Nesfréttir - mar. 2016, Blaðsíða 9

Nesfréttir - mar. 2016, Blaðsíða 9
Nes ­frétt ir 9 myndflöt á striga með akrýllitum.“ Í umsögninni kemur einnig fram að Elsa skapi verkum sínum dýpt með því að byggja flötinn upp með sparsli og sandi. Þó að málverk Elsu standi sjálfstæð sýna þau glöggt hvernig henni tekst að færa margra ára reynslu og kunnáttu með grafíska miðlun yfir á annað stig. „Þetta blandast saman hjá mér, tölvuvinna og handavinna, einkum í myndlistinni en nánast öll auglýsingagerð fer nú fram á tölvuformi. Ég náði þó aðeins í endann á handavinnunni. Ég lærði að klippa, líma og ljósrita í tímum hjá Gísla B. Björnssyni. Mér finnst því að ég hafi ákveðinn grunn frá þeim tíma til þess að byggja á.“ Elsa segist hafa starfað við grafíska hönnun alla tíð síðan, ásamt myndlistinni. „Ég vann um árabil á auglýsingastofunni ENNEMM en stofnaði mitt eigið hönnunarstúdíó árið 2013. Núna starfa ég þar á daginn en er einnig með aðstöðu heima fyrir til þess að mála og vinna að fleiri verkefnum – er með opið rými þar sem eru bæði trönur og tvær saumavélar.“ Nýti kvöldin vel „Já – ég er að mestu hætt í badmintoninu. Gríp þó í það öðru hvoru og spila með gamla genginu mínu tvisvar í viku. Við fórum saman á Heimsmeistaramót 35 ára og eldri í fyrra og ég nældi mér í brons í einliðaleik í mínum flokki. Þetta hverfur aldrei úr blóðinu. Eftir að ég hætti að stunda badminton að staðaldri eða sem keppnisíþrótt hafði ég allt í einu mikinn tíma til aflögu á kvöldin. Og þá tók myndlistin við! Nú nýti ég vinnuaðstöðu heima fyrir eins vel og ég get. Stundum þarf ég að hemja hugann því hugmyndirnar eru svo margar og tíminn svo lítill.“ Sýnileg á HönnunarMars HönnunarMars stendur núna yfir, frá 9. – 13. mars, og verða verk Elsu sýnd víða. Sjálf verður hún ásamt kunnugum hönnuðum í Epal þar sem hún sýnir hönnun út frá litlu 365 trélitamyndunum hennar sem hún teiknaði í fyrra, #einádag. Elsa er einnig með hópnum sínum, Tákn og teikn, með sýningu á Mokka- kaffi sem nefnist Leturverk. Hún fékk tvær tilnefningar til FÍT (Félag íslenskra teiknara) verðlaunanna á dögunum og eru verðlaunaverkin sýnd í Sjávarklasanum, Granda- garði. Það er því mikið að gera hjá Bæjarlistamanni Seltjarnarness 2106 þessa dagana. Eins og ein stór þjónustumiðstöð Og þér finnst gott að vera á Selt- jarnarnesi. „Það er alveg frábært. Svo stutt í alla þjónustu og nátt- úrufegurðin hér er dásamleg. Þetta er næstum eins og gamli þríhyrn- ingurinn minn úr Sundunum. Eins og ein stór barnvæn þjónustu- miðstöð. Krakkarnir hafa þó ekki farið í badmintonið eins og mamma þeirra. Strákurinn þó aðeins og skipti yfir í fótboltann þegar við fluttum á Nesið. Eldri stelpan fór bæði í fót- og handbolta og sú yngsta er byrjuð í handboltanum. Það er því ekkert óeðlilegt að ég hafi sótt mér innblástur í helstu kennileiti Seltjarnarness í sumum af verkum mínum – þessa einstaka búsvæði náttúru og mannlífs.“ Nesvegur 100 Símar 562-1070, 896-4243 Opið virka daga kl. 10 - 18:30 MIKIÐ ÚRVAL SPENNANDI FISKRÉTTA VERIÐ VELKOMIN FERSKUR FISKUR DAGLEGA Elsa ásamt fjölskyldu sinni á góðri stund. Elsa á French Open 1991 (17 ára). Elsa á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 (22 ára).

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.