Framtíðin - 23.07.1929, Side 2
2
FRAMTÍÐIN
Bálfarir.
Mikilvægt menningarmál.
Landlæknirinn og G. Claessen
dr. med. hafa ritað mjög þarflega
litla bók um bálfarir. Báðir eru
þessir menn svo mjög viðurkendir
innan sinnar stéttar og njóta svo
mikillar virðingar og trausts af al-
pjóð manna, að óhjákvæmilegt er
að taka þetta ritverk peirra til
greina. Auk peirra hefir Helgi Pét-
urss dr. phil. o. fl. rætt petta mál
í blöðum að nokkru. Eru peir á
einu máli um pað, að bálfarir séu
stórum æskilegri og hagkvæmari
en greftranir.
Eftirfarandi kafli gefur úr peim
hluta er dr. Claessen reit, nokkra
hugmynd um hið markverða inni-
hald bókarinnar:
»Allir kannast við, að rotnunar-
einkenni koma fram nokkru eftir
andlátið, enda standa lík hér á
landi óhæfilega lengi uppi. 1 gröf-
inni heldur rotnunin áfram. Skinnið
losnar frá holdinu; hár og neglur
detta af. Rotnunarloft safnast fyrir
útvortis og innvortis í holdinu; líkið
blæs upp, afskræmist og verður
ópekkjanlegt. Augun sþennast fram
úr augnatóttunum og kviðurinn
penst út af lofti. Spenningurinn af
rotnunarloftinu í kviðarholinu get-
ur orðið mjög mikill; eru pess jafn-
vel dæmi, að konur, sem deyja
vanfærar, ala barn í kistunni. Fóstr-
ið prýstist út um fæðingarveginn.
Stundum springur kviðurinn.
Smám saman leysist líkið sundur.
Holdið grotnar, útlimir losna frá
kroppnum, en beinin haldast lengi.
Nýlega var grafin upp hér á landi
gröf konu, sem legið hafði ein 40
ár í gröfinni. Líkið var orðið að
dökkri, mykjukendri leðju, og lágu
beinin á kistubotninum.
Erlendis hafa farið fram rann-
sóknir um, hve langan tíma sund-
urlausn líkamans tekur, og er pað
misjafnt, eftir ástæðum. I Noregi
hefir dr. Axel Holst, próf. í heilsu-
fræði við háskólann í Osló, gert
athuganir um petta atriði. Hefir
hann fundið, að par í landi taki
pessar hroðalegu ummyndanir 8—
10 ár í heppilegum jarðvegi, en 50
ár eða lengur, ef kirkjugarðurinn
er votur. Pá er líkið ekki sundur-
leyst, pegar grafið er á ný í sama
reitinn. Petta kemur heim við lýs-
ing Steingr. Matthíassonar héraðs-
læknis á greftrununum í Odda
(Skírnir 1905): »Pegar eg var
> drengur, var eg oft á vakki, pegar
verið var að taka gröf í Odda-
kirkjugarði. Mér pótti einkennilegt,
að sjá allar hauskúpurnar og manna-
beinin, sem glömruðu undir rekun-
um og komu upp á yfirborðið, og
svo pað sem var ógeðslegra, hálf-
rojtnaðar holdtægjur, fingur og tær
m'eð nöglunum dinglandi hálflaus-
um«.
»1 blautum gröfum ummýndast
líkið í sápukeut spik (»líkvax«),
sem varðveitist mjög lengi. Ef
gröfin aftur á móti er mjög pur,
breytist líkið í e. k. múmíu, sem
gevmist lengi.
Rotnunarloftið frá líkinu smýgur
upp um jarðveginn eða skolast
burt með jarðvatninu. Holdið um-
myndast aðallega í kolsýru og
vatn, auk steinefna. Rotnun og
sundurlausn líkamans verður fyrir
áhrif gerla og sveppa, og jafnvel
smákvikinda í moldinni.
Hugleiðum nú, til samanburðar,
pað sem gerist í ofninum, pegar
líkið er brent á bálstofu. Líkaminn
tekur pá ekki neinum hroðalegum
myndbreytingum, sem í gröfinni,
en leysist sundur og eyðist á 1%
—2 klukkustundum í heitu, tæru
lofti, sem veitt er í brensluklefann.
Eldslogum slær upp í byrjun, peg-
ar kviknar í kistu og líkklæðum, en
brátt hvarflar reykurinn frá, og
gegnum ofurlítið gluggaop á ofn-
inum (lokað með glmmerrúðu) má
líta líkið í fullkominni ró, í rauð-
glóandi steinhvelfingunni. Líkaminn
brennur ekki með svælu og reyk,
en í lofthitanum eyðast og gufa
upp leifar hins framliðna manns.
Loftrásir liggja úr klefanum og
hverfa um pær ósýnileg kolsýra og
vatnsgufa, en í pessi efni breytist
holdið við brensluna, eins og um
var getið, auk nokkurra annara
lofttegunda (ammoníak o. fl.). Pann-
ig hverfur líkaminn út í geiminn,
en eftir verða að eins nokkrir hnef-
ar af ösku, sem aðallega er kalkið
úr beinunum.
IDað er réttilega tekið fram af
Steingrími Matthíassyni í umgetinni
grein hans: »Úrslitin sömu að lok-
um — efnasundrungin sama, hvort
sem líkaminn er grafinn eða brend-
ur«, en hver og einn getur gert
sér grein fyrir hver aðferðin er
pokkalegri.
Af eigin sjón og reynd finst mér,
sem hver maður geti þolað að
horfa inn í ofp, meðan brensla fer
fram. En pað væri frámunalegur
ruddaskapur, að bjóða nokkrnm
nákomnum manni að líta í kistu,
sem tekin er upp úr kirkjugarð-
inum.
Sumum kann í fljótu bragði að
virðast pað lítil ræktarsemi, að láta
stinga látnum vini eða vandamanni
inn í ofn eftir andlátið, í stað pess
að grafa hann í skrautlegri kistu,
og fína til leiðið með venjulegum
hætti. Láta svo pann framliðna
hvíla í »heilagri grafarró«. En ekki
ætti að purfa mikla pekking eða
íhugun til að skilja, að pótt blóm
og legsteinar kunni að prýða leið-
ið, er sá maður sem undir pví hvíl-
ir í hroðalegu rotnunarástandi. Ef
peir sem eftir lifa og sakna hins
dána, sæju liann í kistunni nokk-
urn tíma eftir greftrunina, mundu
peir hiklaust fremur kjósa, að líkið
hefði verið breut.
Er nokkur »grafarró« til? Leg-
kaup er . greitt um tiltekið árabil;
pegar psð er um liðið má grafa á
ný í sömu gröfina. Gröfiu er sem
leiguíbúð. Ef leigan er greidd fá
menn að vera í friði; annars er
grafið upp. í Týskalandi eru graf-
reitir víða leigðir til 15 ára. Tví
mælti fyndinn Hamborgari svo fyr-
ir, að letra skyldi á legstein sinn:
»Hvildarstaður minn næstu 15 ár-
in!«
Erlendis eru grafreitir víða vel
haldnir trjálundir, til prýði í borg-
unum. Á Islandi eru lítil skilyrði
tíl slíks, og hvorki hér né erlendis
hirða ménn vel um leiðin, nema í
byrjun. I Kaupmannahöfn telst til,
að 60% af leiðunum sé í algerðri
forsómun. Er pað betra hér? Og
hvernig verður, ef kirkjugarður
verður gerður í Fóssvogi eða við
Elliðaárnar? Tví fer reyndar fjarri,
að barnalegt dekur við leiði og
kirkjugarða sé æskilegt. Líkið í
gröfinni á ekki annað fyrir sér en
að grotna sundur. Má taka undir
með það, sem landlæknir G. Björn-
son ritaði í Skírni 1913:
» . . . . ekki til nema ein sóma-
samleg, heiðarleg og viti borin með-
ferð á andvana líkamsleifum látins
ástvinar, og hún er sú, að verja
pær, verja líkið viðbjóði ýldu og
rotnunar, með pví að brenna pað,
sem allra fljótast eftir andlátið.««
. Svo er lýsing á ýmis konar ofn-
um. Ennfremur eru færð rök fyrir
pví að bálfarir séu ávalt ódýrari
en jarðarfarir. Líka er bent á, að
víst má auðsýna minningu hinna
framliðnu viðeigandi virðingu, pó
lík hans eða hennar sé brent, né
kemur pað í bága vlð venjuleg trú
aratriði eða kreddur.
Bókina ættu sem flestir að eiga
og lesa. Hún hefði átt að vera á
boðstólum í öllurn bókaverslunum.
En pví er ekki svo farið.
Er leitt að hún fæst eingöngu í
einni bókabúð — útlendri í raun
og veru, pví að pað er eigandi
hennar í hugsunarhætti — innan
um hauga af erlendu reyfararusli.
Er ekki gott að glöggva sig á pví
hvers vegna pessi verslun fann sér-
staklega náð fyrir augliti ritara
bókarinnar, er virðast einnig vera
útgefendur hennar.
Ördugleikarnir við
útbreiðslu hugmynda.
Eftir James II. Hyslop,-
^dr. phil. dr. jur.
(úr einni af bókum hans).
[Niðurl.]
Lögmál pekkingarinnar er per-
sónuleg skynjun og reynsla. Öll
pekking er til orðin fyrir skynjun
og reynslu. (Vegna alls pessa er
erfiðleikinn svo feikna mikill við
útbreiðslu mikilvægra hugmynda,
pví að pær krefjast oft mikils við-
tökuproska. Tegar kennari hefir
minni sálarorku, skilningsmagn og
skynjanlega reynslu en nemandinn,
pá fer nú afskaplega í handaskol-
um með kensluna. Tetta fer svo illa,
pegar líttvitandi og ómentað fólk
hefir með höndum uppeldi gáfaðra
og skiíningsmikilla barna, að fram-
tíð slíkra barna verður stundum
jarðneskt helvíti. — Týð.). Tannig
jafnvel í venjulegu lífi og í pessum
efnisheimi getum vér engin hugtök
myndað oss um veruleika lífsins,
nema pau verði til vegna vorrar
persónulegu skynjunar og reynslu.
ÖÍlu pessu gleymum vér við notk-
un móðurmáls vors eða við notkun
annara tungumála. Sú starfsemi,
sem gerir tungumál sérstaklega
nytsöm, er persónuleg skynjun og
reynsla, eins og vonandi hefir nægi-
lega verið bent á. En petta er ekki
5
pví að grafreiturinn var aðeins stundarskeið í
burtu, pá vökvuðu pau jafnan blómin, er purka-
tíð var. Og smátt og smátt — og eins og ein-
mana barn sem hún sjálf var — krafðist Val-
rós pátttöku í harmi foreldra sinna. Hún syrgði
mjög bróður sinn. Tað eitt að hafa engan til að
leika sér við varð henni hrygðarefni. Og hún
var full af leiðindum af pví henni fanst hún
vera svo einmana — svo mikill einstæðingur.
Tað virðist svo sem margir foreldrar unni
drengbörnum heitar en stúlkubörnum. Valrós
var indælt og elskulegt barn. Samt var henni
Ijóst — og pað jók æskuama hennar — að nær-
vera hennar var hinum syrgjandi foreldrum ekki
bót á sonarmissinum. Og hún kvartaði í kyrþey
og grét í leynd.
Og nú var hún Ijómandi fögur og sextán ára.
Og nú var vor. Mestur sá snjór, sem í dvala
vetrarins hafði breiðst yfir dalinn, var nú bráðn-
aður og hrifinn á braut. Sólbráð hafði aðeins
pítt fannfergið að litlu leyti. En mest hafði
snjórinn bráðnað vegna stórrigninga, sem enn
héldust.
Ferðamaður nokkur kom síðla dags. Hann
var gangandi. Hann hafði komið pvert yfir land-
ið frá höfuðstaðnum. Hann hafði horfið frá ætt-
landi sínu, er hann var drengur, og gerst sjó-
maður. Hann hafði borist um öll höf veraldar-
innar, sett lót á fasta grundu í mörgum löndum,
6
séð margar borgir stórar og smáar, lært að
pekkja háttu margra pjóða og kunni að mæla
nokkuð á allmargar tungur. Hann kunni skil á
mörgu pví er rniður fer — siðspillingu sem er
frumorsök mannlegra meina og ýmsu öðru skað-
legu og spillandi. En pó lenti hann í engu af
lastavítum veraldarinnar: Hann drakk ekki. Hann
reykti ekki. Hann sótti ekki dansleiki né gjá-
líf samkomúhús eða veitingastofur. Hann var
frjálslegur maður. En enginn hugði hann eldri
en tvítugan.
Hinir gestrisnu foreldrar Valrósar buðu hann
velkominn. Hann var rennvotur úr húðarrign-
ingunni og Valrós var sagt að hjálpa honum af
vosklæðum og færa honum pur föt. Tað er eng-
in uppgerðar vandlætingasemi til í uppsveitum
Islands. Engum stendur ótti af nekt líkamans.
1 berum sannleikanum felst dygð skírlífisins.
Virðing fyrir hinni helgustu — ekki leynilegustu
— hrifning mannlegs líkama og sálar er hér í
ríkulegum og sönnum mæli. Ó, að hinar auðugu
og voldugu pjóðir gætu sagt slíkt hið sama
með sanni!
Tað leið að kvöldverðartíma. Valrós lagði hvít-
an dúk á borðið. Einfaldir réttir, svo sem rúg-
brauð og smjör, harðfiskur, saltkjöt og fiturík
nýmjólk, voru bornir á borð. Hve glaður gest-
urinn var að setjast að slíku borði. Sannarlega
er einfalt líf uppspretta hamingju og ánægju.