Vesturbæjarblaðið - Oct 2019, Page 5

Vesturbæjarblaðið - Oct 2019, Page 5
Hækka gatnamót og lýsa gangbrautir Magnús segir að umferðarmálin í Vesturbænum séu sér ofarlega í huga einkum Hringbrautin. “Hring­ brautin sker í sundur Vestur­ bæinn eins hann er í dag. Hún er önnur umferðargatan af einungis tveim til að komast út á Granda og Seltjarnar nes. Umferð er því gríðarleg og of hröð og á eftir að aukast því mikið stendur til að byggja út við sjó. Yfir þessa götu þurfa börnin úr gamla Vesturbæ að fara til að sækja m.a. íþróttir, tónskóla og Hagaskóla svo eitt­ hvað sé nefnt. Hér áður var þetta leyst að hluta með strætó sem hét Austurbær­Vesturbær hraðferð og Seltjarnar nes vagninum sem gekk eftir Vestur götu, Bræðraborg­ arstíg og út Kaplaskjólsveg. Strætis vagna af minni gerð sár­ vantar bæði í Vesturbæ og Miðborgarsvæði. Vagnar sem fara í gegnum hverfin.“ Skjólsæl og upphituð strætóskýli „Ég sé fyrir mér að þetta verði leyst með sjálfakandi nettum rafmagnsvögnum í framtíðinni. En það þarf líka að grípa til aðgerða strax. Þær gætu falist í að gatnamótum Hringbrautar yrði upp í gangstéttarhæð með breyttu yfirborði þar sem væru gönguleiðir með alveg sérstakri lýsingu. Þetta er meðal tillagna sem hafa komið frá Íbúasamtökum Vesturbæjar um bætt öryggi barna. Hvað varðar hina miklu bílaumferð um götuna er vonast til að hún minnki með bættum almenningasamgöngum sem ganga að vísu hægt. Til gamans get ég rifjað upp að á árunum 1978 til 1982 þegar við komum að stjórn borgarinnar lögðum við til bætt strætisvagnakerfi með aukinn tíðni og upphituðuð biðskýlum. Það var blásið á þá hugmynd því þá var bara einkabíllinn í forgangi. Í vændum er að bæta strætókerfi en því ekki að hafa skjólsæl og upphituð skýli í stað þeirra skjóllitlu sem nú eru.” Háhýsavæðingin – ekki til að auka gæði Annað sem veldur Magnúsi áhyggjum eru of háar byggingar sem hafa verið og eru að rísa og eru enn á teikniborðunum. “Háar byggingar mynda skugga, magna upp vind og taka oft útsýni frá öðrum. Hér hefur þróunin orðið sú að reisa háar byggingar yst við sjóinn en byggja lægra baka til. Þannig er verið að skerma sjóinn af með háhýsum. Þetta er að mínu mati ekki til að auka gæðin í borgarrýmunum. Því þarna er ekki verið að byggja manneskjulegt umhverfi þar sem gott er að ganga, hjóla eða bara vera, heldur þveröfugt. Á okkar norðlægu slóðum verður ekkert líf á milli hús ef byggt er þannig að skuggavarp sé í hámarki. Eins og skuggavarp getur verið notalegt í heitu loftslagi, þá er það jafn ónotalegt hér hjá okkur. Ég tel því að hámarkshæðir í íbúðarhverfum eigi að vera þrjár hæðir. Það skiptir líka máli hversu langir veggir eru, hvor sól og birta kemst inná milli. Kannanir sýna að börn verða frekar veik ef sólar og birtu nýtur ekki við. Um það skrifaði m.a. Guðmundur Hannesson læknir fyrir 100 árum. Með rangri byggingarstefnu í borginni mætti jafnvel segja að byggt hafi verið heilsuspillandi húsnæði, a.m.k. að hluta til. Það er líka heilsuspillandi að búa til bílaborg eða umhverfi sem hvetur fólk ekki til þess að hreyfa sig. Sem betur fer er mikil umræða um lýðheilsu og breyttar samgöngur í dag en við þurfum að gera miklu betur til þess að sýna að vilji sé í alvöru fyrir hendi. Vilji til þess að búa til borg fyrir fólk og láta peningaöflin lúffa. Stór hluti vandans eru ofurbyggingarheimildir í deili­ skipulagi frá því eftir 2000. Fjárfestar sem telja sig eiga þann rétt gefa lítið eftir og borgaryfirvöld hafa ekki treyst sér til að minnka þann rétt nema að hluta vegna ótta um fébætur. Miki l vinna hjá starfsfólki borgarskipulags hefur farið í að leiðrétta þessi mistök og hefur töluvert áunnist eins og varðveisla húsa við Laugaveg eða Alliance hússins. Enn er samt tekist á um niðurrif á því svæði og nú síðast við Vatnsstíg. Það er gamla sagan að slagurinn stendur um úreltar heimildir í skipulagi.“ Vandi að byggja inn í eldri byggðir Mikil þétting byggðar hefur átt sér stað að undanförnu í Reykja vík. Hvað segir Magnús um hana. Hann segir þetta hugtak megi rekja allt aftur til áranna frá 1978 til 1982. Þá hafi verið skipu lögð byggð og byggt á auðum svæðum eins og t.d. Ártúnsholti og Suðurhlíðum. Lág og þétt byggð. “Á þeim tíma lá fyrir frábær tillaga Guðrúnar Jóns dóttur arkitekts að þéttingu byggð ar frá Laugavegi niður að sjó sem tók mið af þeirri byggð sem fyrir var. Þeirri tillögu var hafnað af nýrri borgarstjórn sem tók við árið 1982 og byrjað var síðan að byggja háhýsin við Skúlagötu ofan í lágreistri byggð við Lindargötu ásamt niðurrifi á stórmerkilegum húsum úr atvinnu­ og byggingar­ sögunni. Sennilega mesti skaði sem hefur verið unnin í Reykjavík frá upphafi. Framhald á bls. 6. 5VesturbæjarblaðiðOKTÓBER 2019 Hugsum út fyrir garðinn svo leiðin sé greið allt árið! Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi fyrir vegfarendur. Umferðarmerki eiga að sjást vel og trjágróður má ekki byrgja götulýsingu. Gæta þarf að lágmarkshæð trjágróðurs þar sem vélsópar, snjóruðningstæki og sorphirðubílar þurfa að fara um. Hugum að trjágróðri við lóðarmörk Nánari upplýsingar á reykjavik.is/trjagrodur Lágmark 2,80 m Stétt/stígur Lágmark 2,80 m Lóða- mörk Lágmark 4,20 m Stétt/stígurAkbraut Lóða- mörk 31. okt — 14. nóv hverfidmitt.is Kosning Magnús ungur fyrir framan bifreið af gerðinni Buick árgerð 1953. Tillaga að byggingum á Héðinsreit. Magnús segir þessa tillögu aldrei koma til framkvæmda enda um skelfilega hugarsmíð peningaafla að ræða.

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.