Ásgarðstíðindi - 15.01.1929, Blaðsíða 2

Ásgarðstíðindi - 15.01.1929, Blaðsíða 2
2 ÁSGARÐSTÍÐINDI Um smjörlíki. Smjörlikið á sér ekki langa sögu. Fyrstu tilraunir til að búa það til voru gerðar í Frakklandi. Eftir 1860 fór að verða skortur á smjöri þar í landi, og verðið á því steig stöðugt. Þá fól frakkneska stjórnin efnafræðingnum Mége Mouriés að gera tilraunir með tilbúning á fæðuteg- und, sem gæti komið í stað smjörs. Tilraunir Mége Mouriés voru þegar árið 1869 komnar það langt, að hann sótti um fjárveitingu til þess að korna á fót verksmiðju í Poissy hjá Paris. í umsókn sinni segir hann meðal annars: Af frakkneskii stjórninni hefir mér i mörg ár verið falið að gera ýmsar athuganir þjóðmegunarlegs efnis, og þar á meðal að gera tilraunir, hvort hægt væri að framleiða handa sjóhernum og fátæku fólki smjör, sem væri ódýrara og geymdist betur en vanalegt smjör. Ymsar tilraunir, sem eg hefi gert i þeim tilgangi á kúabúi keisarans í Vincennes, gáfu eftirfylgjandi árangur. Kýr, sem sveltar vora, ljettust fljótt og mjólkuðu minna, en i mjólkinni var samt sem áður altaf smjörfeiti, og eftir kringumstæð- rrnum gat þessi feiti ekki komið frá öðru en fitu dýranna. Yið önd- unarstarfið losaðist tylgið (stearinið) úr feiti þeirri, sem komst á hringrás, en ,oIeomargarínið“ leitaði til júgursins, og fyrír áhrif „pepsinsins“, sem þar er, breyttist það í smjörfeit1. Utfrá þessari athugun reyndi eg að likja eftir þessari náttúr- legu breytingu, með þvi að nota fyrst tólg af kúm og siðar af naut- um. Eg fékk úr því feiti, sem bráðnar við mjög likt hitastig og smjör, nema hvað það vantaði hið fína bragð besta smjörs, en hins- vegar hélt það sér lengi án þess að súrna. Þessi feiti, sem fæst með því að aðskilja tylgið ur tólginni, er kölluð oleomargarin. Það var lengi vel aðal- hráefnið til smjörlíkisgerðar, eða fram yfir aldamót, að farið var að nota meir og meir ýmsar jurtafeitistegundir. Oleomargarínið strokkaði Mége Mouriés svo með mjólk, litaði með gulum jurtalit og þvi næst var kalt vatn látið renna á blönduna, svo smjörlíkið og áfirnar skildust að. Loks var smjörlíkið hnoðað. I grundvallaratriðum hefir smjörframleiðslan lítið breyzt frá þessu. Frh.

x

Ásgarðstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarðstíðindi
https://timarit.is/publication/1403

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.