Vesturbæjarblaðið - okt. 2019, Síða 6
6 Vesturbæjarblaðið OKTÓBER 2019
Framhald af bls. 4-5.
Svo tók við önnur borgarstjórn í öðrum lit árið 1994 og þá var bætt
í hæðina við Skúlagötu með árangri sem flestir þekkja. Ég held að
flestir geti verið sammála um að þétta eigi byggð. En það er ekki sama
hvernig það er gert. Það á ekki að þétta þar sem hún er þéttust og
lóðaverð hvað hæst. Árangur af því sjáum við í dag með íbúðum sem
ekki er markaður fyrir. Það virðist sem hugmyndin um fallega sýn um
þéttingu byggðar hafi þynnst út og farið var að nota þéttingu byggðar
yfir allskonar útfærslur sem unnu gegn upphaflegu hugmyndafræðinni.“
Lítið hlustað á athugasemdir
“Þegar ég horfi til æskustöðva minna í Vesturbugtinni og míns gamla
leiksvæðis þar sem var Danielsslippurinn niður af Bakkastíg verður
mér hugsað til nýsamþykkts deiliskipulags þar sem eiga að koma of
háar byggingar og úr takti við hin fíngerða mælikvarða byggðarinnar
fyrir ofan. Reykjavíkurborg á þetta landsvæði og því þarf ekki að
semja við lóðareigendur um nýtingu. En um það eru skýrar reglur í
menningarstefnu í mannvirkjagerð og aðalskipulagi hvernig eigi að
byggja í eldri hverfum: Áhersla skal lögð á heildarmynd og mælikvarða
þegar byggt er í og við eldri byggð. Íbúasamtökin og íbúar hverfisins
hafa gert athugasemdir við þetta en það er lítið á það hlustað.
Hábyggingar og lúxusíbúðir
Nú stendur til að byggja á fjörum reitum vestast í borginni við
Ánanaust, Bykoreit, Landhelgisreit og Héðinsreit. "Ég óttast mjög að
þar muni bygginnar rísa hátt og við eigum eftir sjá auglýstar lúxusíbúðir
með frábæru útsýni, sem að hefur verið tekið frá öðrum, og verðlagið
verður eftir því. Stígurinn með fram sjónum sem er sameiginleg eign
borgarbúa verður líklega ennþá meira í skugga alla morgna vegna
þessara bygginga. Þétting má því ekki ekki fara úr böndum þannig
að hún komi niður á þeim íbúum sem fyrir eru. Það virðist því miður
stöðugt vera gerast. Það er raunalegt að íbúar þurfi að standa í stappi
við borgaryfirvöld sem eiga að gæta hagsmuna þeirra. Munum sjá það
m.a. á Bykoreitnum á horni Hringbrautar og Ánanausta þar sem nú er
verið að auglýsa nýtt deiliskipulag. Þar er fyrirhuguð byggð langt úr
takti Gamla Vesturbæjarins og vísað til þegar byggðra blokkabygginga
sem verða að skoðast sem skipulagsmistök. Síðan er bætt duglega við.
Deiliskipulagið er greinilega einnig í andstöðu við gildandi markmið
Aðalskipulags 2010 til 2030 sem eru að borg fyrir fólk sé leiðarljós
aðalskipulagsins. Í stað höfuðáherslu á aukið byggingamagn er sjónum
beint að hinu smáa og fíngerða í borgarumhverfinu. Æskilegt er að til
verði þétt, fjölbreytt og skjólsæl byggð í manneskjulegum mælikvarða.
Markmið aðalskipulagsins er að skapa borg þar sem húsið, gatan
og opna rýmið er myndar órofa heild. Það eru líka skýr markmið í
Menningarstefnu í mannvirkjagerð hvernig byggja á nýtt í eldri hverfum:
Áhersla skal lögð á heildarmynd og mælikvarða þegar byggt er í og við
eldri byggð." Magnús bætir við í lokin að fræðsla um hönnun og gæði
borgarumhverfis skipti líka gríðarlegu máli og bót sé í máli að komin
sé arkitektadeild í Listaháskólanum hér." Magnús hefur sjálfur kennt
smiðum í áraraðir aðferðir við viðhald og uppbyggingu gamalla húsa
sem og veitt ráðgjöf á Árbæjarsafninu til almennings sem er að gera upp
húsin sín. Þá er Magnús þekktur um allt land vegna ráðgjafar um viðhald
og endurgerðir gamalla kirkja sem prýða sveitir okkar og skipa svo
stóran sess í menningarsögu og byggingarlist Íslendinga.
Hugmyndir að byggingum við Mýrargötu. Á gamla leiksvæði
Magnúsar Skúlasonar.
Nú er unnið að undirbúningi
f y r i r n æ s t u k o s n i n g a r
fyrir “Hverfið mitt” sem
verða frá 31. októ ber til
14. nóvem ber nk. Íbúar kjósa á
vefnum hverfidmitt.is og verk
efnin sem fá brautar gengi koma
til framkvæmda á næsta ári.
Stillt er upp 25 verkefnum sem
íbúar geta kosið um. Hugmyndir
að verkefnum voru fengnar frá
íbúum með hugmyndaleit á liðn
um vetri.
Alls hafa 78 verkefni orðið að
veruleika í Vesturbæ en á liðnu
sumri hófust framkvæmdir við
verkefni sem íbúar kusu á liðnu
ári. Þá völdu íbúar í Vestur
bænum þessi verkefni: Göngu
þverun við verslunarhverfi á
Granda. Fjölnota hreysti og kli
fursvæði. Strætóskýli við Mela
skóla. Tennisvöll við íþrótta hús
Hagaskóla. Gönguþverun yfir
Hofsvallagötu við Reynimel.
Hunda gerði við Vesturbæjarlaug.
Grenndargáma í Vesturbæinn
vestan Tjarnar. Gönguþverun
við Ægisborg. Að bæta gatnamót
Framnesvegar og Vesturgötu.
Leiktæki á Hringbrautarróló.
Endurtyrfa sparkvöllinn við
Skelja granda. Leggja göngustíg að
strætóskýli við Suðurgötu. Setja
upp hjólabraut við Granda skóla.
Púttvöll á grasið við spenni
stöðina. Flest þessara verk efna
eru þegar tilbúin eða komin á
framkvæmdastig. Uppsetning
hjóla brautar mætti andstöðu
þegar kom að því að setja hana
upp, bæði við Grandaskóla og
einnig á opnu svæði við Faxa
skjól, þannig að hún var sett upp
tímabundið bak við Vesturbæjar
laug. Þar er í deiliskipulagsferli
að koma fyrir hundagerði, sem er
annað verkefni sem íbúar kusu.
Bletturinn bak við Vesturbæjarlaug þar sem koma á hundagerði fyrir.
Hverfið mitt
- kosið 31. október til 14. nóvember
Póst númerið 102 Reykja vík
hefur form lega tekið gildi. Nýtt
póst númerahverfi afmarkast af
Suður götu í vestri, Hring braut í
norðri, Bú staða vegi og Öskju hlíð
í austri og strand línu í suðri.
Innan hins nýja póst númers
er að finna Há skóla Ís lands og
Há skólinn í Reykja vík. Stúdenta
garða Há skóla Ís lands, há skóla
garða HR og Vísinda garða
svæðið, á samt Reykja víkur flug
velli. Þar er einnig að finna
gömlu og nýju byggðina í Skerja
firði, nýju byggðin á Hlíðar enda
og úti vistar perluna í Naut hóls
vík. Mörk fyrir póst númer 105
og 107 haldast ó breytt.
Borgar ráð sam þykkti 17. janúar
á þessu ári að óska þess við póst
númera nefnd Íslandspósts að
Vatns mýrin fengi póst númerið
102. Það var sam þykkt í júní.
Samþykkt var í borgar ráði í
sumar að greiða kostnað Ís lands
pósts vegna breytingarinnar.
Alls er um að ræða 2,3 milljóna
kostnað. Þegar málið var tekið
fyrir í borgar ráði bárust alls
fimm um sagnir vegna breytin
ganna. Já kvæðar komu meðal
annars frá Knatt spyrnu fé laginu
Val og framkvæmdaaðilum á
Hlíðar enda en í búa sam tök í
Skerja firði, Prýðifé lagið Skjöldur,
mót mæltu þeim harð lega. Þau
vildu fá að halda á fram að vera
í póst númeri 101. Þá lýstu ein
hverjir í búar á hyggjum af því að
fasteignaverð gæti lækkað í verði
við breytinguna.
Séð yfir Hlíðarendasvæðið sem verður í 102 Reykjavík.
102 Reykjavík
orðið að veruleika