Brautin - 17.11.1988, Blaðsíða 3

Brautin - 17.11.1988, Blaðsíða 3
B R A U I N Framleiðsla ensíma úr fiskslógi Undanfarin ár hefur Raun- vísindastofnun Háskólans og Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins unnið mikið og gott starf við að finna hagkvæmar leiðir til að framleiða verðmæt ensím (lífefni). úr fiskslógi. Menn hafa verið og eru sann- færðir um að ef, eða öllu heldur þegar það tekst, þá geti orðið um mikla verðmætasköpun að ræða sem yrði mikil lyftistöng fyrir það eða þau byggðarlög þar sem framleiðslan fer fram og fyrir allt þjóðarbúið. í því sambandi má benda á, að Danir flytja árlega út ensím, framleidd út briskirtlum svína, fyrir marga milljarða króna. Höfuðkostir ensíma, unnum úr fiskslógi, eru þeir, að þau eru virk við lágt hitastig, allt niður í 0° C, en þau ensím, sem nú eru mest notuð, eru virkust við 30- 60° C hita. F>að gefur auga leið, að ensím, sem eru virk við lágt hitastig eru miklu æskilegri í matvælaframleiðslu en þau sem þurfa hátt hitastig. Atvinnumálanefnd Suður- lands og Atvinnumálanefnd Vestmannaeyja hafa haft mikinn áhuga á málinu og haldið um það allmarga fundi og fengið sérfræðinga til að halda um það fyrirlestra. Áhugi beggja atvinnumálanefndanna beinist að því, að í Vestmanna- eyjum verði sett upp tilrauna- verksmiðja sem ég er sann- færður um að fljótlega myndi leiða til stórframleiðslu. Ég hef áður ritað greinar um málið í Vestmannaeyjablöð en mig langar til að bæta við nokkrum orðum um þróun mála síðustu mánuðina. I sumar tókst að einfalda framleiðsluferilinn frá því sem áður var gert ráð fyrir og við það lækkar áætlaður fram- leiðslukostnaður um helming frá fyrri áætlunum og verður sambærilegur kostnaði við framleiðslu énsíma úr spen- dýrum. Komið hefur í ljós að hrat, sem áður var reiknað með að henda, getur nú nýst á tvennan hátt. í fiskeldisfóður og sem örveruæti. Eykur þetta enn á hagkvæmni framleiðslunnar. Nú verða gerðar tilraunir með framleiðslu ensíma úr síldarslógi og slógi úr lax- fiskum. Einnig stendur til að gera tilraunir með framleiðslu á kjarnasýrum úr þorsksvilum og eru miklar vonir bundnar við við það. Um markaðsmál er það að segja, að fyrirtæki í Tromsö í Noregi, sem unnið hefur að framleiðslu ensíma úr þorsk- slógi, þó með öðrum aðferðum en íslendingar, er nú komið það langt að það hefur samið við bandarískt fyrirtæki um markaðssetningu framleiðsl- unnar þar í landi og til stendur að gera öflugt markaðsátak. Norska fyrirtækið, sem er að verulegu leyti í eigu Norsk Hydro, hefur boðist til að markaðssetja okkar fram- leiðslu jafnhliða sinni. Fyrir- tækið telur, að vegna mis- munandi framleiðsluaðferða sé um mismunandi vöru að ræða með mismunandi notkunarsvið og fari vel á því að markaðs- setja þær saman. Til skamms tíma var mikil samkeppni milli Norðmanna og íslendinga um það hvor yrði á undan með að þróa hag- kvæmar framleiðsluaðferðir. Nú hafa báðar þjóðirnar náð verulegum áföngum, þó eftir mismunandi leiðum. Pað auð- veldar samvinnu í framtíðinni. í upphafi þeirrar miklu vinnu, sem Háskólinn og Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins réðust í töldu menn vandamálin vera þrennskonar. I fyrsta lagi tæknileg vandamál við framleiðsluna. I öðru lagi markaðsmál og í þriðja lagi að finna samstarfsaðila til þess m.a. að vinna að tilraunafram- leiðslu. Nú lítur vel út með lausn á tæknilegu vandamálunum og markaðssetningin gæti verið auðveldari en menn í upphafi álitu. Um samstarfsaðila erþað að segja, að Raunvísinda- stofnun Háskólans og Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins hafa myndað félag með Kaup- félagi Austur-Skaftfellinga (KASK), sem hefur sérstakan áhuga á tilraunum með vinnslu ensíma úr síldarslógi og Hreifi h.f., sem hefur mikinn áhuga á framleiðslu ensíma úr slógi lax og silungs. Áætlaður kostnaður á þessu og næsta ári er 4.36 millj. kr. og hefur Rannsóknarráð ríkisins gert samning við framantalda 4 aðila um að styrkja rannsókn- irnar með 2.48 millj. kr. Enn geta Vestmannaeyingar orðið aðilar að þessu sam- komulagi og skora ég enn á þá að nota það tækifæri áður en það verður um seinan. Við getum því miður ekki reiknað með auknum afla næstu árin en við getum aukið verðmæti aflans, m.a. með framleiðslu ensíma úr fiskslógi. Mm. Vinabæja-passar Aukin samskipti vinabæjanna Á seinasta vinabæjamóti sem haldið var hér í Vestmanna- eyjum, með þátttöku vinabæja Vestmannaeyja á Norður- löndum, var ákveðið að frum- kvæði Vestmannaeyja, að efla og auka samskipti. Ér þá talað um aukningu í æskulýðs-, íþrótta- og menningarmálum. Afmælisnefnd bæjarins hefur verið falið að vinna í málinu og hefur hún þegar samþykkt að kynna fyrir hinum vinabæjun- um hugmynd á útgáfu „ferða- passa”, sem veitir rétt til sér- stakrar fyrirgreiðslu í vina- bæjunum. Jafnframt er lagt til að gefinn verði út sameigin- legur upplýsingabæklingur um bæjarfélögin. Ættu slíkar hugmyndir að efla samskipti íbúa bæjanna almennt, ekki síst í þeim málum sem fyrr er getið. Ársþing ÍBV Ársþing ÍBV verður haldið dagana 10. og 17. desember n.k. Aðildarfélög og deildir eru hvött til að skila til stjórnar skýrslum sínum. Fundarstaður verður auglýstur síðar. Stjórn ÍBV Vorum að taka inn sendingu af glæsilegum NORDMENDE SJÓNVARPSTÆKJUM OG MYNDBANDSTÆKJUM Fjölbreytt úrval af rafmagnsheimilistækjum. EITTHVAÐ FYRIR ALLA Erirmnes h(f Herra- kvöld verður haldið í Félagsheimili Þórs laugardaginn 19. nóvemberkl. 19:30, stundvíslega. DAGSKRA: Matur að hætti a la Gestgjafinn Ræðumenn: 1. Gunnar K. Gunnarsson, stjórnarmaður H.S.Í. 2. Sigurður Gunnarsson, þjálfari ÍBV og landsliðs- maður í handknattleik. 3. Ásmundur Friðriksson, forstjóri. 4. Sigurður Gúmm Guðmundsson, framkv.stj. 5. Óli á Stapa. lögreglumaður. 6. Þorsteinn Gunnarsson, blaðamaðtrr. 7. og ýmsir fleiri. 8. Bragi Steingrímsson mun stjórna samkvæmis- leikjum og skemmtidagskrá. 9. Vísnalestur í léttari kantinum. Þórarar! Mætum allir og takið með ykkur gesti. Verð kr. 2500. Þátttökutilkynning í síma 12060 fyrir kl. 13 föstu- daginn 18. nóv. ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR Mánaðaiieg vaxtaákvörðun þér í hag Ábót á vextina er ákvöröuö fyrir hvern mánuð og um leið hvort þú eigir aö njóta verðtryggðra kjara eða óverðtryggðra þann mánuðinn, eftir því hvor kjörin færa þér hærri ávöxtun. Á Ábótarreikningi er úttekt frjáls hvenær sem er og þú nærð hæstu vöxtum strax frá innlánsdegi. úo Útvegsbanki Islands hf 3

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.