Gistiskýrslur - 01.07.1998, Side 11
Gistiskýrslur 1997
9
„60 rúm og fleiri“. í yfirliti 1 kemur fram að hótel og gisti-
heimili voru 216 árið 1996 en 15 fleiri eða 231 árið 1997.
Herbergjumfjölgaðiumnærri6%milliáranna 1996 og 1997
og rúmum um 5%. Milli áranna 1994 og 1995 var mikil
aukning á gististöðum í þessum flokki sem skýrist af því að
árið 1995 var 24 gististöðum sem áður flokkuðust sem
bændagististaðir bætt við flokk hótela og gistiheimila. Gisti-
rými þessara staða var278 herbergi og 682 rúm. Taka verður
tillit til þessa í samanburði við fyrri ár, bæði hvað varðar
gistirými og fjölda gistinátta. Samanburður við árið 1985 er
þó raunhæfur þar sem bændagististaðir á þeim tíma voru
smáir og hefðu þá ekki getað talist til hótela og gistiheimila.
Árið 1985 voru hótel og gistiheimili 88 talsins með 2.421
herbergi. Árið 1997 voru hótel og gistiheimili 231 eða 143
fleirienárið 1985 og fjöldi herbergja 5.359 eða 121% fleiri.
Á mynd 1 sést hvemig herbergjum á hótelum og gisti-
heimilum fjölgaði jafnt og þétt á tímabilinu 1985-1997.
Gistiskýrslurberast fljótt og vel frá flestum hótelum. Árið
1997 var því ákveðið að flokka þá gististaði sérstaklega sem
geta kallast hótel svo hægt væri að birta með reglubundnum
hætti gistitölur fyrir þennan hóp. Gistitölur fyrir hótelin vom
birtar fimm sinnum á árinu 1997 og sendar út til þeirra hótela
sem gerst höfðu áskrifendur að niðurstöðunum.
Yfirlit 2 sýnir gistirými og fjölda gistinátta á hótelum. Þar
sem of fá hótel em á flestum landsvæðum til þess að hægt sé
að birta gistitölur em niðurstöðumar dregnar saman fyrir 2
til 3 landsvæði í einu. Hótelin voru 52 talsins og flest opin
allt árið. 14 hótel eða 27% þeirra vom á höfiiðborgarsvæðinu.
Gistinætur vom rúm 627 þúsund og voru 63% þeirra eða
394 þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Mismunandi hlutfall
gistirýmis og gistinátta eftir landsvæðum sést vel á mynd 2.
I helmingi gistinátta á Norðurlandi vestra og eystra, Austur-
og Suðurlandi áttu útlendingar hlut að máli en nærri 85% á
höfuðborgarsvæðinu.
2. yfirlit. Framboð gistirýmis og fjöldi gistinátta á hótelum eftir landsvæðum 1997
Summary 2. Available accommodation and overnight stays in hotels by region 1997
Þar af gistinætur útlendinga Thereof overnight stays of foreign visitors
Fjöldi hótela Number of hotels Fjöldi herbergja Number of rooms Fjöldi rúma Number of beds Gistinætur alls, þús. Overnight stays, thous. Fjöldi gistinátta þús. Number of overnight stays, thous. Hlutfall af heild Percent of total
Alls Total 52 2.324 4.508 627,5 461,6 73,6
Höfuðborgarsvæði Capital region 14 1.136 2.134 394,4 333,5 84,6
Suðumes, Vesturland og Vestfirðir 11 350 750 58,6 38,4 65,5
Norðurland vestra og Norðurland eystra 12 352 678 63,0 31,0 49,1
Austurland og Suðurland 15 486 946 111,5 58,7 52,7
Mynd 2. Hlutfallsleg skipting gistirýmis og gistinátta á hótelum eftir landsvæðum 1997
Figure 2. Percent distribution of available accommodation and overnight stays at hotels by region 1997
Gistirými Accommodation Gistinætur Overnight stays
□ Höfuðborgarsvæði ■ Suðumes, Vesturland og Vestfirðir □ Norðurland vestra og Norðurland eystra ■ Austurland og Suðurland