Gistiskýrslur - 01.07.1998, Page 12
10
Gistiskýrslur 1997
Gistinætur á hótelum og gistiheimilum samanlagt voru 992
þúsund árið 1997, nærri 11% fleiri en árið 1996. Gistinætur
árið 1997 voru fleiri í öllum mánuðum ársins en í sömu
mánuðum árið 1996. Þegar einstakir mánuðir eru athugaðir
sést að gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest í maí (21%)
og október (23%). Gistinætur í júlí árið 1997 voru rúm 200
þúsund, aðeins 1,6% fleiri en í sama mánuði árið 1996. Þetta
var í fyrsta skipti sem gistinætur á hótelum og gistiheimilum
voru fleiri en 200 þúsund í einum mánuði.
Þegar bera á saman gistitölur sumarmánaðanna 1995-1997
við árin fyrir 1995 er mikilvægt að hafa í huga þær breytingar
sem gerðar voru á flokkun bændagististaða árið 1995, sjá
hér að framan. Breytingamar höfðu óveruleg áhrif á gisti-
náttatalninguna utan sumartímans en fjöldi gistinátta sem
rekja má til fyrrum bændagististaða var 5.800 í júní árið 1995,
í júlí 13.300 og í ágúst 10.900.
Gistinætur útlendinga sem hlutfall af heildarfjölda gisti-
nátta á hótelum og gistiheimilum hafa verið um 70% árin
1994—1997. Hlutfallið hefur lítið breyst mánuðina júní-ágúst,
það hefur verið á bilinu 76-80%. Vetrarmánuðina október-
mars hefur hlutfallið þó hækkað verulega milli áranna 1994
og 1997 eða um 6-9 prósentustig eftir mánuðum. Mynd 3
sýnir gistinætur íslendinga og útlendinga á hótelum og gisti-
heimilum 1996-1997 eftir mánuðum.
Gistinætur á hótelum og gistiheimilum á höfúðborgar-
svæðinu voru 504 þúsund árið 1997, þeim fjölgaði um 7%
3. yfirlit. Gistinaetur á hótelum og gistiheimilum eftir mánuðum 1994-1997
Summary 3. Overnight stays at hotels and guesthouses by month 1994—1997
Gistinætur alls, þús. Overnight stays, thous. Hlutfall útlendinga, % Foreigners, percent of total
1994 1995 1 1996 1997 1994 1995 1 1996 1997
AIls Total 745,3 844,1 896,0 991,7 69,3 70,9 71,0 70,7
Janúar 19,1 23,4 24,6 26,7 46,1 46,3 50,1 53,6
Febrúar 25,8 32,2 33,6 38,9 48,7 55,0 53,2 55,9
Mars 40,1 43,6 46,1 53,0 47,1 55,4 51,0 56,2
Apríl 43,4 46,9 46,4 54,0 57,2 65,2 63,1 61,5
Maí 60,0 63,5 65,3 79,4 69,5 72,0 67,9 67,0
Júní 102,6 120,8 118,6 135,6 76,8 76,7 76,5 77,3
Júlí 167,2 188,8 197,2 200,5 80,4 80,5 80,3 79,6
Ágúst 139,0 163,4 175,8 184,5 78,0 76,0 78,0 78,0
September 58,2 57,8 69,5 78,6 72,8 74,1 77,6 75,5
Október 40,2 46,7 51,2 63,0 54,7 60,7 61,2 60,4
Nóvember 30,2 35,3 42,9 49,2 44,0 48,2 50,4 53,3
Desember 19,6 21,7 24,8 28,3 53,7 57,7 62,9 60,8
1 Skýringar sjá texta.
Mynd 3. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum eftir mánuðum 1996-1997
Figure 3. Overnight stays at hotels and guesthouses by month 1996-199 7
JFMAMJ JÁSONDJ FMAMJJ ÁSOND
1996 1997