Hlynur - 15.12.1952, Blaðsíða 3

Hlynur - 15.12.1952, Blaðsíða 3
Fréttfr frá forstjóra (/ A aðalfundi Starfsmannafélags S.I.S. ]>ann 10. október s.l. fór fram kosning trún- aðarmanna félagsins og' fór svo sem að neð- an greinir: STJÓRN: Guðmumlur V. Hjálmarsson, form., Jón Rafn Guðmundsson, ritari, Sig- urður Markússon, gjaldkeri, Guðrún Þor- kelsdóttir og Baldvin Þ. Kristjánsson með- stjórnendur. VARASTJÓRN: Björn Guðmundsson, Sigurlinni Sigurlinnason og Bjarni Bragi Jónsson. SKEjNIMTINEFND: Gísli Theódórsson, Kristbjörg Hallgrímsdóttir, Margrét Jó- hannsdóttir, Skúli Jónasson og Þórir Tryggvason. SKÁLANEFND: Ingimar Guðmundsson, Jón Þór Guðmundsson og Guðrún Þor- \ aldsdóttir. LÍFEYRISSJÓÐUR: Vilhjálmur Jóns- son, til vara Vilhjálmur Arnason. BRIDGE-DEILD: Kinar Jónssön, Andrea Þorleifsdóttir og Erlendur Einarsson. A aðalfundinum var m. a. samþykkt til- laga flutt af Baldvin Þ. Kristjánssvni. þess efnis, að þegar yrði að binda endi á )»að ófremdarástand, er ríkt hefði í félagsmálum starfsmanna að undanförnu. Fól fundurinn stjórn félagsins að taka upp viðræður við S.I.S. um úrbætur. Árangur þessara viðræðna var sá, að þann 10. nóv. s.l. var haldinn mjög fjöl- mennur fundur í húsnæði Samvinnuskólans. Byrjaði hann með ávarpi forstjórans, Vil- hjálms Þór. Leitaðist hann við að bregða ljósi yfir það hve áríðandi það væri hverj- um einstökum starfsmanni. að þekkja köll- un sína, sem þjónn samvinnuhugsjónarinnar, bæði utan veggja Sambandshússins sem innan. Var máli forstjórans vel tekið og færi vel. að það festi rætur í hugum ])eirra. er á hlýddu. Þá flutti Guðmundur V. Hjálmarsson, 1. Véladeild í því forini, sem hún hefur \*erið, er lögð niður. 2. Búvéla- og bíladeild tekur til starfa. Forstöðumaður Hjalti Pálsson. 3. llafmagnsdeild. Bragi Freymóðsson, sem var forstöðumaður þeirrar deildar, hef- ur flutt alfarið til Bandaríkjanna, þar sem hann tekur við ábyrgðarstarfi við stóra rafmagnsverksmiðju, en við forstöðu deild- arinnar hefur tekið Ingólfur Helgason. 4. Agnar Tryggvason, sem verið hefur framkvæmdastjóri fyrir skrifstofu Sam- bandsins í New York þrjú síðastliðin ár, lætur af þeim störfum nú í árslok. (Dvöl hans í Ameríku var ráðgerð aðeins 1—2 ár). 5. Lcifur Bjarnason, sem verið hefur framkvæmdastjóri véladeildar þrjú síðast- liðin ár, tekur nú aftur við framkvæmda- stjórn New York skrifstofu. stjórnarformaður starfsmannafélagsins er- indi. er lýsti í aðaldráttum starfsemi félags- ins til þessa dags og nauðsyn öflugs félags- starfs. Síðan voru irjálsar umræður. Var auð- heyrt að menn báru mjög fyrir brjósti þau mál, er voru tilefni fundarins. BRIDGE-DEILDIN hefur starfað af miklu fjciri og má mest þakka ]»að Einari Jónssyni, formanni deildarinnar. Hér á eftir eru birt úrslit í tveim keppn- um. sem nýlega hafa verið háðar. Einmenningskeppni. Urslit 30. okt. 10.52: Stig 1. Bjíirn Helgason, Samvinnutrygg. 200Ví> 2. Steingrímur Þórisson, Innfl.deild 190]/j 3. Einar Jónsson, Innfl.deild 107 4. Andrea Þorleifsdóttir, Útfl.deild 106 .5. Björn B. Björnsson, Véladeild 10D4 6. Ásgeir Magnússon, Olíufél. I8OV2 7. Ingólfur Helgason, Rafm.deild 188 8. Sigurgeir Stefánsson, Véladeild 184Ví> (Framh. á 4. síðu) 6. Skipadeild verður frá 1. janúar n. k. sjállstæð deild. Er þetta eðlileg afleiðing þeirrar stækkunar, sem nú er orðin á skipaflota Sambandsins og í vjrndum er. Deildinni verður skipt í þrjár undirdeildir. Framkvæmdastjóri skipadeildar verður Hjörtur Hjartar. 7. Utflutningsdeild verður skij»t í þrjár undirdeildir: a) Utflutningur og markaðsleit á sjávar- afurðum. Forstöðumaður Valgarð J. Olafs- son. 1») Utflutningur og markaðsleit á Jand- búnaðarafurðum. Forstciðumaður Sigurður Benediktsson. c) Innanlandssala. Forstöcðumaður Skúli Ólafsson. 8. Ullarverksmiðjan Gefjun. Framkv.- stjóri hennar er orðinn Arnþór Þorsteins- son, við fráfall Sigurðar heitins Pálssonar, framkvæmdastjóra. Til verksmicðjunnar hafa verið ráðnir tveir ullarvinnslu-sérfræðingar, hr. Gerhard Mever, sem unnið hefur í mörg ár hjá Klæðaverksmiðjunni Álafoss, og hr. Salo Selzer, sem kom lúngað frá Englandi. 9. Sú breyting verður á Kaupmanna- hafnarskrifstofu frá 1. janúar n. k.. að hún annast framvegis aðeins sölu íslenzkra vara. en innkaup í Danmörku verða látin ganga í gegnum Samvinnusamband Norð- urlanda. Framkvæmdastjóri, OIi Vilhjálms- son, sem verður 65 ára á næsta ári og verið hefur starfsmaður Sambandsins í aldar- þriðjung, hefur óskacð eftir að verða leyst- ur frá störfum fyrir aldurs sakir. Agnar Tryggvason tekur við fram- kvæmdastjcírn Kaupmannahafnarskrifstofu frá sama tífna. 10. Bjarni Jónasson, sem áður vann hjá Oliuféláginu h.f., hefur tekið við forstöðu bókhalds Sambandsins. 11. Hannes Jónsson hætti störfum hjá Sambandinu 1. október s.l. el’tir eigin <»sk. eictc Qóía^ugíei&ing — Framhald af 1. sídu tillmeigingu til að gleðja aðra og um jólin. Þá er sjálfselskan minni en endranær, og menn gera sér óvenjulegt far um að taka tillit til náungans, í hugsunum, orðum og athöfnum. Víst er þetta fagurt, og til eftirbreytni á öðrum tímum ársins. Og' þótt segja megi með miklum rétti, að jólavicðhorfið sé í flestum tilfellum skammgóður vermir, verður ]»n í ]»ó ekki mecð rökum neitað, að um jólin dregst upp fyrir okkur í höfuðatriðum athyglisverð og eftirminnileg mynd af fögrum og heillandi samlífsháttum. Sú mynd er lærdómsrík um það, hvernig lífið gœti verið á jörðu hér, ef áhrifa jólabarnsins gætti jalnvel í dagfari mannanna öllum stundum. Þá myndum við vera tillitssamari, skilningsríkari og umburðarlyndari. Heimurinn yrði annarr og betri; lífið hamingjuríkara. Á þessari ljóssins hátíð, sem nú fer í hönd, er öllu dimmara yl'ir miklum hluta íslenzkra heimila heldur en um mörg undanfarin ár. Til ]»ess liggja ýmsar ástæður. eii ein þó allra helzt: skuggi víðtæk- asta verkfalls, sem verið hefur hér á landi. Það hefur snert marga illa, en þó enga verr en þá fátækustu. Þeirra fórnir verða jal'nan hlutfallslega ]»yngstar. Þeir verða því margir í ár foreldrarnir, sem örcðugt eiga ineð að seðja svanga munna barna sinna, e. t. v. klæð- lítilla í köldum og óvistlegum húsakynnum. Geta má nærri, hvað þar verður um jólagjafir til glaðnings. Ilætt er því við, að margur 1,1,11 ]»j(»ðfélagsþegninn verði nú með sorg í hjarta og kannske líka tár á hvarmi, þegar aðrir njóta jólahelgi undir ciðrum <»g' betri kringumstæðum. Börnin — saklaus, en örbyrg og vansæl — eru þau ekki átakanlegasti votturinn um ófullkomleik samfélags krist- inna manna? „Sjá þau hin litlu Ijósin vor og blóm, sem líða fvrir huldan skapadóm/* kvað Matthías af andagift í einu jólakvæða sinna. Myndi ekki það ákall í nafni jólabarnsins vera okkur ein nærtækasta og þarfasta jólaprédikunin — og jafnframt voldug hvatning til einlægs stuðn- ings við allt það, sem í vanmætti, en með kristilegu hugarfari, er reynt að gera til vaxandi hagsældar og menningar; til aukins frelsis. bræðralags og friðar? Við spyrjum í von og trú. Góðar stundir Glecðileg jól! * * * H L Y N U R t

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.