Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.2019, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2019 Faxaflóahafnir sf. óska eftir að ráða yfirvélstjóra dráttarbáta Faxaflóahafna sf. til starfa. Starfið felst m.a. í vélstjórn á dráttarbátum sem og yfirumsjón með viðhaldi og umgengni um borð í dráttarbátum Faxaflóahafna sf. Unnið er í dagvinnu alla virka daga frá 07:00 til 17:00. Viðkomandi er verkstjóri annarra vélstjóra í þeim viðhalds- og umgengnisverkefnum dráttarbáta sem sinna þarf hverju sinni auk annarra tilfallandi verkefna tengt hafnarþjónustu. Hæfniskröfur eru vélstjórnarréttindi VF.1, reynsla af yfirvélstjórn skipa, öryggisnám Slysavarnaskóla sjómanna, góð íslensku-, ensku- og tölvukunnátta. Þar sem í gildi eru ákvæði laga um hafnavernd þá er óskað eftir að umsækjandi geti lagt fram sakavottorð. Umsókn ásamt ferilskrá sendist til Faxaflóahafna sf., á netfangið olafur@faxafloahafnir.is eigi síðar en fimmtudaginn 31. október n.k. Nánari upplýsingar um starfið gefur Gísli J. Hallsson yfirhafnsögumaður, gisli@faxafloahafnir.is Yfirvélstjóri Faxaflóahafna sf. Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra, en undir hatti Umhyggju starfa 18 foreldrafélög langveikra barna á Íslandi. Markmið Umhyggju er að standa vörð um réttindi langveikra barna og styðja við fjölskyldur þeirra á margvíslegan hátt. Sálfræðiþjónusta fyrir foreldra langveikra barna er meðal þeirrar þjónustu sem Umhyggja býður upp á. Umhyggja – félag langveikra barna óskar eftir sálfræðingi í 50-100% starfshlutfall Helstu verkefni og ábyrgð • Stuðnings- og ráðgjafarviðtöl við foreldra langveikra barna • Þátttaka í fræðslustarfi, fyrirlestrum eða námskeiðum um sálfræðileg málefni fyrir fjölskyldur langveikra barna • Önnur verkefni sem framkvæmdastjóri/stjórn felur starfs- manni Menntun og hæfniskröfur • Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi • Þekking og reynsla á málefnum langveikra barna æskileg • Þekking og reynsla af vinnu með áföll æskileg • Sérlega góð færni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, sjálfstæði, jákvæðni og sveigjanleiki Umhyggja býður sanngjörn kjör og sveigjanleika í starfi. Umsóknum ásamt ferilskrá og kynningarbréfi skal skilað til Umhyggju -félags langveikra barna, Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík, eða í tölvupósti á netfangið arny@umhyggja.is eigi síðar en 1. nóvember. Miðað er við að starf hefjist sem fyrst eftir áramótin, eða í samráði við starfsmann. Nánari upplýsingar veitir Árný Ingvarsdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri í síma 6617166 eða arny@umhyggja.is hagvangur.is Fullt af öflugu sölufólki! Stjórn Samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir hefur samþykkt að form- legt nafn verði eftirleiðis Grænvangur, og Green by Iceland á ensku. Í tilkynningu seg- ir að nafnið Grænvangur sé líklegt til að fest- ast í sessi í máli manna. Þá sé enska nafnið Green by Iceland lýsandi og vísi til verkefn- isins Inspired by Iceland sem hafi virkað vel. Þá hafa tveir verkefnisstjórar verið ráðnir til Grænvangs, þær Kamma Thordarson í kynningarmálin og Birta Kristín Helgadótt- ir sem verður verkefnisstjóri á sviði grein- inga. Reynt fólk sem nýtur trausts Kamma Thordarson útskrifaðist frá há- skóla í París með meistarapróf í alþjóða- samskiptum með áherslu á orkumál og blaðamennsku. Einnig er hún menntuð í kín- versku. Undanfarið ár hefur Kamma unnið á samskiptasviði Íslandsstofu og sinnt þar vef- gerð og samfélagsmiðlum. Birta Kristín er með M.Sc-próf í umhverf- is- og orkuverkfræði með áherslu á end- urnýjanlega orkugjafa frá Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hún starfað sem ráð- gjafi við málefni er lúta að endurnýjanlegri orku hjá verkfræðistofunni Eflu. „Starf Grænvangs er óðum að taka á sig mynd. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá til okkar reynt fólk sem nýtur trausts á sínu sviði til þess að takast á við þau stóru verk- efni sem bíða okkar,“ segir í tilkynningu, haft eftir Eggerti Benedikt Guðmundssyni, forstöðumanni Grænvangs. Efla samstarf og draga úr losun Stofnfundur Grænvangs var 19. september. Hlutverk hans er að efla samstarf atvinnulífs og stjórnvalda við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að kolefnishlutleysi árið 2040. Þá er unnið með fyrirtækjum að markaðssetningu grænna lausna á alþjóðamarkaði og unnið að kynningu á Íslandi sem leiðandi lands á sviði sjálfbærni. Að Grænvangi standa forsætisráðuneytið, umhverfis- og auð- lindaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneytið; Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðar- ins, Samorka, Orkuklasinn, Viðskiptaráð Íslands, Bændasamtök Íslands, háskólar og Íslandsstofa, auk fjölda fyr- irtækja. Starfsemin er hýst hjá Íslandsstofu og náið samstarf milli þeirrar stofnunar og Grænvangs. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Haustlitir Umhverfismál eru hvarvetna ofarlega á baugi og leitað er grænna lausna. Í skógum Heiðmerkur við Elliðavatn. Góður Grænvangur  Verkefnisstjórar til starfa  Starfsemin að taka á sig mynd Birta Kristín Helgadóttir Eggert Benedikt Guðmundsson Kamma Thordarson Stofnuð hefur verið ráðgjaf- arþjónustan Birki ráðgjöf þar sem boðið er upp á mannauðs- og rekstrar- ráðgjöf frá ráðgjöfum með mikla reynslu úr atvinnulíf- inu. Einnig er í boði fræðsla og vinnustofur fyrir stjórn- endur og starfsmenn. Hjá Birki ráðgjöf er lögð áhersla á langtímaárangur og eft- irfylgni. Að baki Birki ráð- gjöf standa Guðmundur Páll Gíslason, Ingibjörg Gísla- dóttir og Rakel Heiðmars- dóttir. Guðmundur Páll er við- skiptafræðingur að mennt og hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri hjá Skeljungi, rekstrarstjóri hjá Högum og framkvæmda- stjóri hjá West Ham Football Club. Ingibjörg er með há- skólapróf í boðskiptafræðum í viðskiptaumhverfi og fram- haldspróf á sviði starfsþró- unar. Hún hefur starfað við mannauðsráðgjöf til stjórn- enda og stjórnendaþjálfun á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar síðast- liðin 16 ár. Rakel er með doktorspróf í ráðgjafar- sálfræði og hefur starfað við mannauðsstjórnun í um 14 ár, meðal annars hjá Norður- áli og Bláa lóninu. Ráðgjafar Frá vinstri talið Rakel Heiðmarsdóttir, Guðmundur Páll Gísla- son og Ingibjörg Gísladóttir, sem öll búa að mikilli reynslu úr atvinnulífi. Þrjú munu sinna ráðgjöf hjá Birki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.