Hlynur - 15.10.1962, Blaðsíða 5

Hlynur - 15.10.1962, Blaðsíða 5
Skylda búðarþjónsins að raka sig tvisvar á dag Eftírfarandi grein er tekin úr PE RSONABLADET, sem er norski HLYNUR. Personalbladed tók greinina úr 100 ár gömiu blaði „Ringerikes Ugeblad", og sýnir hún vel aldarhátt þeirra tíma á sviði verzlunar. 1. grein Á hverjum morgni í dögun, þegar búðarþjóninn er kominn á fætur, bú- inn að þvo sér og snyrta og kominn í fötin opnar hann dyr verzlunarinn- ar og tekur hlerana frá gluggunum. Því næst er hver krókur og kimi búðarinnar hreinsaður, ásamt búðar- diskunum og bekkjunum svo allt líti vel og snyrtilega út. 2. grein. Nú byrja viðskiptin, sem fara fram á eftirfarandi hátt: a) Þegar einhver bóndi kemur inn og hefur konu sína eða dóttur með sér, er brotið upp á einhverju líflegu og skemmtilegu umræðuefni við kvenfólkið svo að maður fái þær á sitt band, síðan verður bóndinn auðvitað að láta að vilja kvenfólks- ins. í umræðunum verður að hrósa og lofa vörurnar í samanburði við vörur kaupmannsins (sem auðvitað er rægður og niðurníddur eftir því sem tök eru á), auk þess sem því er lætt inn hjá þeim hve ótrúlega lágt verð sé á öllum þessum öndveg- is vörum. b) Ef aftur á móti í búðina kemur stúlka til þess að verzla, er henni hrósað eins og hún væri einn mesti kvenkostur heimsins, sérstaklega á þetta við ef hún er óvenjulega ljót- Stúlkunni á að klappa og við hana á að leika, en þó aldrei fram yfir siðferðileg takmörk. Sé þetta í fyrsta sinn sem hún verzlar í búðinni á að vigta vel handa henni og lofa henni gulli og grænum skógum í næsta sinn sem hún kemur í búðina. 3. grein Sé mikið verzlað fær karlinn eitt gott staup og konan nokkrar rúsínur í kaupbæti; en stúlkurnar eiga allt- af að fá koss. Þessvegna á það líka að vera skylda búðarþjónsins að raka sig — minnst — tvisvar á dag. HLYNUR 5

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.