla-óður felur í sjer ómælanlegan frið, ótakmarkaða gleði og hyldjúpan kærleika.
í honum brjótast fram öll þau margbreytilegu, en þó svo skyldu og einrænu geðhrif, sem
jólahátíðin hefir á hugi allra manna.
Pað er í raun og veru sama, hvort í hlut á ríkur eða fátækur. Jólin gleðja alla jafnt. Pó
held jeg, að innilegust og saklausust og guði kærust, — ef svo mætti að orði komast —, sje gleði
fátæklingsins — aumingjans, sem ekkert á.
Við skulum skygnast í huganum inn á heimili öreigans þetta kvöld. Ekki til þess, að aumkva
hann eða blöskrast yíir fátækt hans, nje heldur til þess að færa honum neinar gjafir, heldur til
þess, að dáðst að g!eði hans og litlu barnanna hans, — dáðst að því, hve maðurinn í raun og
veru getur glaðst yfir litlu. og verði ánægður með bág kjör. Og hvergi sjáum við betur hátign
og guðseðii mannssálarinnar, en á heimili margra öreiga um jólin — aðfangadagskvöld jóla.
Gleði hinna efnuðu getur að vísu verið hrein og ómenguð og guði þekk, en — hún verður
aldrei og getur aldrei orðið, eins djúp og sönn og hrein og hins, sem fátækur er. — Til þess er
ein ástæða, ofur einföld og eðlileg: Hinn efnaði hefir fengið sína gleði, þ. e. hin ytri tákn hennar,
sem unt er verði að kaupa, með engri fyrirhöfn. Fátæklingurinn hefir orðið að leggja hart á
sig — ef til vill lítillækka sig til þess að beiðast „lána“, til þess að geta veitt sjer og börnunum
sínum þá gleði er hann gat,
Annað einkenni jólahátíðarinnar er það, hve öllum er ljúft að gleðja aðra — reyndar meira
en ljúft. — Pað finna allir hvöt hjá sjer til þess, sterka hvöt, sem verður að Ijúfsárum grátklökkva
fyrir þeim, er þess eru ekki megnugir fyrir fátækar sakir.
En eitt eiga allir sameiginlega og enginn getur verði keypt, ef hann ekki á það í sál sinni:
Pað er samúð — kærleikur til alls og allra — samstilling við góðar samhuga sálir. í þessu einu,
og öðru engu, er hinn mikli kraftur og sæla jólagleðinnar fólginn. Einmitt þessi samstilling, veld-
ur því, að blessuð jólin eru meiri glcðihátíð en allar aðrar hátíðir mannsins. Óafvitandi styrkir
liver annars gleði og ánægju af því, að þetta kvöld, sem nú er að berast til okkar í faðmi rökk-
ursins, svífur andi hins mikla meistara yfir vötnunum. Sálirnar verða fyrir áhrifum hitastraum-
anna frá hans mikla kærleikseldi, sem altaf skín eins og viti í myrkrum mannlífsins, en sem
blossar upp með krafti er ekkert fær staðist á fæðingarhátíð barnsins frá Betlehem.