Hlynur - 15.07.1968, Blaðsíða 7

Hlynur - 15.07.1968, Blaðsíða 7
^útímaaðstœður kalla á stœrri og sterkari félagseiningar. Myndin er frá uðalfundi finnskra samvinnumanna í finnska Þjóðleikhúsinu. vinnusambandið VSK (Verband Schweizerischer Konsumver- eine) og aðildarfélög þess þurfa að taka. í þessum tilgangi hefur stjórnarnefndin sett á stofn fimm sérfræðinganefndir auk fíölda undirnefnda, sem rann- saka þau mál sem upp koma og snerta svið eins og matvæli og drykkjarvörur, neytendaþjón- nstu, söluáætlanir, almennings- tengsl, auglýsingar og hagræð- ingu. Vestur-Þýzkaland. Ákveðið var fyrir skömmu að stofna nýtt samvinnusamband, Bund deut- scher Konsumgenossenschaften, sem vinna á að aukinni heildar- skipulagningu og leysir þannig að nokkru Ieyti af hólmi þau tvö samvinnusambönd, sem fyr- ir eru í landinu, ZdK (Zentral- verband deutscher Konsumge- ^ossenschaften) og GEG (Gross- einkaufs-Gesellschaft deut- scher Konsumgenossenschaft- en). Hið nýja samband er í hluta- félagsformi, og eru hluthafarnir kaupfélögin, GEG með undir- deildum, ýmis önnur fyrirtæki rekin á samvinnugrundvelli og loks fyrirtæki sem að nokkru eða öllu leyti eru í eigu fyrr- nefndra aðila. Á aðalfundi fara hluthafar með atkvæðisrétt í hlutfalli við framlagt hlutafé, en fá einnig viðbótaratkvæði eftir vissum reglum eftir félags- mannafjölda, viðskiptum við GEG á árinu, heildarsölu árið á undan o. s. frv. f stórum drátt- um er verkaskiptingin á þá lund, að hið nýja samband ann- ast hagræðingu, leiðbeininga- starfsemi, áætlanagerð og mark- ar framtíðarstefnuna í stórum dráttum, GEG mun halda áfram að sjá um sameiginleg heildsölu- innkaup fyrir félögin, en gert er ráð fyrir, að ZdK muni með tímanum einungis annast end- urskoðun og aðra eftirlitsstarf- semi, þótt endanleg ákvörðun um það hafi ekki enn verið tekin. Yfirstjórnin í málefnum hins nýia sambands verður hiá ár- legum aðalfundi, en fram- kvæmdastjórnina skipa níu menn, og hafa a. m. k. fimm beirra stjórnarstörfin að aðal- starfi. Þeir verða ábyrgir fvrír daglegum rekstri samhandsins. en öll meiri háttar mál verður bó að ræða í framkvæmda- stiórninni allri. Ennfremur verft- ur starfa.ndi nítián manna ráð- giafa.rnefnd. sem vinnur ásamt. nobkrum undirnefndnm að bví að ka.nna tiltekin svið rekstnrs- ins og finna Ieiðir til endurbóta á beim. Bretland. Innan brezku sam- vinnuheildsölnnnar CWS (Co- onerative Wbolesale Eociet.v) ba.fa verið gerðar bær brevting- ar á stjórnarfvrirkomulaginu. að henni er nú stjórnað af 30 manna stjórn, sem í eiga sæti fulltrúar aðildarkaupfélaganna, en einnig eiga sæti í stjórninni 17 starfandi framkvæmdastjórar heildsölunnar. Þessi stjórn kem- ur mánaðarlega saman og fjall- ar um meiri háttar reksturs- vandamál og markar stefnuna í meginatriðum, en umsjón með daglegum rekstri er í höndum aðalframkvæmdastjórans. Svip- aða sögu er að segja frá Skot- landi, en í stjórn skozku sam- vinnuheildsölunnar SCWS (Scot- tish Co-operative Wholesale Society) hefur verið fækkað úr 12 í 9, og er starfið þar aðal- starf þeirra sem þar sitja. Störf stjórnarinnar eru fyrst og fremst stefnumótandi, en daglegur rekstur hvílir á herðum aðal- framkvæmdastj órans. Frakkland. Þar hefur verið á- kveðið nýtt stjórnarfyrirkomu- Iag á samvinnusambandinu FNCC (Fédération Nationale des Coopératives de Consommation), og er æðsta valdið hjá lands- þingi, er kemur saman annað hvort ár og skipað er fulltrúum kaupfélaganna, kosnum lýðræð- islegri kosningu. Landsbingið kýs miðstjórn, sem í eiga sæti 18—30 manns, bæði kiörnir full- trúar og fulltrúar ýmissa starfs- greina innan hreyfingarinnar (t. d. fulltrúi samvinnuheildsöl- unnar, samvinnubankans og samvinnutryggingafélagsins), og er hlutverk miðstjórnarinnar að fylgjast með því að ákvörðunum og stefnu landsþingsins sé fylgt eftir. Auk miðstjórnarinnar starfar einnig sérstakt fram- kvæmdaráð, sem kemur saman ekki sjaldnar en vikulega. Þar að auki kýs landsbingið um bað bil 100 fulltrúa í svo- nefnda landsnefnd, sem kemur saman tvisvar eða brisvar á ári. Hlutverk hennar er að fylgiast með starfsemi einstakra deilda og dótturfyrirtækia FNCC og gera tillögur til endurbóta. - e. HLYNUR 7

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.