Hlynur - 15.10.1962, Blaðsíða 6

Hlynur - 15.10.1962, Blaðsíða 6
BREYTINGAR í BIFRÖST Gunnar Grímsson sem verið hef- ur yfirkennari við Samvinnuskólann Bifröst frá 1960 og kennari alla tíð síðan skólinn var fluttur í Bifröst. hefur nú látið af störfum þar, flutzt til Reykjavíkur, og starfar nú hjá Starfsmannahaldi SÍS við launabóka- haid. Gunnar hef- Gurcnar ur áður verið get- ið 1 HLYN og vísast til þess um hans helztu æviatriði og fyrri störf. (HLYNUR ágúst 1960). Snorri Þorsteinsson verður nú yf- irkennari í Bifröst. Snorri er fæddur 31. júlí 1930 að Hvassafelli í Norður- árdal. Tók lands- próf frá héraðs- skólanum á Laug- arvatni 1949, varð stúdent utanskóla 1952, og stundaði nám við B. A.- deild Háskólans auk námsdvalar við The City of London College 1956. Snorri hóf kennslustörf fyrst í Þverárhlíðar- og Norðurárdals- skólahverfi 1949—50 og 1953—54, Norðurárdalsskólahverfi 1952—1953 en hefur frá því Samvinnuskólinn fluttist í Bifröst 1955 verið kennari þar. Kennslugreinar Snorra eru: íslenzka, enska, þýzka og fundar- stjórn og fundarreglur. Við störfum af Gunnari Gríms- syni tekur Páll Guðbjartsson. Páll er fæddur 4. ág, 1931 að Láganúpi í Rauðasandshreppi V.-Barðastranda- isýslu. Stundaði nám við Núps- skóla, og síðan við Samvinnuskólann þaðan sem hann útskrifaðist úr framhaldsdeild 1953. Að loknu námi starfaði aði Páll um tíma hjá K.F. (sænska sambandinu) og kaupfélaginu í Stokkhólmi, auk þess sem hann sótti námskeið í verzlunar- rekstri á Vár gárd, Hóf síðan störf hjá SÍS að utanför lokinni 1954, þar til hann gerðist starfsmaður hjá úti- búi Kaupfélags Stykkishólms í Graf- arnesi. Frá 1958 hefur Páll svo starf- að hjá Borgarneshreppi á skrifstofu sveitarstjórans. Kona Páls er Herdís Guðmunds- dóttir, Vilhjámssonar af Langanesi. Þau eiga tvö börn. Kennslugreinar Páls í Bifröst verða; Vélritun, bókfærsla, vöru- fræði, skrifstofu og búðarstörf. FDRSÍÐUMYND Forsíðuna prýðir að þessu sinni frú Steinunn Sigurbjörnsdóttir úti- bússtjóri hjá K.E.A. í Grímsey. Stein- unn er fædd á Sveinsstöðum í Gríms- ey 2. júlí 1920. Stundaði nám við héraðsskólann í Reykholti 1935—37. Tók íþróttakennarapróf 1941 og stundaði leikfimikennslu á Siglufirði 1941—43, Gagnfærðaskóla Akureyrar 1943—44, Barnaskóla Akureyrar 1946 —47. Gerðist útibússtjóri hjá K-E.A. í Grímsey 1952 og hefur verið það síðan. Gift er Steinunn Guðmundi Jóns- s nyiverzlunarmanni og bónda frá Siglufirði. LJÓSM.: KÁRI Snorri Páll 6 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.