Vesturbæjarblaðið - okt. 2019, Síða 2

Vesturbæjarblaðið - okt. 2019, Síða 2
Hugmyndir eru um að byggja þrjár íbúðar hæðir ofan á verslunarhúsið við Hagmel 67. Þann 30. ágúst sl var lögð fram fyrirspurn hjá skipulags­ fulltrúa frá Kristjönu Margréti Sigurðar dóttir um hækkun hússins á lóðinni nr. 67 við. Hækkunin felst í að byggja allt að þriggja hæða íbúðarhús­ næði ofan á núverandi verslunarhúsnæði, sam­ kvæmt uppdrætti T.Ark. Arkitekta ehf. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnis­ stjóra og hefur nú verið lögð fram að nýju ásamt jákvæðri umsögn skipulagsfulltrúa frá 25. september sl. Ýmis starfsemi hefur verið í húsinu í gegnum árin. Meðal annars sjoppa, bókabúðin Úlfarsfell, Prentsmiðjan Skákprent, bakarí og hverfis kráin Haukur í Horni. Ísbúð Vesturbæjar er á Hagamel 67. Einnig Fisherman fiskverslun og eldhús, blómabúð, Gallerí Vest og Thai Grill. Hug­ myndir eru um að hver íbúðarhæð verði 320 fer­ metrar að stærð eða alls um eitt þúsund fermetra. Lítið hús Veitna tengir Hagamel 67 við blokkina við Kaplaskjólsveg 27 til 31. 2 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171 Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími 551 1519 • 893 5904 Netfang: thordingimars@gmail.com Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 Heimasíða: borgarblod.is Net fang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son Um brot: Valur Kristjánsson Prentun: Landsprent ehf. Dreif ing: Morgunblaðið 10. tbl. 22. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107 og 101. Samkomulag sveitarfélaga og ríkisins um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu er ánægjulegt. Það sýnir hvað má gera ef vilji er til. Það sýnir einnig nauðsyn þess að sveitarfélögin komi sameiginlega að svo stóru verkefni. Lengi höfðu sveitarfélögin unnið hvert fyrir sig og stundum eftir misjöfnum sjónarmiðum um þróun byggðar. Fyrir nokkrum árum hófu þau samstarf um skipulagsmál á vegum SSH – Samtaka sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu. Fólki hefur fjölgað á suðvesturhorninu á umliðnum árum. Ekkert bendir til að sú fjölgun stöðvist. Fólksfjölgunin veldur því að betur þarf að nýta það takmarkaða landrými sem er fyrir hendi. Þótt skiptar skoðanir hafa verið um þéttingu byggðar þá er flestum að verða þessi staðreynd ljós. Á sama hátt þarf að huga að samgöngum. Samgöngumálin verða ekki endalaust leyst með fjölgun einkabíla. Það þýðir þó ekki að bíllinn eigi að hverfa. Það þýðir að byggja þarf og hlúa að öðrum samgöngum og gera þær notendavænar. Uppbygging höfuðborgarsvæðisins er með þeim hætti að víða eru íbúðabyggðir í talsverðri fjarlægt frá atvinnubyggðum. Með fjölgum íbúa er fólk fyrst nú að finna fyrir umferðatöfum. Hingað til hafa þær tæpast þekkst. Og þá er hrópað á lausnir. Lausnir frá hinu opinbera. Frá ríki og sveitarfélögum. Nú hafa forráðamenn sveitarfélaganna á höfuð­borgarsvæðinu sest niður til að móta stefnu og fram­ kvæmda áætlun til frambúðar í samvinnu við ríkið. Því ber að fagna. Samkomulag sem ber að fagna OKTÓBER 2019 ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR www.husavidgerdir.is/hafa-samband info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070 Finndu okkur á Fegrun og lenging líftíma steyptra mannvirkja er okkar áhugamál. Við höfum náð góðum árangri í margs konar múr- og steypuviðgerðum, múrfiltun, steiningu og múrklæðningum. Hafðu samband Við skoðum og gerum tilboð! Þannig myndi Hagamelur 67 líta út eftir að byggt hefði verið þriggja hæða íbúðhús ofan á verslunarhús- næðið. Teikning T.Ark. arkitektar. Byggt ofan á Hagamel 67 Áform eru uppi um að koma á fót mat höll í gamla póst hús­ inu, Póst hús stræti 5 í Reykja vík. Einnig hefur verið sótt um leyfi til úti veit inga í porti Póst hús­ stræt is 3, en í því húsi var gamla miðbæjarlög reglu stöðin. Sendi Fast eigna fé lagið Reit­ ir sem er eig andi hús anna fyr ir­ spurn til borg ar yf ir valda og spurði hvort leyfi feng ist fyr ir veit inga­ starf semi, mat höll, á 1. hæð og í kjall ara gamla póst húss ins. Einnig var spurt hvort leyfi feng ist til að byggja yfir port á lóð Póst hús­ stræt is 3 og út búa þar setsvæði í tengsl um við mat höll ina. Gamla Pósthúsið og gamla lögreglustöðin til vinstri. Þarna gætu komið veitingar í stað pósts og lögreglu. Mathöll í gamla Pósthúsið Samkvæmt tillögu að fyrsta áfanga nýs deiliskipulags miðbæjarins var samþykkt á fundi skipulags­ og samgöngu­ ráðs nýverið að hlutar Lauga­ vegs, Skólavörðustígs og Vega­ mótastígs verði gerðir að varan­ legum göngugötum. Einnig verður unnið að hön­ nun ýmissa lausna til að bæta göturnar og umhverfið. Allt yfir­ borð, gróður, götugögn og lýs­ ing verður endurnýjað en hön­ nun svæðisins verður unnin af Arkís arkitektum í samstarfi við Landhönnun. Fyrsti áfangi sem nú er í deiliskipulags­ og forhön­ nunarferli er Laugavegur á milli Klapparstígs og Ingólfsstrætis og Skólavörðustígur á milli Berg­ staðastrætis og Laugavegar. Gert er ráð fyrir að deiliskipu­ lagið verði afgreitt á fyrsta árs­ fjórðungi ársins 2020. Einnig hefur verið samþykkt tillaga um að Laugavegur frá Klapparstíg að Ingólfsstræti, Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti að Laugavegi og Bankastræti frá Skólavörðustíg að Þingholtsstræti verði áfram göngugötur í vetur eða frá 1. október 2019 til 1. maí 2020. Þessar götur verða opnar fyrir akstur vegna vöruafgreiðslu kl. 07.00 til 11.00 virka daga og kl. 08.00 til 11.00 á laugardögum á tímabilinu. Önnur umferð ökutækja er óheimil á svæðinu á göngugötutímabilinu og allar bifreiðastöður einnig óheimilar. Neðsti hluti Skólavörðustíg verður varanleg göngugata. Hluti Laugavegs, Skólavörðustígs og Vegamótastígs Verða varanlegar göngugötur

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.