Utanríkisverslun eftir tollskrárnúmerum - 01.05.1995, Síða 6
Formáli
Útgáfa bókar um utanríkisverslun ár hvert markar lokin á
úrvinnslu talna um vöruviðskipti Islendinga við aðrar þjóðir
á næstliðnu ári. Útgáfan fyrir árið 1994 er með nýju sniði.
I stað einnar árbókar um utanríkisverslunina, Verslunar-
skýrslur, gefur Hagstofan nú út tvö rit undir heitinu Utanríkis-
verslun.
A undanfömum ámm hefur Hagstofan lagt áherslu á að
auka notagildi hagskýrslna sinna og auðvelda notendum
aðgang að upplýsingum. Þessi viðleitni hefur meðal annars
komið fram í vaxandi úrvinnslu efnis um utanríkisverslun,
ekki síst vegna þess áhuga sem Hagstofan hefur orðið vör við
hjá notendum. Þá hefur þjónusta við notendur verið bætt með
aukinni upplýsingamiðlun, með reglubundinni útsendingu
upplýsinga, sértækri úrvinnslu fyrir einstaka notendur, sem
stundum hefur svo þróast smám saman yfír í reglubundna
vinnslu, og loks með beinum tölvuaðgangi notenda að
mánaðartölum um útflutning og innflutning eftir tollskrár-
númerum, vöruflokkum og löndum. A árinu 1994 gaf
Hagstofan út rit á ensku um utanríkisverslunina 1993, Ice-
landic Foreign Trade 1993. Þetta var gert að beiðni ýmissa
notenda sem vinna að því að auka verslun við umheiminn, eru
í viðskiptum við erlend fyrirtæki eða samskiptum við erlenda
aðila sem hafa þörf fyrir upplýsingar á tungumáli sem þeir
skilja. Við skipulag þessa rits var ekki síst tekið tillit til þarfa
utanríkisþjónustunnar og í því lögð sérstök áhersla á viðskipti
við einstök lönd. I framhaldi af þessu var ákveðið að
endurskipuleggja útgáfuna um utanríkisverslun þannig að
skipta hinum hefðbundnu Verslunarskýrslum upp í tvö rit og
jafnframt að breyta heiti útgáfunnar. Annað ritið er jafnframt
gefið út á ensku. Alls er því um þrjú rit að ræða.
Utanríkisverslun 1994. Vöruflokkar og viðskiptalönd. I
þessu riti er birt yfirlit um utanríkisverslunina í heild með
áþekkum hætti og í inngangi Verslunarskýrslna áður, birtar
töflur um útflutning og innflutning eftir vöruflokkum og
sundurgreindar töflur um verslun við einstök lönd. Jafnframt
er í inngangi gerð ítarleg grein fyrir þeim gögnum sem nýtt
eru, aðferðum sem beitt er við skilgreiningu, flokkun og
úrvinnslu.
Utanríkisverslun 1994 eftir tollskrárnúmerum. Hér er birt
meginefni eldri Verslunarskýrslna, nákvæm sundurliðun
útflutnings og innflutnings eftir einstökum númerum tollskrár
og sundurgreining á lönd innan hvers tollskrárnúmers. í
inngangi er ennfremur að finna sömu greinargerð og áður var
nefnd um gögn, aðferðir, skilgreiningu og flokkun.
lcelandic External Trade 1994 er ensk útgáfa ritsins um
vöruflokka og viðskiptalönd.
Árlegar skýrslur um utanríkisverslun hafa verið birtar hér
á landi frá því á árinu 1855, til þessa undir heitinu
Verslunarskýrslur. Fyrst í stað byggðist skýrslugerðin á
árlegum og oft gloppóttum upplýsingum kaupmanna um
viðskipti en frá 1921 gáfu þeir jafnharðan skýrslu um hverja
vörusendingu. Síðan 1940hafa verslunarskýrslurhins vegar
byggst á tollafgreiðsluskjölum. Árið 1895 var fyrst farið að
tilgreina lönd eftir því hvert vörur voru fluttar héðan og
hvaðan þær voru fluttar inn. Verðupplýsingar innfluttra vara
voru bættar árið 1909 þegar farið var að tilgreina innkaups verð
erlendis að viðbættum flutningskostnaði og vátryggingar-
kostnaði til landsins (cif-verð) í stað útsöluverðs áður.
Þótt heitið verslunarskýrslur eigi sér langa sögu hefur það
nú um nokkurt skeiðþótt óheppilegt sem yfirskrift á úrvinnslu
og ritum um utanríkisverslun, útflutning og innflutning.
Orðið verslun vísar nú orðið fyrst og fremst til innanlands-
verslunar en ekki til útflutnings og innflutnings eins og það
gerði lengst af á þeim tíma er verslunin fólst nær eingöngu
í skiptum á framleiðslu innlendra manna fyrir innfluttan
vaming. Orðið verslunarskýrslur þykir því nú vera til trafala
og leiða til misskilnings á því hvaða efni er um að ræða. Því
hefur nú verið tekið af skarið og heiti þessa málaflokks,
talnaefnisins og ritanna breytt til að það gefi betur til kynna
en áður hvert er viðfangsefni þessarar tilteknu hagskýrslu-
gerðar.
Ritin um utanríkisverslun hafa verið undirbúin að fullu til
prentunar innan Hagstofunnar. Auður Olína Svavarsdóttir
hafði umsjón með útgáfunum. I þessu riti annaðist Sigrún
Helgadóttir tölvuvinnslu taflna, Þóra Gylfadóttir sá um gerð
texta tollskrárnúmera ásamt Margréti Káradóttur sem einnig
útbjó viðauka. Sigurborg Steingrímsdóttir annaðist umbrot
en ensk þýðing var í höndum Jónínu M. Guðnadóttur.
Hagstofu Islands í maí 1995
Hallgrímur Snorrason