Morgunblaðið - 15.10.2019, Blaðsíða 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ
Arctic Trucks Ísland ehf.
Kletthálsi 3
110 Reykjavík
Sími 540 4900
Netfang info@arctictrucks.is
Vefur www.arctictrucks.is
JEPPADEKK.IS
Vönduð amerísk jeppadekk sem
henta frábærlega fyrir íslenskar
aðstæður. Stærðir 29”-44”.
38” radíaldekk
sem hefur
margsannað
sig á hálendi
Íslands.
44” radíal.
Hannað í
samstarfi
Arctic Trucks
og Nokian.
35” radíal.
Frábært
neglt
vetrardekk!
kr. 39.900,- kr. 39.900,- kr. 49.900,- kr. 49.900,- kr. 49.900,-
FELGUR
Gott úrval
Margar stærðir
Kia Motors hefur hlotnast óvenju-
legur heiður en bíllinn Kia Ceed
hefur verið valinn „ökukennarabíll
ársins 2019“.
Viðurkenningin er fengin hjá
svonefndum „Intelligent Instructor
Awards“ í Bretlandi.
Sakir fjölhæfni og nytsemi er
Ceed sagður kjörinn bíll fyrir öku-
kennara. Stillanleg sæti og stýris-
hjól ásamt góðu útsýni í allar áttir
gera hann ákjósanlegan bíl fyrir
ólíka ökunema sem kennara.
David Motton, ritstjóri FirstCar,
sem fyrir verðlaununum stendur,
og dómari, segir Ceed „hagstæðan í
verði, vel búinn, öruggan og viðráð-
anlegan í rekstri. Hann sé nógu
rúmgóður til að vera kennaranum
nytsamur og auðveldur nemand-
anum í meðförum“.
Í fyrra var Citroën C3 valinn
ökukennarabíll ársins 2018.
agas@mbl.is
Kia Ceed fellur ökukennurum betur í geð en aðrir bílar, þetta árið.
Bíll ökukenn-
aranna 2019
Ítalski bílsmiðurinn Fiat heldur upp á það um þessar
mundir að 120 ár eru frá því Fabbrica Italiana Auto-
mobili Torino hóf starfsemi.
Meðal annarra atburða í tilefni afmælisins mun
elsti Fíat-bíll Bretlands taka þátt í fornbílaralli
sunnudaginn 3. nóvember en hann er jafnaldri bíl-
smiðsins, frá árinu 1899. Hefur Fiat verið útnefndur
verndari rallsins í ár, en það er kennt við uppboðs-
fyrirtækið Bonhams. Bíllinn aldraði mun einn fárra
slíkra sem hafa varðveist. Hann er með 3,5 hestafla
vél með 697 rúmsentímetra slagrými og tveggja
strokka. Sæti eru fyrir fjóra, tvö á hvorum bekk sem
eru andstæðir.
Uppgefinn hámarkshraði öldungsins er um 35 km/
klst.
agas@mbl.is
Fiat-öldungurinn tók síðast þátt í London-Brighton-rallinu árið 2015. Vélin er nærri fjögur hestöfl.
Fiat fagnar 120 árum með stæl
R
úmlega þriðjungur þeirra
sem fara til vinnu á heim-
ilisbílnum eða á milli staða
tilkynnti sig veikan í
a.m.k. einn dag á ári til vinnuveit-
andans vegna bakverkja sem raktir
eru til bílsætanna.
Þetta kemur fram í nýrri rann-
sókn sem gerð var fyrir sænska bíl-
smiðinn Volvo. Í úrtaki 2.000 manna
sem óku til vinnu eða í starfsins
þágu reyndust 35% hafa tekið að
minnsta kosti einn veikindadag
vegna bakverkja síðustu 12 mán-
uðina.
Sé það yfirfært á 22.032.000 bíl-
eigendur í Bretlandi er um gríð-
arlegt tjón fyrir efnahagslífið að
ræða. Nemur framleiðnitapið 8,8
milljörðum punda á ári, eða sem
svarar 133,8 milljörðum króna
Rannsóknin leiddi í ljós að tæp-
lega fimmti hver bílstjóri hafði skipt
um bíl og fengið sér einn sem boðið
hefði upp á meiri sætisþægindi, í
þeim tilgangi að verjast bakverk.
Þriðjungur aðspurðra hafði leitað til
læknis eða hnykkjara sem yfirfært
mun hafa kostnað breska heilbrigð-
iskerfið 191,94 milljónir punda, jafn-
virði um 29 milljarða króna.
Af rannsókninni þykir ljóst að
63% ökumanna setji sætisþægindi
ofar öllum öðrum búnaði í bílum. Tí-
undi hver bílstjóri mun hafa upplifað
það að farþegar hafi neitað að fara
með honum vegna óþægilegra bíl-
sæta.
Um 80% þjóðarinnar líða fyrir
misjafnlega mikla bakverki. Eru
þeir algengasta orsök fjarvista úr
vinnu vegna veikinda. Af vinnuafl-
anum, sem telur 32,4 milljónir
manna í Bretlandi, höfðu 12% tekið
tvo veikindadaga vegna bakverkja
og 13% fjóra. Þessu til viðbótar
sagðist einn af hverjum tíu hafa tek-
ið heila vinnuviku til að jafna sig á
verkjunum og 5% höfðu farið fram á
sjö daga veikindafrí eða meira.
Eins og svo oft áður koma karl-
menn verr út úr rannsókn Volvo en
konur. Gæti þar haft áhrif á að karl-
ar aka að jafnaði meira en konur.
Hafa 40% karla þurft að leita sér
lækninga vegna óþægilegra bílsæta
en 20% kvenna. Sögðust 15% karla
oft þjást vegna bílsætanna á leið í og
úr vinnu. Aðeins 25% kvenna þurftu
að taka sér frí vegna vondra sæta.
Í könnun Volvo reyndust karlar
hafa ekið tvöfalt lengra á degi hverj-
um en konur.
agas@mbl.is
Vel ætti að fara um ökumenn og farþega hins nýja Volvo S60.
Óhentug sæti
dýru verði keypt
L
ækkun hámarkshraða á veg-
um í Wales hefur dregið úr
mengun og losun niturdíox-
íðs í útblæstri bíla.
Hámarkshraði á svæðum með
þungri umferð var lækkaður niður í
80 km/klst. Á það meðal annars við
um M4-hraðbrautina við bæina Port
Talbot og Newport, auk þriggja ann-
arra svæða.
Gripið var til þessara ráða fyrir ári
til að gera heimastjórn Wales kleift
að standast lög og reglur Evrópu-
sambandsins um loftgæði. Knúði hér-
aðsdómstóll á um breytingarnar með
því að dæma heimastjórnina til
verksins.
Hraðamyndavélar voru líka settar
upp á A470-veginum við Upper Boat
nærri Pontypridd, á A483-veginum
við Wrexham og á A494-veginum í
Deeside. Þykir árangur af þeim það
góður að hraðalækkunin verður
áfram í gildi eða þar til magn nitur-
díoxíðs verður komið undir leyfilegt
hámark.
„Það er lífsnauðsynlegt að við höld-
um áfram að draga úr bílmengun til
að forða fólki frá heilsufarslegri
hættu,“ sagði Ken Skates, samgöngu-
ráðherra Wales, við BBC-stöðina, eft-
ir útkomu skýrslu sem staðfestir já-
kvæðan árangur af hraðalækkuninni.
„Ég ætla að flestir bílstjórar séu því
sammála að það varði meiru að forða
fólki frá sjúkdómum eða meiðslum og
jafnvel dauða en að stytta ferðatíma
sinn um eina mínútu eða tvær.“
Talsmaður breska bíleigenda-
félagsins AA sagði það almennt þekkt
að lægri hraðamörk drægju úr meng-
un „þar sem minna eldsneyti væri
notað“ á lægri hraða.
agas@mbl.is
Tilraunaverkefni í Wales þykir hafa gefið góða raun og aukið loftgæði.
Mengun minnkar
við minni hraða