Varðveislumál : í bóka- og skjalasöfnum - 01.12.1989, Qupperneq 4
Svanhildur Bogadóttir: Notkun endurunnins pappírs. Verða ekki til neinar heimildir um okkur eftir nokkra
áratugi? Morgunblaðið 7.júlí 1989.
í þessari grein er varað við notkun endurunnins pappírs sakir þess hversu lélegur hann er. Talið er
að þessi pappír endist aðeins í 30 ár og geti auk þess skemmt út frá sér.
Höfundur telur óframkvæmaniegt að hafa tvær tegundir pappírs í notkun og miða við að endingar-
betri pappír sé notaður í það sem nú sé talið æskilegt að geyma til frambúðar. Bréf sem þyki harla
ómerkilegt á ltðandi stund geti síðar orðið að málskjali er geyma þurii um langan aldur. Bent er
á að endurunna pappírinn megi nota til að framleiða annað en skrifpappír, t.d. umslög, rissblöð,
eldhúsrúllur o.þ.h.
Nokkrar gagnlegar handbækur:
Nordstrand, Ove K.: Hándbog i bevarelse, pleje og konservering av informationsmedia i biblioteker kom
út árið 1981 íritröð NORDINFO. Bókin ernú löngu uppselden er væntanleg endurskoðuð af Ivar
Hoel.
Bevaringshándbogen. udg. afStatens Museumsnœvn. Kbh.: Christian Ejlers Forlag, 1986.
Morrow, Carolyn Clark: The preservation challenge. A guide to consenúng library materials. N.Y.: Know-
ledge industry publications, 1983.
Conservation in the library. A handbook of traditional and nontraditional materials. ed. by Susan Garretson
Swartzburg. Westport: Greenwood Press, 1983.
VarðveislunefndBókavarðafélagsíslands: Einar Sigurðsson, Háskólabókasafni; Ólöf Benediktsdóttir,
Stofnun Áma Magnússonar; Stefanía Júlíusdóttir, lektor við H.Í., formaður nefndarinnar; Viggó
Gíslason, Bókasafni Alþingis og Ögmundur Helgason, Landsbókasafni. Umsjón með þessu tbl.:
Ólöf Benediktsdóttir og Ögmundur Helgason