Hlynur - 15.07.1968, Síða 12
/---------------------------------N
Frá Tæknideiid:
NÝ VtÐHORF
í fjárhagsmálum
kaupfélaganna
V__________________________________/
Á aðalfundi Sambandsins, sem
haldinn var í Bifröst í júní,
komu fram ýmsar athyglisverðar
upplýsingar um kaupfélögin og
fjárhagsstöðu þeirra eins og
hún hefur þróazt hin síðari ár.
Félagsmönnum í sambandsfé-
lögunum fækkaði á árinu 1967
úr 30.948 í ársbyrjun í 30.617 í
árslok eða um 331. Fækkunin
nemur 1.1% í stað þess að árleg
fjölgun þyrfti að nema um 2%
til þess eins að halda til jafns
við fólksfjölgunina í landinu.
Nú eru 15.3% landsmanna
félagsmenn í sambandsfélögun-
um, og hefur það hlutfall sífellt
farið lækkandi síðan 1950, en þá
nam það 21.3%. Ástæðan til
þessarar þróunar er fyrst og
fremst sú, að samvinnustarfið
hefur aldrei náð sömu fótfestu
á þéttbýlissvæðinu við Faxaflóa,
þar sem um 6.5% íbúanna eru
félagsmenn, eins og á öðrum
svæðum landsins, þar sem fé-
lagsmenn eru frá 20% og upp í
40%. Þegar fólkið er svo sífellt
að flytja sig frá dreifbýlinu tii
þéttbýlisins, eru afleiðingarnar
augijósar.
Þetta er okkur enn ein áminn-
ing um nauðsyn þess að efla
samvinnustarfið á þéttbýlis-
svæðinu, og það er skylda allra
samvinnumanna, og ekki sízt
beirra, sem þar búa, að stuðla
að því.
Langflest kaupfélaganna eru
efnahagslega sterk, þó að lausa-
fjárstaðan sé víða erfið. Undan-
farin tvö ár hefur þó þróunin í
fjárhagsmálum kaupfélaganna
verið óhagstæð, og hefur það
einkum komið fram í versnandi
stöðu þeirra við Sambandið og
aðra skuldheimtumenn. Nauð-
synlegt er að gera sér grein fyrir
af hverju þetta stafar, og vaknar
þá fyrst sú spurning, hvort um
sé að kenna skuldasöfnun við-
skiptamanna við kaupfélögin, en
hún hefur verið mikil á undan-
förnum árum og valdið talsverð-
um áhyggjum. Það er þó ekki
fyrr en á sl. ári, að heildarbreyt-
ingin á stöðu viðskiptamanna
við kaupfélögin er ó'hagstæð, því
fram til ársins 1966 auka þeir
inneignir sínar meir en skuld-
irnar, en á árinu 1967 snýst
þetta við, og skuldaaukningin
fer 37 milj. kr. fram úr inn-
eignaaukningunni.
Sparifjársöfnunin í landinu
var mun minni á árinu 1967 en
áður, og kom það ekki sízt nið-
ur á innlánsdeildunum, en að
frádregnu því fé, sem bundið er
hjá Seðlabankanum, jukust inn-
lánsdeildirnar aðeins um tæp
3% á árinu 1967.
Það leynir sér ekki, að þessar
breytingar eru óhagstæðar, en
veigamesta ástæðan til versn-
andi stöðu félaganna er þó
hallarekstur seinustu tveggja
ára. Það eru ekki mörg ár síðan
að heldur óvenjulegt var, að
kaupfélög væru rekin með halla,
en á árinu 1966 breyttist þetta.
Þá voru 26 kaupfélög með tekju-
afgang, sem nam samtals 12
milj. kr., en 27 með halla, sem
nam 34.4 milj. kr., en á sl. ári
keyrði um þverbak. Þá voru að-
eins 17 félög með tekjuafgang,
sem samtals nam 8 milj. kr., en
36 með halla, sem nam 49 milj.
kr. Það verður að vera fyrsta
boðorðið í samvinnufélögunum
að stöðva hallareksturinn.
Mikil fjárfesting á undanförn-
um árum hefur einnig haft áhrif
á fjárhagsstöðu félaganna. Árin
1965 og 1966 var fjárfesting fé-
laganna samtals um 160 milj.
kr. hvort ár. Árið 1967 nam hún
að vísu aðeins 64 milj. kr., en
það er samt of mikið, meðan
lausafjárstaðan er jafn erfið og
nú er.
Sú þróun, sem nú hefur verið
lýst, skapar ný viðhorf til fjár-
hagsmála félaganna. Taka verð-
ur til nýrrar skoðunar allt fjár-
hagskerfið, í því skyni að efla
það og treysta, og það verður að
gera fljótt, áður en traust fjár-
hagsstaða flestra félaganna
rýrnar verulega. Fjárfestingar
verður að stöðva, meðan svona
stefnir, taka fyrir skuldasöfnun
og gera gangskör að því að inn-
heimta og semja um útistand-
andi skuldir.
Umfram allt verður taprekstri
að linna. Tekjustofnarnir verða
að miðast við það, að viðskipta-
mennirnir greiði að fullu þá
þjónustu, sem þeim er veitt, og
gæta verður fyllsta sparnaðar á
öllum sviðum rekstursins. Aukin
viðleitni í þá átt er víða hafin í
félögunum, eins og meðal annars
kemur fram í því, að starfsfólki
þeirra fækkaði á sl. ári úr 2.206
í ársbyrjun í 2.090 í árslok.
Helgi Bergs.
Kaupfélagssíjórar
; Fá allir starfsmenn ykk-
ar HLYN reglulega? Ef svo
er ekki, reynið þá að bæta í
i úr því strax. Bendið einnig \
öðrum áhugamönnum um
samvinnumál og þjóðmál á
blaðið, því að það nær ekki
tilgangi sínum að fullu,
nema það dreifist sem víð- !;
ast. ;
L------------------>
12 HLYNUR