Morgunblaðið - 06.09.2019, Side 26

Morgunblaðið - 06.09.2019, Side 26
H austið er uppáhaldsárstíð mín. Með rökkri og rútínu færist ró yfir allt og nú þegar farið er að skyggja á ný er kærkomið að kveikja á kertum og lömpum til að mynda huggulega stemmingu á heimilinu,“ segir Alfa, sem á og rekur hönnunarfyrirtækið Grafít ásamt systur sinni Rán. Að mati Ölfu eru aldrei of margir lampar eða dimmerar á heimilinu því mikilvægt er að hafa næga mögu- leika á lýsingu sem hentar verkefnunum hverju sinni. „Kerti og þá ekki síst ilmkerti koma alltaf sterk inn á haustin. Sjálf kveiki ég aldrei á kertum á sumrin heldur læt ilminn af ný- slegnu grasi og ferskum gróðri duga. Ég er hins vegar mjög hrif- in af lavender og er alltaf með lavenderblöndu í spreybrúsa sem ég úða reglulega um heimilið. Það gefur ákveðinn ferskleika, sér- staklega á veturna.“ Viðarhúsgögn, gardínur og púðar „Það er tilvalið að fegra heimilið með náttúrulegum efnivið á borð við viðarhúsgögnum. Þau eru afar hlýleg. Eins gefa teppi, púðar og mottur ákveðinn hlýleika og meiri mýkt, auk þess sem þessir hlutir bæta hljóðvistina. Persónulega hef ég fleiri púða í sófanum á veturna en á sumrin einfaldlega af því að á veturna hef ég meiri þörf fyrir að henda mér í sófann og hnoðast þar. Það góða við púða er líka að það er hægt að skipta um áklæði á þeim. Þannig vill maður kannski frekar vera með flauel og prjón á vet- urna en eitthvað léttara og litríkara áklæði á sumrin. Það getur því verið gaman að breyta um áklæði á haustin og koma heimilinu í meiri vetrarbúning.“ Alfa minnist í þessu samhengi líka á síð gluggatjöld. Þau geri að hennar sögn heilmikið fyrir hljóðvistina, en góð hljóðvist er undirstaða þess að fólki líði vel heima fyrir, ekki síst ef börn eru á heimilinu. „Screen-gardínur eru frábærar til að vernda húsgögn og viðargólf gegn upplitun frá sólinni en beinir vængir án kappa eru líka góðir með þeim. Síðir vængir gefa kósý stemmingu og bæta hljóðvistina til muna. Maður verð- ur þreyttur á því að vera í húsum þar sem allt bergmálar og börn- in mega ekki hlaupa um eða tala. Heimilið þarf að vera huggu- legur samastaður fyrir alla fjölskylduna því með rútínu haustsins fer fólk að verja meiri tíma innandyra.“ Það er mikil kúnst að búa til myndaveggi. Hér er veggurinn brotinn upp með hringlaga formi. Alfa er hrifin af plöntum. 26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2019 Fjarðargötu 17, 220 Hafnarfirði | Sími 520 2600 | as@as.is www.as.is Í hjarta Hafnarfjarðar frá árinu 1988

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.