Hlynur - 15.07.1968, Síða 8

Hlynur - 15.07.1968, Síða 8
I KJÖRBÚÐINNI FJÁRFESTING Ekki ósjaldan hefur maður heyrt verzlunarstjóra tala um, að það taki því ekki að leiðbeina þessum eða hinum starfsmanna þeirra. Orsakir þessa telja þeir, að hún eða hann muni dvelja svo stutt í þeirra þjónustu, að það borgi sig ekki. En auðvitað er ekki hægt að dæma starfsaldur fólks hjá fyr- irtæki fyrirfram. í mörgum tilvikum gera verzl- unarstjórar sér ekki ljóst, þeg- ar þeir eru að ráða starfsmann, að þeir eru að fjárfesta. Eins og við öll vitum, er hægt að fjár- festa á ýmsa vegu. Öllum verzl- unum stendur til boða að kaupa sömu tegund af Hugin-kössum, Levin kæli- og frystiborðum, og allir geta keypt Dick hnífa, og ekki nóg með það, þið getið einnig fengið allar upplýsingar um notkun, viðhald og reynslu annarra. Allt öðru máli gegnir, þegar þú ræður starfsmann. Þar ert þú ekki að fjárfesta í tæki, sem þú getur stillt eftir geðþótta, heldur í manni, sem þú átt kost á að móta og gera að góðum starfsmanni. Hvernig? Allir sem byrja nýtt starf, bera vissan kvíða í brjósti fyrir starfinu, hvort sem um er að ræða stöðubreytingu eða byrj- anda í starfi. Ekki er óeðlilegt, að hugsað sé til væntanlegra starfsfélaga og yfirmanns, og til þess sem glíman stendur um — viðskiptavinarins. Þetta verður verzlunarstjór- inn að hafa í huga, þegar hann tekur á móti nýjum starfsmanni. Verzlunarstjóra ber umfram allt að kynna hinn nýja starfs- mann fyrir væntanlegum vinnufélögum og segja honum hvaða starf hver um sig hefur með höndum, þannig að hann geti leitað til þeirra með þau vandamál, sem byrjanda er nauðsynlegt að fá greið svör við. Verzlunarstjórinn á með að- stoð starfsfólksins að koma hin- um nýja starfsfélaga inn í þau störf, sem honum er trúað fyr- ir. Með því gerið þið tvennt: Eigið þátt í góðri fjárfestingu, og um leið eignizt þið góðan starfsfélaga og vin. Sjá næstu bls. í KJÖRBÚÐINNI Eins og frá hcfur verið skýrt hér í blaðinu, hefur Árni Einars- son, sem annazt hefur þáttinn í kjörbúðinni, tekið við nýju starfi í Véladeild SÍS. Nú hefur verið ráðið, að í stað hans verði þáttur- inn framvegis skrifaður til skiptis af ýmsum starfsmönnum Inn- flutningsdeildar SÍS eða kaupfélaganna, sem reynslu hafa í mál- efnum sem varða kjörbúðir, og að þessu sinni er höfundur þáttarins Kristinn Ketilsson, sölumaður hjá Birgðastöð SÍS. 8 HLYNUR

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.