Framtíðin - 23.07.1929, Page 1
Burt með sundrung, flokkadrátt
og stéttahatur.
BLAÐ ÓHÁÐRA MANNA Innleið samhug, samvinnu og sam-
eining allra stétta.
1. árgangur
Reykjavík 23. júlí 1929
4. tölubl.
Hröð og góð ferð.
Með bifreið frá Borgarnesi til Akureyrar.
Góðar innanlandssamgöngur eru mesta
nauðsynjamál landbúnaðarins
°g pjóðarinnar í
heild sinni.
Pótt eg hafi ferðast yfir hundrað púsund kílómetra á járnbrautum
og allmikið á sjó og sé ekki óvanur margbreytni á ferðalögum, er sá
hluti hringferðar minnar, með bifreið frá Borgarnesi til Akureyrar, mark-
verðasta ferðalagið, sem mig rekur minni til, að undanteknum síðasta
áfanganum, frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur, pví þá vegalengd
flaug eg. Eg hafði samið um flutning norður, við Bifreiðastöð Blöndu-
óss. Einungis fyrsta flokks bifreiðar eru notaðar til pessara ferða. Var
lagt af stað frá Borgarnesi í ágætri bifreið — bifreið, sem var bæði
létt og pægileg, — kl. 2 e. h., og komið til Blönduóss fyrir náttmál
um kvöldið. Var svo farið af stað frá Blönduósi laust fýrir hádegi dag-
inn eftir í ágætri bifreið (eign Ágústs Jónssonar) og komið til Akur-
eyrar að aftni fyrir háttatíma. Ágúst ók bifreiðinni með frábærri gætni
og varfærni, og pað sama má segja um þann bifreiðarstjóra, er eg
ferðaðist með frá Borgarnesi til Blönduóss.
Vegurinn er lélegur á pörtum, einkum sumstaðar á -Holtavörðu-
heiði, Vatnsskarði og Yxnadalsheiði.
Með nokkrum tilkostnaði mætti gera veginn svo góðan alla þessa
leið, að fær yrði bifreiðum næstum pví hvernig sem viðrar að sumrinu,
og pegar snjór er lítill eða enginn að vetrarlagi, eins og verið hefir í
nokkur ár.
En vegna þeirrar stjórnarfarslegu og fjárhagslegu óreiðu, sem nú
er drotnandi undir veldissprota geggjaða mannsins frá Hriflu, er fé
ríkissjóðs ekki notað réttilega, hvorki í pessu efni né öðrum. Hafa þing-
menn meiri hlutans á tveimur síðustu pingum skorið fjárframlög til
vegagerða svívirðulega við negiur sér.
Góðir vegir hafa geysimikla pýðingu fyrir landbúnaðinn. Góðar
samgöngur á landi eru stærsti framfarapáttur hverrar pjóðar. Auðnist
íslandi að eignast svo hygna, frjálsa og framsýna stjórn í framtíðinni,
að pessu afarmikla velferðarmáli pjóðarinnar verði hrint í framkvæmd
og góðar innanlands samgöngur fáist yfirleitt, er stærsta sporið stígið
í áttina til framfara og velmegunar í sveitunum. Bændum opnast greið
og ódýr leið til markaðar fyrir ýmsar af landbúnaðarafurðum sínum,
svo’ sem mjólk, rjóma, smjör, egg o. fl. Góðir vegir eru í pað minsta
eitt af stærstu grundvallarskilyrðum landbúnaðarins. Hinn rangnefndi
»Framsóknar«-flokkur, p. e. Tímaklikkan, hefir lagst á eitt að hindra
frumvörp mótflokksins um fjárframlög til vegagerða. Peir hafa pannig
með atkvæðamagni komið í veg fyrir pað, að fé yrði veitt svo um
munaði til samgöngubóta innan sveitanna. Sést á pessu sem öðru, hví-
lík svikamylla Tímaklikkan er, og hve miklir hræsnarar meðlimir hennar,
pessir sígalandi bændavinir (!) eru!
Hefði pessum sex til sjö hundruð púsund krónum, eða hvað pað
kann nú að verða meira, sem sökt verður í nýtt strandferðaskip, sem
áreiðanlega bindur ríkissjóði enn pyngri bagga með reksturshalla en
jafnvel Esja hefir gert, — verið varið til vegagerða, er líklegt að leggja
hefði mátt akveg um flest pau svæði, par sem nú eru vegleysur, alla
leið austur í Fljótsdalshérað. Er nauðsynlegt að gerð sé tafarlaust áætl-
un um, hvað kostar að gera bifreiðafæran veg frá Reykjavík norður,
austur og suður um land, að Jökulsá í Lóni, og frá Reykjavík austur
að Núpsvötnum, ásamt kostnaðaráætlun yíir brýr, er byggja parf á pess-
um leiðum.
Austur-Skaftafellssýsla er sá eini hluti landsins, nema ef maðui
ætti að nefna mjög lítil svæði á Vest- og Austfjörðum, par sem ekki
er unt að opna bifreiðaveg nema með mjög ærnum kostnaði. Pyrfti að
grafa djúpa farvegi fyrir jökulvötnin til sjávar. Hlyti pað sýnilega að
kosta miljónir króna. Og hver veit, hvort slíkt yrði að fullu trygt
gegn jökulhlaupum.
Petta blað vill beita sér fyrir pví, að góðir akvegir um land alt
komist eins fljótt í framkvæmd og auðið er.
Eins og reyndar allir hljóta að vita — allir, nema Tímasauðirnir
(par á eg ekki við þingmenn Tímaklikkunar né allar aðrar blóðsugur
bændahreyfingarinnar, sem vísvitandi draga bændurna hræðilega á tál-
ar), er ekkert vita, sem vit er í — ekkert nema lygarnar í svívirðu-
legasta vikublaðinu, er nokkru sinni hefir verið til hér á landi, — pá
er ódýrast, skemtilegast, pægilegast og fljótast að ferðast með bifreið-
um, að flugvélum einum undanteknum, auðvitað. 1 öllum greinum er
pví æskilegra að ferðast með bifreiðum en skipum.
Og hvað pessa leið snertir — frá Borgarnesi til Akureyrar — má
áreiðanlega gera ráð fyrir pví, að hún verði eingöngu notuð pegar veg-
irnir eru yfirleitt komnir í viðunandi horf, eins og vonandi verður á
næstu árum. Pá munu allir, sem ferðast norður og austur að sumrinu
til, og jafnvel að vetrarlagi oft líka, fara pessa leið. Pegar vegirnir
batna til muna, beinist óhjákvæmilega ferðamannastraumurinn í pessa
átt um mikinn hluta ársins, eða alt árið, þegar vel viðrar.
Hinn mikli fjár- og tímasparnaður, ásamt auknum pægindum og
margfaldri ánægju og hressingu á ferðalaginu, miðað við ferðir á sjó,
veldur pví, að allir velja heldur bifreiðir en skip, hvenær sem pví verð-
ur við komið.
Hættan er engu meiri með bifreiðum en öðrum farartækjum, pegar
bifreiðastjórar eru gætnir og varfærnir menn og æfðir í sínu starfi. Og
pað hufa peir reynst, er flytja fólk frá Bifreiðastöð Blönduóss norður.
Prátt fyrir pað, pótt vegirnir séu slæmir og örðugir yfirferðar, er
ferðamannastraumurinn margfalt meiri í sumar en árið sem leið. Bif-
reiðastöð Blönduóss hefir orðið að bæta við sig allmörgum nýjum bif-
reíðum, til pess að fullnægja fólksflutningaþörfinni, og alt af eykst
fólksflutningurinn vikulega að heita má. Sannar petta ótvíræðilega mjög
brýna nauðsyn á bættum samgöngum innanlands. Hvarvetna er löngun
fólks og vilji eins að pessu leyti.
Ferð mín frá Borgarnesi til Akureyrar er mér sérstaklega minnis-
stæð, eins og eg gat um í byrjuninni, vegna pess hve ánœgjuleg hún
var. Eg tel pað vera að bera í bakkafullan lækinn, að fara að lýsa
fegurð þeirra sveita, er bifreiðin bar mig um. Slíkt er alpjóð ekki ókunn-
ugt. Hinsvegar er íslensk náttúra yfirleitt svo fjölskrúðug og yndisleg,
að örðugt er að dæroa um yfirburði vissra svæða að pessu leyti yfir
Önnur svæði. Enda læt eg aðra um pann vanda.
Pað er ekki að ástæðulausu, að íslensku sveitirnar heilla huga
skáldsins og annara náttúrubarna, og pað ekki allra síst norðanlands.
Landsmálafundir.
i.
Undanfarnar vikur hafa lands-
málafundir verið haldnir víðsvegar
um landið.
Eins og búast mátti við, var
andstyggilegustu óþverraskepnum
Jónasar frá Hriflu sigað af stað
héðan úr Reykjavik. Má í pví til-
efni sérstaklega nefna hið sígjamm-
andi kvikindi, Jónas Tímadulu
Porbergsson. — Pessi mannleysa,
þetta fyrirlitlega pólitíska viðrini
er einstaklega óbilgjarnt og ósvífið;
og viðrini petta er notadrjúgt i læ-
vísi, undirferli, lýgi, rógi og blekk-
ingum. Pví ekki að furða, pótt
Jónas Tímadula sé mikils metinn
af elsku vininum sínum, hinum
mikilmenskubrjálaða dómsmálaráð-
gjafa, nafna sínum.
Annars er pví nú að hinu leyt-
inu svo hræðilega varið, að ritstjór-
um allra flokkablaðanna eru greidd
rífleg laun, til pess að Ijúga eins
og pörf krefur. — Enginn flokkur
er algerlega undanskilinn pessari
pjóðarsmán. Frh. á 4. bls.