Fréttablaðið - 03.01.2012, Blaðsíða 46
3. janúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR42
Besti Bitinn í Bænum
„Í dag eru það Tapashúsið og
Grillmarkaðurinn. Þetta breytist
mjög reglulega hjá mér en þetta
eru uppáhaldsstaðirnir í dag.“
Elva Björk Barkardóttir, meistaranemi í
lögfræði.
„Ég tók smá tíma í að æfa þetta,“
segir Anna Gunndís Guðmunds-
dóttir, eða Dunda, sem sló í gegn
sem glamúrgellan Hildur Líf í
Áramótaskaupinu.
Spurð hvernig hún hafi sett sig
í karakter segist hún aðallega
hafa stuðst við viðtal sem Nilli
tók við Hildi Líf í sjónvarpsþætt-
inum Týnda kynslóðin. „Það var
eina tengingin sem ég var með
og svo bara ljósmyndir. Síðan
var ég að vinna með frábærum
leikstjóra og búningahönnuði og
meistara Rögnu Fossberg, þann-
ig að ég fékk gott gervi,“ segir
Dunda, sem var með einar sokka-
buxur undir hvoru brjóstinu til
að ná útliti Hildar Lífar betur.
Dunda er í eðli sínu dökkhærð
en var með aflitað hár í Skaup-
inu. „Það var aflitað fyrir sýn-
ingu í Salsburg í Austurríki í
sumar. Eftir það fór ég að leika
hjá Leikfélagi Akureyrar í haust
og þau vildu endilega halda
þessu,“ segir hún og á við leikrit-
ið Svarta kómedían. „Svo hopp-
aði ég inn í Hildi Líf og núna er
ég orðin dökkhærð fyrir næsta
verkefni.“ Það er kvikmyndin
Frost í leikstjórn Reynis Lyng-
dal og hefjast tökur 9. janúar á
Langjökli.
Aðspurð segist Dunda hafa
fengið góð viðbrögð við frammi-
stöðu sinni í Skaupinu. „Mamma
reyndar þekkti mig ekki og ekki
heldur margir af mínum nánustu
vinum. Ég ákvað að segja engum
frá þessu, þannig að þetta kom
fullt af fólki á óvart.“ Sjálf seg-
ist hún ekkert þekkja Hildi Líf
og getur því ekki borið saman
persónuleika þeirra beggja. „Ég
er ekki alveg dómbær á það.“
Dunda, sem útskrifaðist úr
leiklistardeild Listaháskóla
Íslands 2010, kveðst alveg vera
til í að leika aftur í Skaupinu.
„Ég myndi hiklaust gera það. Það
var æðislegt að fá að taka þátt í
þessu.“ freyr@frettabladid.is
anna gunndís guðmundsdóttir: mamma þekkti mig ekki
Óþekkjanleg í hlutverki
Hildar Lífar í Skaupinu
Skjárinn tryggði sér réttindin til
notkunar á tíðninni FM 100,5 á
uppboði sem haldið var af Póst- og
fjarskiptastofnuninni þann 30. des-
ember. Útvarpsstöðin Kaninn er á
umræddri tíðni og mun Skjárinn
því taka yfir rekstur stöðvarinnar.
Þetta er í fyrsta sinn sem
útvarpstíðni er boðin upp með
þessum hætti en auk Skjásins
sóttist Lýðræðishreyfing Ástþórs
Magnússonar eftir tíðninni.
„Leyfi Kanans hafði runnið út
og útvarpsstöð Ástþórs hafði áður
verið send út á þessari tíðni og því
sóttist hann einnig eftir henni.
Málið var þess vegna leyst með
uppboðinu og átti Skjárinn hæsta
tilboð,“ segir Friðrik Friðriksson
framkvæmdastjóri Skjásins. Tíðn-
in fór fyrir 370 þúsund krónur og
mun Skjárinn taka yfir rekstur
Kanans sem mun flytja í húsnæði
Skjásins í Skipholti.
„Við teljum að þetta muni
styrkja stoðir fyrirtækisins enn
frekar enda fara útvarps- og sjón-
varpsrekstur vel saman. Það verð-
ur engin röskun á starfsemi Kan-
ans heldur munum við taka við
stöðinni eins og hún er. Starfsfólk
Skjásins er spennt fyrir liðsaukan-
um enda skilja allir hversu mikill
kostur það er fyrir okkur að vera
með útvarpsrödd líka. Þetta styður
hvort annað.“
Einar Bárðarson, stofnandi Kan-
ans, mun stýra stöðinni áfram
fyrir hönd Skjásins. - sm
Skjárinn eignast Kanann
Á uppBoð skjárinn tryggði sér tíðni
Kanans á uppboði sem fór fram fyrir
helgi. Fyrirtækið mun taka yfir rekstur
útvarpsstöðvarinnar en Einar Bárðarson
mun áfram stýra henni. FréttaBlaðið/valli
„Þú segir mér ánægjulegar fréttir,“ segir
tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson. „Það
er ákaflega gaman þegar vel gengur og ég
er þakklátur fyrir að fólk hafi gaman af
þessu.“
Árið 2011 seldi Helgi hátt í tuttugu þúsund
plötur á Íslandi, sem gerir hann að næst-
söluhæsta tónlistarmanni landsins á eftir
Mugison. Þriðja hestamannaplata hans, Ég
vil fara upp í sveit, seldist í um átta þúsund
eintökum fyrir jól, auk þess sem plata hans
með stórtónleikum í Hörpunni 17. júní seld-
ist í hátt í sex þúsund eintökum, sem kom
nokkuð á óvart. Þar fyrir utan seldust fyrstu
tvær hestamannaplötur hans og Reiðmanna
vindanna samanlagt í um 3.500 eintökum
á árinu. Þá eru ótalin þau um það bil eitt
þúsund eintök sem seldust af safnplötu Graf-
íkur, sem Helgi söng með hér á árum áður.
Aðspurður segist Helgi búast við því að
halda aðra dægurperlu-tónleika í Hörpunni
í sumar. Óvíst er þó hvort plata með þeim
tónleikum kemur út annað árið í röð.
Hestamannaplötur hans þrjár hafa saman-
lagt selst í um 32 þúsund eintökum. Spurður
hvort fjórða platan komi út á árinu segir
hann það óákveðið. „Landsmót hestamanna
verður í Reykjavík á þessu ári. Það ýtir
kannski á mann eitthvað.“
Fari svo að Helgi sendi hvorki frá sér
dægurperlu- né hestamannaplötu á árinu
segir hann vel koma til greina að gera sóló-
plötu með nýju efni, þá fyrstu í þrettán ár.
„Það fer að koma tími á það.“ - fb
Seldi hátt í 20 þúsund plötur
vinsæll Plötur með Helga Björnssyni seldust í hátt í
tuttugu þúsund eintökum á síðasta ári. FréttaBlaðið/stEFán
sló í gegn anna gunndís guðmundsdóttir sló í gegn sem Hildur líf í áramóta
skaupinu. FréttaBlaðið/stEFán
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Nýtt verk úr smiðju Vesturports
frumsýnt í janúar
Tryggðu þér miða strax!