Hlynur - 15.09.1960, Blaðsíða 6

Hlynur - 15.09.1960, Blaðsíða 6
Á föstudagskvöldum voru kvöldvök- ur í skólanum og var þá oft glatt á hjalla. Myndin sýnir „epladans". Rætt við Svíþjóðarfara nýjar og breyta gömlum 1 nýtízku- horf. — Varstu lengi í Södertálje? — Ellefu mánuði, og starfaði í tveimur búðum. Síðan fór ég á nám- skeið á Vár Gárd, hinu glæsilega menntasetri sænskra samvinnu- manna. Það er í mjög fögru um- hverfi, í nágrenni við Saltsjöbaden. Þar var ég fimm vikur á námskeiði fýrir verzlunarstjóra. — Hvernig var námstilhögunin í stórum dráttum? — Fyrrihluta dags hlýddum við oftast á fyrirlestra og skrifuðum þá niður það sem okkur virtist markvert. Síðan var útivist, rétt eins og hjá okkur á Bifröst forðum. — Iðkuðuð þið þá líka knattspyrnu á Vár Gárd? — Við stunduðum öðru fremur svo- kallað „VSr Gárd arbete”, sem var einkum fólgið í að raka Fyrir skömmu er til landsins kominn Hall- dór Dalkvist Gunnarsson frá Gilsfjarðarmúla í Austur-Barðastrandasýslu. Halldór er fædd- ur að Gilsfjarðarmúla 30. des. 1936. Stundaði nám í Reykholti og síðan tvo vetur í Sam- vinnuskólanum að Bifröst og útskrifaðist það- an vorið 1959. Dvaldi síðan rúmt ár í Svíþjóð við námsstörf á vegum sænsku samvinnuhreyf- ingarinnar. Hlynur átti viðtai við hann í tilefni af þessu skömmu eftir heimkomu hans. — Hvar dvaldir þú aðallega, Dóri? — f Södertálje í Suðurmannalandi, ekki langt frá Stokkhólmi. Kynnti ég mér einkum verzlunarstörf hjá „Konsum”, en svo nefnast neytendafélög þeirra Svíanna. Starfaði ég þar í kjörbúðum, er verzluðu með matvörur. — Og hvað var hægt að láta þig gera? — Eiginlega hvað sem var, eins og þú getur nærri. Annars var ég mest við að pakka inn og raða í hillur. — Kjörbúðir hafa að sjálfsögðu rutt sér tii rúms í Svíþjóð? — Já, þær eru orðn- ar fjölmargar, og stöð- ugt er verið að byggja Halldór Frá Vár Gárd. Nemendaher- bergi og eldhús skólans eru til húsa í Skártofta, gömlu herra- setri. 6 hlynur

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.