Varðveislumál : í bóka- og skjalasöfnum - 01.12.1989, Qupperneq 2
Pappír sem framleiddur var fyrir 1860 er yfirleitt góður en þegar farið var að vinna hann úr öðru
hráefni og með öðrum framleiðsluaðferðum á seinni hluta 19. aldar fór ástand hans mjög versn-
andi.
Á seinni hluta þessarar aldar hefur pappír batnað á ný og eftir 1960 hefur framleiðsla basísks
pappírs smám saman aukist. Árið 1980 var 25% þess pappírs sem framleiddur var í Bandaríkjunum
iaus við sýru.
Staðlar fyrir gæðapappír eru miðaðir við hreinsaða, efnaframleidda viðarþræði, basískt pH (venju-
lega 7.5—8.5), kröfur um tiltekið brotþol (folding endurance), rifþol (tear resistance) og basískt
magn (venjulega 2-3%) til að standast sýruáhrif umhverfisins. ' V
Skipulag varðveislumála á Islandi og á hinum Norðurlöndunum
Hér á landi er enn ekki um að ræða neina opinbera stofnun eða embætti sem almennt sinnir varð-
veislumálum er varða handrit og prentaðar bækur. Ein viðgerðarstofa er starfandi í tengslum við
Þjóðskjalasafn sem einnig sinnir nauðsynlegustu verkefnum fyrir Landsbókasafn en hefur engan
veginn undan að gera við það sem þöif krefur fyrir þessi söfn hvað þá að þar séu nokkrir mögu-
leikar á að veita öðrum söfnum aðstoð. Auk þess er starfrækt ein lítil viðgerðarstofa í einkaeign í
Reykjavík. Er því einna brýnast allra verkefna hér að koma þessum málum í viðunandi horf, m.a.
með því að einhver opinber stofnun eða embætti sinni þessu verkefni, veiti fræðslu og aðhald og
hafi yfirumsjón með varðveislumálum og einhverjar reglur verði settar um varðveisluskilyrði.
Það mætti e.t.v. horfa til hinna Norðurlandanna um fyrirmynd í því efni en þar er nú í hverju landi
að finna opinbera stofnun sem sinnir verkefnum af þessu tagi.
í Danmörku hefur Konunglega bókasafnið tekið þetta að sér vegna varðveisluhlutverks síns og
stærðar og áform eru um að viðgerðarverkstæði þess verði eflt og taki að sér verkefni fyrir allt
landið.
í Finnlandi er það háskólabókasafnið í Helsingfors sem sinnir varðveislumálunum. Hefur það
fengið sérstakar fjárveitingar frá þinginu til að fjölga viðgerðarfólki á undanfömum árum.
í Noregi hefur Riksbibliotektjenesten tekið að sér að vekja athygli á mikilvægi góðs pappírs en
ekki mun enn hafa verið komið þar endanlegu skipulagi á varðveislumál.
í Svíþjóð vinna nú saman ýmsar stofnanir að rannsóknar- og þróunarverkefni um varðveislu papp-
írs.
Vél til pappírsviðgerða
Á viðgerðarverkstæði Konunglega bókasafnsins í Kaupmannahöfn hefur verið hönnuð vél til papp-
írsviðgerða, sem nú fullnægir ýtrustu gæðakröfum og er u.þ.b. fjórum sinnum afkastameiri en áður
hefur þekkst.
Fjórar slíkar vélar hafa nú verið teknar í notkun í Danmörku og Þýskalandi. Þetta er ánægjuleg
þróun sem vonandi á eftir að hafa sín áhrif hér á landi.
Námskeið og fræðslumál
Þann 30.-31. okt. 1989 var haldin hringborðsráðstefna um varðveislumál á vegum NVBF (Nordisk
videnskabeligt biblioteksforbund). Stefanía Júlíusdóttir sótti hana fyrir íslands hönd og flutti þar