Jólablaðið - 24.12.1928, Blaðsíða 2
2
JÓLABLAÐIÐ
Nú hringja klukkur o£ knlla —
kalla’ yfir alla jörð,
áminna einn hvern o£ alla
um auðmjúka þakkargjörð.
Nú fer að nálgast nóttin,
nóttin helgust af öllum,
Miljónum hjarta hlýnar
í hreysum og dýrum höllum.
Samstiltir hugir hníga
hljóðir að fótskör Hans,
ofar stjörnunum stíga
stefna til Meistarans.
Hjörtu allra nú eru
til ánægju og friðar gjörn.
Kveikjum á kertunum okkar.
— I kvöld eru allir börn.
Það var aðfangadagur jóia. Dagurinn var geng-
inn til hvilu í vestrinu og nóttin hafði dregið húm-
tjöldin fyrir rekkju hans. Englarnir voru nýbúnir
að tendra miljónir jólaljósa, stjörnurnar, um alla
hina miklu, dimmbláu hvelvingu næturhiminsins og
máninn sýndi ofurlitla rönd eins og glófægt blikandi
Tyrkjasverð,
Pað var ys á fólkinu í Mjóanesi, Pað var að
búa sig til kirkjuferðar, til að hlýða helgum tíðum
jólanna, og nú voru kirkjuklukkurnar farnar að kalla;
ómur þeirra barst innan frá Stað út yfir fjörðinn í
hljóðláíri kvöldkyrðinni og fylti loftið hátíðleik.
Fólkið hafði orðið seint fyrir því mörgu var að
sinna áður en helgin byrjaði, en nú var það loks-
ins tilbúið. Jón bóndi, „höldurinn" á stórbýlinu og
eigandi að mestum hluta jarðarinnar, gekk á undan
niður að lendingunni því farið skildi sjóveg. Vinnu-
fólkið fylgdi þögult og hátíðlegt á eftir, stássbúið svo
sem föng voru til hjá hverjum einum, því hvenær
skyldi skarta ef ekki á jóiunum. Og krakkarnir komu
hiaupandi síðust, hniptu hvert í annað og skríktu
ofurlítið, en þorðu ekki að hafa hátt, af því full-
orðna fólkið var þögult og alvörugefið.
„Ætli við getum fengið að vera með ykkur inn-
eftir?“ sagði Pórður í hjáleigunni, sem kom ofan að
lendingunni jafnt hinum. „Bátskriflið mitt er svo
lekt, að það er ekki á flot setjandi“.
„ Ja, jeg ætla nú ekki innyfir sjálfur", sagði Jón
bóndi. „Einhver þarf að vera heima til að hirða
um kýrnar. Verst að jeg held Hringur taki ykkur
ekki öll, en einhver ráð verður að hafa. Pað getur
þá tvent farið á selabyttunni. Kannskje þú viljir
damla á byttunni Gunnar minn og einhver stúlkn-
anna með þjer. Pá kemst alt hitt fólkið í Hring.
Cunnar vinnumaður, knálegur piltur hálfþrítugur,
leit til Puríðar. — Puríður var eldastúlka og hægri
hönd húsfreyjunnar í Mjóanesi, og það vissu allir
að Gunnar var að draga sig eftir henni, enda var
Puriður myndar stúlka, kát og fjörug en talsvert
stríðin. Fjekk Gunnar oft að kenna á því.
Puríður gekk að byttunni. — „Ef Gunnar treystir
sjer ekki að róa, þá er jeg viss um að hann Jói í
hjáleigunni rær með mig inneftir“, sagði hún ertin.
Jói var strax til taks. Hann var unglingur 19
ára, og þóttist vera maður fyrir sinn hatt. — Gunn-
ar ýtti honum frá, og sló þegjandi skorðurnar undan
byttunni. — Hitt fólkið hafði sett Hring fram á með-
an og var komið á stað. — Peir Jón og Gunnar
skutu byttuni á flot, Puriður settist afturí en Gunn-
ar undir árar.
Pað var vel hálf vika sjáfar inn og yfir fjörð-
inn frá Mjóanesi að Stað og lá fjörðurinn opinn út
til hafsins, — Gunnar rjeri þegjandi, en skotraði
augunum við og við til Puríðar. Pað var ekki laust
við að það sæti í honum þetta, að hún hafði gert
sig líklega til að taka Jóa fram yfir hann, bæði nú
og stundum oftats.
Pegar þau voru komin skarat á leið, tók að
hvessa á sunnan, — nöpur frostgola, höld og hryss-
ingsleg.
Gunnar sje þjett á árarnar, en altaf hvesti meir
og það fór að íra á. — Er minst varði, brast önnur