Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 15.05.1990, Blaðsíða 20
18
Sveitarsjóðareikningar 1982-1984
Eignir og skuldir sveitarfélaga 1982-1984.
Efnahagur sveitarfélaga í heild var allgóður á tímabil-
inu 1982-1984. Eignastaðan nam um það bil þriðjungi
af vergri landsframleiðslu hvers ár og skuldir voru
tiltölulega litlar. I 11. yfirliti er sýndur efnahagur
sveitarfélaganna á tímabilinu.
Sveitarfélögin treystu eiginfjárstöðu sína veru-
lega árin 1979-1981 og hún batnaði enn frekar á
árunum 1982-1984. Þannigjóksteigiðfé þeirraíheild
í krónurn talið um 326,3% frá árslokum 1981 til loka
árs 1984. A sama tímabili hækkaði vísitala
framfærslukostnaðar um 237,5%. Að raungildi svarar
þetta til rúmlega fjórðungs hækkunar á eiginfjárstöðu
sveitarfélaganna. Þrátt fyrir þetta var fjárhagur hinna
ýmsu sveitarfélaga afar breytilegur í þessu tilliti eins
og 12. yfirlit sýnir glöggt.
I 12. yfirliti kemur skýrt fram að eiginfjárstaða
sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins á hvern íbúa er
mun hagstæðari en hjá öðrum sveitarfélögum á tíma-
bilinu 1982-1984. Jafnframt kemur fram að eigið fé
minnstu sveitarfélaganna á íbúa er langlægst eða aðeins
um 17% af landsmeðaltalinu. Er það nokkru lægra
hlutfall en var árin þrjú næstu á undan.
Að lokum eru nokkrar lykilstærðir í fjármálum
sveitarfélaganna á árabilinu 1982-1984 sýndar í 13.
yfirliti.
11. yfirlit. Eignir og skuldir sveitarfélaga 1982-1984
Milljónirkróna
á verðlagi hvers árs Hlutfall af VLF"
1982 1983 1984 1982 1983 1984
Eignir 15.928 26.171 36.674 33,0 31,8 39,1
Sjóðir, bankareikn. o.fl 60 121 207 0,1 0,1 0,2
Skammtímakröfur 799 1.141 1.717 1,7 1.4 1,8
Langtímakröfur 163 354 544 0,3 0,4 0,6
Hrein eign í eigin fyrirt 5.462 8.929 12.437 11,3 10,9 13,3
Fastafjármunir 9.390 15.502 21.671 19,5 18,8 23,1
Aðrareianir 54 124 98 0,1 0,2 0,1
Skuldir 1.308 2.454 2.798 2,7 3,0 3,0
Skammtímaskuldir 698 1.247 1.270 1,5 1,5 1,4
Langtímaskuldir 610 1.207 1.528 1,3 1,5 1,6
Eigið fé 14.620 23.717 33.876 30,3 28,8 36,1
1) Stöðutölur í árslok færðar til meðalverðlags hvers árs með lánskjaravísitölu.