Ungtemplar - 01.09.1928, Side 4

Ungtemplar - 01.09.1928, Side 4
jnunu fá sjerstaka tilkynningu um hve mörg Skírteini Þeim beri að kaupa. Og verður Þar farið eftir skýrslum Þeirra til Stórstúkunn- ar um nýja fjelaga, og hinsvegar hve mörg skírteini Þeir hafa keypt. Mismunurinn verð- ur innheimtur og skírteini send i staðinn. Mál Þetta var rætt á UnglingaregluÞinginu og lofuðu fulltrúamir að Þetta yrði leið- rjett.- Er vonandi að Þeir láti málið til sín taka, hver í sinni stúku, svo að regla komist á Þetta í framtiðinni. --x--- HVAÐ VILL GÓÐmíPLAHAREGLAW? AlÞjóðaregla Góðtemplara hefir á stefnu- skrá sinni, að vinna á allan löglegan hátt móti áfengishættunni. - Af fjelögum sinum heimtar reglan, að Þeir haldi sjer frá öll- um áfengum drykkjum til neyslu i mareða sam- kvæmum, - í gegnum aldirnar, og einnig á vor- um dögum, endurtaka staðreyndirnar sig, að áfengið er Það, sem veldur úrkynjun Þjóðanna. Hsettan er ekki minni Þeim, sem neytir áfeng- is, heldur og ættingjum Þeirra, já, allri Þjóðinni. Reynslan hefir sýnt, aö hver til- raun, sem gerð hefir verið til að hamla mis- notkun áfengis, hefir mistekist, Þegar mað- úr gengur ekki út frá hinum eina trygga grunc velli, sem er algjört á.fengisbann. Prá sjónarmiói heilbrigðrar skynsemi er bannið Það eina, sem skilar málinu í örugga höfn, Alt frá Þvi að Góðtemplarareglan var stofnuð, hefir hún unnið með áhuga að Þvi að upplýsa fólkið um áfengiö, eðli Þess, áhrif og skaðsemi. Árangur Þessarar starfsemi hef- ir orðið sá, að hundruð Þúsunda manna og kvenna hafa af frjálsum vilja hætt'að neyta Þessa hættulega og lamandi neyslu-vbkva. En svo lengi sem áfengið er fáanlegt, freistar Það altaf margra og leiðir af sjer óhamingju og leiðindi. Menn eru til, sem upplýsihga-starfsemin festir ekki rætur hjá,- aðrir, sem láta ekki hafa áhrif á sig, - pess vegna gerir Goðtempl- rareglan Þá kröfu, að Þjóðimar eigi að vern- da sjálfar sig og sína meðborgara, vinni á móti áfengi, með Þvi að lögfesta ákvæði og reglugjörðir, sem hamli notkun áfengis,og að lokum lögbanna tilbúning áfengra drykkja. - Markmið bindindisstarfsemi Góðtemplararegl- unnar, er að fá algjört bann lögfest,um til- búning, neyslu og sölu áfengisvökva til drykkjar, s-amið og sett af frjálsum vilja >jóðanna, Slíkt bann byggist ekki,svo var- anlegt'sje, á öðru en upplýstum Þjóðarvilja. Tilgangur GÓðtemplarareglunnar á rót sína að rekja til bræðralagshugmyndarinnar. Að allir menn sjeu bræður, eru meðal undirstöðu markmiða, sem reglan byggist á. Sefír fjelög- um tekur reglan á móti mönnum og konum, á öllum aldri og úr öllum stjettum, án tillits til litarháttar, Þjóðemis eða pólitiskra skoðana. Af öllum sínum fjelögum krefst reglan trúmensku, í sameiginlegu starfi, til að vinna að Þvi að vernda Þá, sem veikir eru vegna áfengra drykkja, hvort sem Þeir eru rikir eða fátækir. Lauslega Þýtt úr sænsku. M. V. J. ---x--- " S M A.R I ". Unglingastúkan "Vorperla", nr. 64, á Norð- firði, gefur út prentað blað, sem "'Smári" heitir. Kemur Það út 6 sinnum á ári, fimm blöðin eru 8 blaösiður, en jólablaðið helm- ingi stærra. Verð árgangsins er 1 króna, er greiðist fyrir fram. Afgreiðslumaður er Ósk- ar Lárusson, Sjávarborg, Norðfirði. Blað Þetta er vandað að öllum frágangi, efiiið sniðið fyrir böm og unglinga, og vnl jeg hjer með hvetja allar unglingastúkur til Þess að kaupa blaðið. Það er ekki neinni stúku ofvaxið, Þó hún kaupi eitt eintak, en Það er nóg,- og nota Það síðan til upplest- urs á fundum. Jeg hvet ekki til Þessa vegna útgefenda eingöngu, Þó Þeir eigi mikið meira skilið, fyrir framtak sitt og frágang að blaðinu, heldur vegna annara unglingastúkna, sem ekki mega fara á mis við Það, sem "Smári" hefir að ílytja. Sendið pantanir beint til afgreiðslumanns eða til mín, sem mun koma Þeim áleiðis. Magnús V. Jóhannesson S. g. u. st. ---x--- SAFNIÐ FÓLKINU UNDIR Í.ÍERKI RSGLUWNAR, IRGRI SEM ELDRI. Hvetjið fólkið til að ganga undir merki Góðtemplarareglunnar og taka Þátt í störfum hennar og baráttu fyrir velliðan fólksins, gefið meðbræðrum ýðar gott eftirdsuni, til aö vinna fyrir vora veiku meðbireður. FjÖlritunarstofa Pjeturs G. Guðmundssonar.

x

Ungtemplar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungtemplar
https://timarit.is/publication/1378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.