Morgunblaðið - 15.10.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.10.2019, Blaðsíða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ B ílaáhuginn hjá Pétri Erni Guðmundssyni, söngvara Buffs og Dúndurfrétta, er djúpsálrænn. Þegar hann þarf að koma ró á hugann fer hann í stuttan bíltúr og nær þannig að núllstilla sig. „Ég held þetta komi til af því að þegar ég var lítið barn, var órólegur og vildi ekki sofa, þá gripu mamma og pabbi iðulega til þess ráðs að setja mig í aftursætið og aka af stað, og þannig sofnaði ég fljótt. Greinilega hefur aksturinn einhver sálræn áhrif á mig, og raunar á það við um öll farartæki að þegar ég er kominn um borð í þau á ég auðvelt með að sofna.“ Komið er að tímamótum hjá Pétri og félögum hans í Buffi því þetta sí- unga dansleikjaband fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Hljóm- sveitin mun af því tilefni halda tón- leika í Bæjarbíói í Hafnarfirði 25. október, í Alþýðuhúsinu Vest- mannaeyjum 26. október og svo á Græna hattinum á Akureyri 2. nóv- ember. Lukkulegur á öflugum Jeep Þegar litið er yfir draumabílskúr Péturs má sjá að hann hefur nokkuð fjölbreyttan smekk og má þar finna bæði litla franska bíla og banda- ríska hlunka. Sjálfur ekur hann í dag um á vígalegum Jeep Grand Cherokee, árgerð 2005, með stórri Hemi-vél. Hann segir aldur bílsins ekki farinn að segja til sín þótt hann sé orðinn fjórtán ára gamall: „Ég keypti hann notaðan, svokallað frú- areintak með aðeins einn eiganda á undan mér sem hafði farið mjög vel með ökutækið og sinnt viðhaldinu samviskusamlega,“ segir hann. „Áð- ur ók ég um á Subaru Legacy ár- gerð 1998, sem afi heitinn átti á undan mér. Sá bíll var með 320.000 km á mælinum þegar upp var stað- ið, og fór alltaf í gang vandræða- laust. Eina ástæðan fyrir því að ég þurfti að kveðja hann var sú að á endanum var undirvagninn orðinn svo ryðgaður að bíllinn gat ekki staðist skoðun.“ Að mati Péturs er Grand Cher- okee-inn kjörinn fyrir íslenskar að- stæður, enda rúmgóður, skemmti- legur í akstri og bíll sem lætur erfiða færð ekki stöðva sig. Hann játar að Hemi-vélin geti svolgrað í sig bensínið. „Á móti kemur að ég bý einn og þarf ekki þarf að halda uppi fjölskyldu, auk þess sem ég drekk ekki áfengi, svo ég get látið það eftir mér að eyða peningum í að fylla bensíntankinn endrum og sinn- um. Svo nota ég jeppann ekki endi- lega daglega, því það koma tímabil inn á milli þar sem ég vinn að heim- an og stendur hann þá bara óhreyfður á hlaðinu á meðan.“ Fjölskyldubíllinn eyðilagður á þriggja vikna tímabili Gengið hefur á ýmsu í bílasögu Péturs, en þegar hann var á þrí- tugsaldri átti hann þátt í að eyði- leggja heimilisbíl foreldra sinna. „Fjölskyldan hafði búið í Svíþjóð og eignast þar forláta Ford Sierra, árgerð 1988. Þetta var gæðabíll, og ekki margir honum líkir á Íslandi; með tveggja lítra vél, beinni inn- spýtingu og topplúgu, og var hann djásn fjölskyldunnar,“ segir Pétur söguna. „Fjölskyldan flutti til Ís- lands árið 1990, tók bílinn með og lék allt í lyndi þar til 1994 eða 95 að systir Péturs er á bílnum og lendir í árekstri. „Hún keyrir inn í hliðina á öðrum bíl, svo að Fordinn skemmdist dálítið að framan en var samt ökuhæfur og blessunarlega urðu engin slys á fólki. Skömmu síðar var mamma að þrífa bílinn á frostdegi, og í hugsunarleysi hellir hún sjóðandi heitu vatni á fram- rúðuna svo þar kemur risastór sprunga. Þá var ég á bílnum stuttu seinna að flytja hljóðfæri milli staða með Einari vini mínum. Ford Sierra er nokkurs konar stallbakur með aflíðandi rúðu yfir skottinu, og þegar við skelltum skottlokinu stóðu hljóðfærin svo langt út að þau mölvuðu afturrúðuna. Loks var ég á ferðinni með félögum mínum á Kringlumýrarbraut og uppgötvaði á fullri ferð að læsingarbúnaðurinn fyrir húddið hafði skemmst í árekstrinum skömmu áður og fýk- ur vélarhlífin upp og skellur á framrúðunni. Ég náði að skrensa og stoppa bílinn á umferðareyju og þegar ég hringdi í mömmu til að segja henni fréttirnar gat hún ekki annað en sprungið úr hlátri, enda engu lagi líkt hvernig bíllinn hafði á aðeins þremur vikum farið frá því að vera rosalega fínn fjölskyldubíll yfir í að verða algjört flak.“ ai@mbl.is Draumabílskúr Péturs Arnar Guðmundssonar Aksturinn róar hugann Morgunblaðið/Eggert Þegar Pétur var lítið barn beittu foreldrar hans því bragði að fara í bíltúr til að svæfa hann hratt og vel. Þegar hann var á þrí- tugsaldri átti Pétur Örn í Buffi þátt í því að breyta Ford-fjölskyldu- djásninu í óökufært skran á aðeins þremur vikum Í villtustu draumum: Lotus Esprit S1 bíll eins og sá sem James Bond var á í The Spy Who Loved Me. Sá bíll gat kafað í sjónum. Það myndi stytta ferðatímann minn milli Kópavogs og Reykja- víkurflugvallar mikið, með rosalegum stæl. Hver vill ekki eiga slíkan bíl? Sunnudagabíllinn: Citroën DS. Ég hef sjaldan setið í þægilegri bíl og minnir hann mest á geimskip, franskar kvikmyndahátíðir og rómantík. Grænn slíkur væri fullkominn á sunnudögum þar sem sunnudagar eru uppáhaldsdagarnir mínir. Tímalaus hönnun sem er í senn ljóð- og myndræn. Á góðar minningar úr slíkum bíl. Fyrir lottóvinninginn: Rauður Ford Mustang Mach 1 árgerð 1971 eins og ég. Það hefur alltaf verið draumurinn. Þarf ekk- ert fleiri orð til að útskýra ást á þeim bíl. Það skýrir sig sjálft. Hinn fullkomni íslenski hversdagsbíll: Ég er á þeim bíl í dag og hentar mér fullkomlega. Það er 2005 Jeep Grand Cherokee fjórhjóladrifinn með 5,7 V8 HEMI. Oft er ég með hljóðfæri í bílnum og þarf því pláss og stund- um er ég með fullan bíl af farþegum og þá finnst mér gott að hafa kraft og mjúkheit hinnar amerísku bifreiðar. Þetta er eiginlega draumabíllinn minn. Langar samt mikið í Jeep Cherokee Trackhawk með 6,2 lítra,707 hestafla Hellcat-vél. Ég er svo mikill kisukall. Litli borgarbíllinn: Citroën 2CV. Ég þekkti tvær mann- eskjur sem áttu svona bíl þegar ég var á mennta- skólaárunum og ég hef síð- an þá elskað þessi nettu og fallegu ökutæki. Allt í þeim er súper einfalt og til þess að fá ferskt loft í bílinn er sveif sem er skrúfuð og þá opnast lítið þil undir fram- rúðunni. Það er reyndar minna skemmtilegt þegar þilið festist opið í íslenskri stórhríð. Gríðarlega sjarm- erandi bíll. Fíni bíllinn: Ég hef ætíð verið hrifinn af Mercedes Benz og svartur CLS 500 væri bíll sem ég myndi ekki kasta út úr bílskúrnum. Með 400 hestafla 4,6 lítra V8 væri ég alltaf í jakkafötum að keyra vini og vandamenn úr matarboðum og svo taka einn rúnt um borgina í nóttinni og horfa á norð- urljósin uppi á Hellisheiði. Mótorhjólið: Ég hef alltaf ætlað að fá mér mótorhjóla- próf en ekki enn látið verða af því. En það breytir því ekki að Yamaha V- MAX-mótorhjól ca ’85-’93 er hjól sem heillar mig. Ég er ekki þessi „racer“- týpa en finnst V- Maxinn fara milli- veginn á milli racer og cruiser. Flott hönnun sem höfð- ar til mín. Ómissandi nr. 8: Ef pen- ingar væru ekki fyrirstaða og leyfi til að nota vélina þá myndi Lockheed SR-71 Blackbird vera góð viðbót og reyndar kirsu- berið á ísjakanum í skúrnum mínum. Þá gæti ég farið frá London til New York á undir tveimur tímum og verið kominn heim fyrir kvöldmat.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.