Framtíðin - 23.07.1929, Síða 3
♦
f R AMTIÐIN
Eg vildi---------
Eg vildi að þig snerti minn ástareldur,
sem allri fegurstu hrifning veldur,
því alt mitt líf er hans hjarta bál,
hann brennur hreinast í minni sál.
Eg vildi að þú findir hita míns hjarta,
þá, hyrfl angistar skýið svarta,
er ógnandi hylur Eden minn,
sem er hinn draumværi faðmur þinn,
Eg vildi að sálirnar saman rynnu
og saman eldarnir lífsins brynnu —
við yrðum saman til enda þá,
sem er mín ljúfasta hjartans þrá.
tekið til greina — er hulið í at-
hugaleysi og gleymsku — og er
því sjaldan nefnt á nafn. Málið flyt-
ur ekki liugmyndir likamlega. Slíkt
er heldur ekki unt í nokkrum sál-
fræðilegum skilningi. Öll tungumál
eru tákn venjulegrar reynslu. Og
þessi reynsla grundvallar þýðingu
alls sem rætt er og ritað. Raunar
sjáum vér ekki jörðina fara hring-
ferð um sólina á hverju ári. En at-
huganir á vissum tímum ársins
gera skynjun á þessu mögulega.
Skynjun og útskýring þess, sem
athugað er, grundvallar þekkingu
alla.
Ef til vill eru þetta sjálfséð eða
óefuð sannindi. En þó virðist naum-
ast svo vera. Og eg verð að leggja
áherslu á takmarkanir þekkingar-
innar og á útbreiðslu hennar. Sam-
andregið er það svona: 1. Öll vor
venjulega þekking er grundvölluð
á persónulegri reynslu, andverkun
á örvun hinnar ytri tilveru. — 2.
Engin leiðsla, sending eða flutning-
, ur þessa er mögulegur líkamlega.
-----------
Til gamans.
Læknirinn: »Hvaða áhrif hefir
svefnlyfið á yður?«
Magnús: »Ágæt! Pví miður gleymi
eg vanalega að nota það, og sofna
svo sérlega vært. En svo bregst
það naumast, að konan mín vekur
mig um miðja nótt, til þess að vita
livort eg hafi tekið meðalið. —
Áhrifin eru, eins og eg segi, fyrir-
tak!«
Móðir við lítinn dreng: »Tefðu
nú ekki meira fyrir mér. Farðu
inn í norðurstofuna og leiktu þér«.
Drengurinn: »En þá er eg svo
aleinn«.
\
Móðir: »í>að ertu ekki. Guð er
hjá þér«. v
Drengurinn gerir eins og hún
segir, en kemur aftur eftir dálitla
stund og segir: »Okkur guði leiðist
svo fjarska mikið«.
Sveinn: »Pú varst upp í sveit á
sunnudaginn«.
Jósef: »Jú, eg heimsótti séra
Jakob frænda minn.
»Sveinn: »Pið hafið náttúrlega
verið í andlegum hugleiðingum all-
an daginn«.
Jósef: »Já, ekki vantaði það«.
Sveinn: »Og lásuð biblíuna«.
Jósef: »Ekki bar nú á því. Við
átum fyrst steikta gæs upp til agna.
Svo drukkum við portvín, svo
toddy og loks doggbrandið frá
honum Guðbrandi. Frænda minn
var nú farið að syfja. »Pað er víst
mál komið að fara að blessa«,
sagði hann, hallaði sér útaf í legu-
bekknum, lokaði hægt augunum
og var innan stundar fariun að
skera hrúta«.
Faðirinn við biðil dóttur sinnar:
»Haldið þér, að þér getið uppfylt
allar óskir hennar og látið henni
líða svo vel, að hún hafi yfir engu
að kvarta?«
Biðillinn, ástfanginn: »Já, auð-
vitað — enginn efi á því«.
Faðirinn: »Pá tekst yður að
temja hana betur og hafa meiri
hemil á henni en mér hefir tekist«.
Móðirin við Friðrik litla: »Pví
sagðir þú mér ekki, að barnsfóstr-
an braut flöskuna, fyrst þú sást
það?«
Friðrik litli: »Hún mútaði mér«.
Móðirin: »Hvernig?«
Friðrik litli: »Hún lofaði mér, að
luín skyldi ekki þvo mér í heila
viku, ef eg þegði«.
Frú A.: »Nei, en hvað þetta er
falleg blúnda — hvað hún er sæt!«
Frú B.: »Hún er frá honum Iíoff-
ner, og ekki er hann síður sætur«.
Frú A.: »So-o! Hafið þér kann-
ske smakkað á honum?«
Frú B.: »En hafið þér kannske
smakkað á blúndunni?«
Læknirinn: »Pað veldur mér ó-
segjanlegrar ánægju, Björn minn,
að þér hafið nú fengið heilsuna
aftur. Pér voruð þó sannarlega
hættulega veikur«.
Björn: »Mér er svo að fullu batn-
að, að eg bara kenni mér hreint
einskis meins nú. Og þetta á eg
alt yður að þakka«.
Læknirinn: »Nei, segið þér ekki,
Björn minn, að þetta sé eingöngu
mér að þakka. Með þekkingu minni
er eg verkfæri i hendi guðs. Svo
það er ekki síður, heldur miklu
frekar, honum að þakka«.
Björn: »Pað er og — og rétt er
nú það! En fyrst því horfir svo-
leiðis við, þætti mér vænt um að
allur reikningurinn væri falinn hon-
um til innheimtu, eða yður og
honum gæti komið saman um að
greiðslan gengí öll til hans. Mér
kæmi betur að eiga um þetta við
hann. — Ætli að það þurfi að borga
honum fyr en í eilífðinni!«
Hrossakaupmaðurinn: »Eg sver
það við sáluhjálp inína, að það er
bara gigt, sem gengur að fætinum
á hestinum. Annars er þetta mesti
dugnaðarklár — hreinasta metfé,
skal eg nú segja þér«
Kaupandinn: »En ef nú gigtin
yrði að staðaldri, myndi eg þá
ekki fá klárinn fyrir slikk eða lítið
sem ekkert?
Hrossakaupm.: »Jú, auðvitað. —
En slíkt kemur nú reyndar ekki
til mála. Eins og eg hefi sagt þér,
þá er hann metfé«.
Kaupandinn: »Pað er lakur kaup-
maður, sem lastar sína vöru«, segir
máltækið. En bykkjuna ætti eg að
3
fá fyrir mjög lítið. Við skulum sem
sé ganga út frá því, að því sé eins
varið með hana og tengdamóður
mína, er segist hafa haft gigt í
þrjátíu ár og tólf mánuði á hverju
ári«.
Tveir náungar komu labbandi
eftir götunni. Leiddust þeir eins
og kærustupör. En reyndar höfðu
þeir fengið sér heldur ríflega neðan
í því og höfðu nóg með að verja
hvor 'annan falli, svo valtir voru
þeir á fótunum. Komu þeir úr brúð-
kaupsfagnaði, þar sem veitt hafði
verið af rausn og óspart drukkið
bæði Guðbrandarblanda og whisky.
Hið síðarnefnda virtist helst hafa
komið neðan úr jörðinni, því
enginn gestanna hafði hugmynd
um hvernig það var þangað komið
— jafnvel ekki tveir »þefarar«, er
voru nú reyndar boðslettur, en var
af kurteisi leyft að vera með.
Alt í einu nema hinir meira en
sætkendu félagar staðar. Verður þá
öðrum þeirra litið upp í loftið, sér
tunglið, er skein í heiði, og segir:
»Heyrðu nú, lagsi! er þetta tunglið
eða stóra ljósið hjá Áfengisversl-
uninni?«
»Ja, skrambinn hafi^það, ef eg
þori að fullyrða, hvort heldur er«,
svaraði hinn og virti tunglið gaum-
gæfilega fyrir sér.
Bar nú þriðja brúðkaupsgestinn
þarna að. Sá var þreifandi blind-
fullur. Báðu þeir hann að láta í
Ijós sitt álit á þessu. »Pað get eg
hreint ekki«, sagði hann. »Eg bý
á öðru landshorni og hefi ekki
komið hér í tuttugu ár. Eg er eig-
inlega bráðókunnugur hér í bæn-
um núorðið«.
En það voru ekki aðeins matarréttirnir, ljúffengir
og kjarngóðir — heldur fremur — miklu frem-
ur liljan sem bar af öllum liljum dalsins, hin
indæla, töfrandi rósarrjóða mær, $em bar á
borðið, — það var hún er mest dróg að sér at-
hygli hans og gakntók huga hans.
Honum virtist augu hennar bera þess vott að
sál hennar væri að vakna. Ljósblik augna henn-
ar lýstu djúpu og auðugu tilfinningalífi og sterkri
þrá — að hún mundi elska heitt og innilega.
Við kvöldverðinn var enginn þögull við borð-
ið. Hið góðviljaða og kærleiksríka viðmót, sem
var glöggur vottur sannrar risnu en engrar upp-
gerðar, og hið brosandi andlit hinnar yndislegu
yíigismeyjar glöddu ferðamanninn óumræðilega,
og honum fanst hann vera alveg heima hjá sér.
Og borðhaldið varð langt sökuin hinna fjörugu
samræðna. Allir tóku þátt í þeim og allir voru
glaðir og ánægðir.
Bóndinn fræddi gestinn um búnað og búnað-
arháttu í þessu afskekta bygðarlagi. Og dalur-
inn birtist sálarsýn ferðamannsins eins og undra-
heimur, þar sem stöðug barátta við óhagstæð
náttúruöfl blandast töfrandi ró og draumværð.
Ferðamaðurinn greindi og frá surnu af því fjöl-
breytta er fyrir hann hafði borið á ferðum hans
um heiminn. Hann hafði horfst í augu við hætt-
ur og dauða, þjáðst af skæðum drepsóttum, lið-
ið skipbrot oftar en einu sinni. Margar freist-
8
ingar voru fyrir liann lagðar. En enginn þeirra
fjötraði sál hans eða líf. Tvisvar sinnum Ijóstr-
aði hann upp samsæri gegn yfirmönnum á skipi
sem liann var á og var ofsóttur og eltur af
manndrápsmönnum fyrir það. En hann komst
ómeiddur gegnum allar hættur: »En þetta á ég
alt móður minni að þakka«, sagði hann með á-
horslu. »Hún bað mig að lofa sér því að ég
skyldi vera skírlífur, ráðvandur og hreinskilinn
við aðra og sjálfan' mig. Svo það er henni að
þakka að eg komst klakklaust gegnum það alt.
— ílenni ber þakklæti«.
Hjarta Valrósar sló ótt og títt. Hún var nú
sælli en hún ha^ði nokkru sinni verið. Nærvera
hans, hin hreina, göfuga ásýnd hans, fylti hjarta
hennar hlýju og yndi og orð hans bergmáluðu
í sál hennar með innilegri hrifning. Til er mál-
tæki sem segir: »Sá sem er góður sonur
móður sinni, ann henni og fylgir ráðum hennar
verður góður eiginmaður sem elskar konu sína
og heigar henni líf sitt.
Valrós sá kongson æskudrauma sinna, hug-
sjón alls þess er hún þráði, takinark ástarinnar
— ástar hennar. Og hún sá það eins og við
sjáum stjörnur blika á heiðu vetrarkvöldi. Æska
hennar, hin skyndilega koma þessa ferðamanns,
heillandi samræða — alt sem hann sagði —
varð til þess, að hún sá alt í einu vetfangi* án
frekari umhugsunar. En umhugsunin kom.
Kunningi: »Svei mér ef eg er
ekki orðiun bráðskotinn í henni
Jónu Sveins«.
Annar kunningi: »Altaf ertu sama
fíflið — sami gapinn. Hún sem er
þegar hálfpipruð og dauðskotin í
öllum netna — þér«.