Brautin - 12.09.1940, Qupperneq 3
3
BRAUTIN
Nýjar kjarabætur, sem áunnist hafa
fyrlr atbeina Alpýðnflokksins.
-----♦----
Hækkun slysabóta, örorku og ellilauna.
EITT þeirra stóru mála, sem
hrint hefir verið í fram-
kvæmd til kjarabóta fyrir ís-
lenzka alþýðu á síðari árum, er
tryggingalöggjöfin. Það var Al-
þýðuflokkurinn, sem barðist
fyrir þessu stórmáli árum sam-
an, unz sigur vannst. Andstæð-
ingarnir spöruðu ekki að níða
málið og sverta á allan hátt í
augum almennings. Það var í
raun og veru vogun hjá Alþýðu-
flokknum að hrinda trygging-
unum svo fast fram. Breyting-
arnar voru svo skyndilegar, að
líklegt var að málið yrði ekki
fallið til þess að vinna fylgi á
því flokknum til handa fyrst í
stað. En Alþfl. horfði ekki í það.
Þetta var nauðsynjamál verka-
lýðsins og það varð að komast
í framkvæmd. Síðan hefir það
sannast, þrátt fyrir þann óleik,
sem andstæðingarnir hafa getað
unnið í framkvæmd laganna, að
tryggingarnar eru til mikillar
blessunar landi og lýð. Og nú
talar enginn um það að afnema
tryggingarnar.
Nýlega hafa náð fram að
ganga fyrir atbeina Alþýðu-
flokksins bráðabirgðalög, sem
geysimikla þýðingu hafa fyrir
gamalmenni, öryrkja og þá, sem
eiga að fá slysabætur.
Bráðabirgðalög þessi voru
gefin út 27. ágúst s.l., og mæla
svo fyrir, að Lífeyrissjóður ís-
lands skuli greiða 30^í af heild-
Sitt af hverju.
(Frh)
Það átti að klippa á rafmagnið
hjá mér á dögunum, af því að é(g
átti smáupphæð ógreidda. Hélt
ég fyrst, að ég væri eitthvað
sérstök, en frétti svo séðar,. að
hér eftir yrði klippt á jafnóðum,
ef ekki væri greitt mánaðarlega.
I sjálfu sér hefi ég ekkert við
þetta að athuga. Einhvern veginn
fer ég að borga mína ljósareikn-
inga. En meðal annara orða, get
ég þá ekki buist við því, að
starfsmenn bæjarins fái sín laun
mánaðarlega og í peningum? Ég
hefi stundum viðskipti við tvo
bæjarstarfsmenn og hefi oft orð-
ið að bíða eftir greiðslu hjá þeim,
getað fengið peninga hjá bænum.
gegna þess, að þeir hafa ekki
Kona.
--------------------
arupphæð ellilauna og örorku- !
bóta í 2. flokki. Með þessu er !
það tryggt, að gamalmenni og j
öryrkjar fái fullar uppbætur á
ellilaun og örorkubætur í sam- j
ræmi við dýrtíð meðan vísitala
kauplagsnefndar er 110 eða :
hærri.
Sama gildir um slysabætur.
A síðasta þingi voru sam-
þykkt lög um þetta, en þau voru
bundin við árið 1940. Með
bráðabirgðalögum er þetta kom-
ið 'í fast ástand, þannig að upp-
hæðirnar verða í samræmi við
dýrtíðina í -framtíðinni.
Með þessum lögum er því
slegið föstu, hve mikinn hluta
Tryggingastofnun ríkisins greið
ir af heildarupphæð ellilauna og
örorkubóta, en ellilaunum og
örorkubótum er úthlutað af
sveitarstjórnum. Sveitarstjórn-
irnar vita nú, að þær fá 30 kr.
af hverjum 100, sem veittar eru,
ætti það að verða til þess að
meiru yrði úthlutað.
Hækkun barnsmeðlaga.
Þá er vert að veita athygli
máli, sem Alþýðuflokkurinn
hefir nú rétt nýlega hrint áleið-
is. En það er hækkun barnsmeð-
laga og samræming þeirra. Er
hún byggð á tillögum frá sýslu-
nefndum og bæjarstjórnum, en
félagsmálaráðuneytið hefir lát-
ið gera og safna rannsóknum
þessu viðvíkjandi. Voru fram-
færslumálanefnd og eftirlits-
maður sveitarstjórnarmálefna
með í ráðum um þetta.
Dýrtíðin og allt það ástand,
sem henni fylgir, hlýtur óhjá-
kvæmilega að koma hart niður
á einstæðum mæðrum með ó-
skilgetin börn. Það er þeim því
eigi lítil nauðsyn að meðlögin
hækki.
Samkvæmt þessari nýju
hækkun er meðlögunum skipt
niður í flokka eftir því hvar er
á landinu.
í fyrsta flokki er Reykjavík
og hækka meðalmeðlög þar um
20%. Það þýðir að meðlög með
börnum á aldrinum til 4 ára
hækka úr 500 kr. í 600 kr. frá
4—7 ára úr 420 kr. í 505 kr., til
fullra 15 ára ur 320 kr. í 300
kr.
í 2. flokki eru kaupstaðirnir
4: Hafnarfjörður, ísafjörður,
Siglufjörður og Vestmannaeyj-
ar og hækka meðlögin þar frá
því sem áður var um 20%.
í 3. flokki er Gullbringusýsla,
í 4. flokki Akureyri, í 5. flokki
Seyðisfjörður og Neskaupstað-
ur, í 6. flokki Árnessýsla, Kjós-
arsýsla og Suður- og Norður-
Múlasýslur og í 7. flokki allar
aðrar sýslur. Eru meðlögin því
hæst í 1. fl. í Reykjavík og lægst
í 7. flokki.
Það er enginn efi á því, að
þessi hækkun meðlaganna léttir
mörgum umkomulitlum mæðr-
um lífsbaráttuna á þessum erf-
iðu tímum.
Slysaíryggingar í Bretavinn-
nnni.
Loks er að minnast þess, að
íekizt hafa samningar milli trygg-
ingarstiofnunar ríkisins og brezka
setuliðsins um slysatryggingar
verkamanna, sem vinna hjá Bret-
um.
Bretar hafa síðustu vikurnar
verið stærsti vinnuveitandinn í
Reykjavík og bar nauðsyn til að
þessi atvinnurekstur bæri sömu
tryggingarskyldur gagnvart ís-
lenzkum verkamönnum og ís-
lenzkir atvinnurekendur.
Þessa nauðsyn viðurkenndi yf-
irstjórn setuliðsins. En það hefir
sjálft sína lækna og sjúkrahús,
og það hvorttveggja af fullkom-
inni gerð. Vill það sjá um
aðgerðir oig læknishjálp verka-
manna, sem slasast í þjónustu
þess. Þetta taldi tryggingarstofn-
unin sig geta gengið inn á, að-
aðalatriðið er að verkamenn fái
bæturnar, sem þeim ber sam-
kvæmt íslenzkum lögum og sem
hið brezka setulið getur
samþykkt. Auk þess rannsakar
fulltrúi tryggingarstofnunarinnar
þau slys, sem verða kunna í
Bretavinnunni.
Það má teljast fagnaðarefni,
að þessir samningar hafa tekizt
(fg . á'forstjóri tryggingarstofn-
unarinnar, Haraldur Guðmunds-
son, þa'kkir skildar fyrir for-
göngu' sína í þessu fnáli.
Komimúnistar hafa n-okkuð
reynt að þyrla upp blekkingum
um þessa samninga, eins og allt-
af þegar kjarabætur verkalýðnum
handa hafast fram fyrir at-
beina Alþýðuflokksins. En verka-
menn munu siálfir dæma slík
skrif eftir því sem þau eru verð.
R.
SioUogafræOinámskeiðit
Hinn 1. október hefst hér í
Vestmannaeyjum námskeið í siigl-
ingafræði, sem á að skila nem-
endurn sínum frá sér að námi
loknu með skipsstjómarréttindi á
allt að 75 smálesta skipum.
Kennari verður Friðrik Steins-
son.
Til skóla þessa veitir ríkissjóð-
ur 4000 krónur. Upphæð þessi
er svo knöpp, að forráðamenn
skótans eru í stökustu vandræð-
um með að láta hana endast,
og ekki eru tök á að taka á
móti nema ca. 20 nemendum, en
það er sá fjöldi, sem ætla má
að einn kennari komist yfir. Ef
fleiri nem-endur æskja upptöku
verður að vísa þeim frá. Þannig
er þá búið að sjómannastéttinni
í þeim bæ, sem t. d. átti 10°/o af
öllum síldaraflanum í sumar.
Mat ríkisstjórnarinnar á sjómönn-
unum má þó enn betur marka
á því að skólar þessir voru 1-agðir
niður í spamaðarskyni í fyrra.
Þar spöruðust 8000 krónur!! Mest
er þetta þ ósjómönnunum sjálf-
um að kenna. Þeir standa ekki
nógu vel samian um sín mál.
Þeir hald-a ekki kröfum sínum
nógu fast fram. ‘Þeir minna ekki
nógu oft á, að það eru þeir sem
eru undirstaða þessa þjóðfélags.