Morgunblaðið - 31.10.2019, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
S
tór hópur fólks leggst á eitt
við að gera Sjávarútvegs-
ráðstefnuna að veruleika
og sífellt er leitað leiða til
að bæta og efla þennan
fjölsótta viðburð. „Við hlustum vel á
ábendingar fundargesta, og eftir ráð-
stefnuna í fyrra var send könnun á
alla þátttakendur til að fá sem
gleggsta mynd af þeim áherslum sem
fólk vill sjá á næstu ráðstefnum,“ seg-
ir Axel Helgason, formaður stjórnar
Sjávarútvegsráðstefnunnar.
Að vanda spanna málstofur ráð-
stefnunnar breitt svið og má segja að
á viðburðinum sé boðið upp á þver-
skurð af sjávarútveginum eins og
hann leggur sig; allt frá nýjustu rann-
sóknum og tækni á sviði veiða og
vinnslu yfir í alþjóðlega markaðs-
setningu og framleiðslu verðmæta úr
hliðarafurðum. Axel vekur sér-
staklega athygli á málstofu sem helg-
uð er kynningum á nemenda-
verkefnum tengdum sjávarútvegi.
„Þetta er löng málstofa með fjölda
áhugaverðra erinda og gott tækifæri
til að sjá hvað fólkið sem mun leiða
greinina í framtíðinni er að fást við í
dag. Þá á ég von á að margir verði
forvitnir um málstofu helgaða raf-
rænu eftirliti í sjávarútvegi, en þar
fáum við erlenda aðila til að ræða um
þann búnað og aðferðir sem reynst
hafa vel við eftirlit í öðrum löndum.“
Seljum frá okkur forskotið
En ráðstefnan er ekki síður tækifæri
til að heyra skoðanir fólksins í grein-
inni og á milli málstofa spinnast iðu-
lega líflegar umræður um þær áskor-
anir og tækifæri sem íslenskur
sjávarútvegur stendur frammi fyrir.
Sjálfum þykir Axel áhugavert að
skoða hvernig greinin mun halda for-
skoti sínu á aðrar fiskveiðiþjóðir,
enda ljóst að víða um heim eru sjáv-
arútvegsfyrirtæki að tæknivæðast og
innleiða nýjar aðferðir við veiðar og
vinnslu svo að auka megi gæði hrá-
efnisins. Axel segir ekki hægt að
neita því að erlendu keppinautarnir
reiði sig í auknum mæli á íslenskar
tæknilausnir, og þannig hafi greinin á
vissan hátt grafið undan eigin hags-
munum og selt frá sér forskotið.
Hann hamrar á því að það sé bæði
eðlilegt og æskilegt að flytja íslenskt
hugvit út með þessum hætti, og
ánægjulegt að sjá hvernig framleið-
endur vinnslutækja og veiðarfæra
hafa vaxið á síðustu árum.
„En við þurfum líka að vera með-
vituð um hvernig þetta mun móta
samkeppnisumhverfið til framtíðar.
Mörg þeirra landa sem um ræðir hafa
aðgang að mun meira hráefni en við,
eiga auðveldara með flutninga á mik-
ilvægustu markaði og þar er launa-
kostnaður lægri. Undanfarna áratugi
hefur íslenskur sjávarútvegur lagt of-
uráherslu á að auka gæðin og náð
miklum árangri, en við ættum að vera
vakandi fyrir því að við getum ekki
haldið gæðaforskotinu að eilífu.“
Axel nefnir Rússland í þessu sam-
bandi, og bendir á að það skjóti
skökku við að rússnesk útgerðarfélög
geti keypt íslenskan vinnslubúnað
vandræðalaust á meðan íslenskir
fiskútflytjendur fá ekki að selja af-
urðir sínar til Rússlands. „Innflutn-
ingsbann Rússa er enn í gildi og veld-
ur óheppilegu ójafnvægi í viðskiptum
þjóðanna á sviði sjávarútvegs.“
Hann bætir við að markaðurinn
geri æ meiri kröfu um að lágmarka
umhverfisáhrif veiða, vinnslu og
flutninga og þar standi Íslendingar
frammi fyrir stærri áskorunum en
margar aðrar þjóðir. „Við sendum
okkar verðmætustu vöru á markaði
með flugi og þurfum að hafa frum-
kvæðið að því að finna leiðir til að lág-
marka sótspor ferska fisksins.“
Vottuð, hrein og umhverfisvæn
Að þessu sögðu kemur Axel auga á
fjölda tækifæra til að gera enn betur,
og þannig viðhalda forskoti íslensks
sjávarfangs. Hann leggur sérstaka
áherslu á gott markaðsstarf og segir
að þar geti það hjálpað íslenskum
sjávarútvegsfyrirtækjum að flagga
því að alþjóðleg vottunarfyrirtæki
hafi vottað sjálfbærni veiða úr helstu
nytjastofnum í íslenskri lögsögu, auk
þess að sjórinn umhverfis landið sé
eins hreinn og kostur er. „Greinin
ætti líka að gefa því gaum að í um-
ræðunni um umhverfismál sé sjáv-
arfang ekki talað niður. Þannig hefur
plastmengun í höfunum verið mjög til
umræðu undanfarin misseri og um-
fjöllunin á þeim nótum að neytendur
geti vænst þess að finna plast í fisk-
bitanum sínum. Bætist það við frétta-
flutning um að fiskstofnar heimsins
séu ofnýttir, og dynur þannig á neyt-
endum neikvæð umfjöllun um sjáv-
arfang,“ útskýrir hann. „Það þarf að
gæta þess að jákvæðu sögurnar heyr-
ist líka, og t.d. ættum við að leggja
okkur fram við að upplýsa neytendur
um að sótspor hvers kílógramms af
fiski sem syndir frjáls þar til hann er
dreginn úr sjó er um einn þrítugasti
af sótspori kílógramms af kjöti af bú-
fénaði sem ræktaður er á landi.“
Aðspurður hvað geti helst tryggt
að íslenskur sjávarútvegur dafni vel á
komandi áratugum segir Axel að
þurfi að búa þannig um hnútana að
sem mestur fjölbreytileiki sé í grein-
inni. „Það er mín skoðun að ekki sé
endilega farsælast að íslensk sjávar-
útvegsfyrirtæki stækki æ meira og
meira með samrunum og yfirtökum.
Styrkleikinn felst í fjöbreytileikanum
og að margir aðilar sérhæfi sig hver
með sínum hætti í að framleiða og
selja ákveðnar vörur, og að sjávar-
útvegstengd starfsemi safnist ekki öll
á fáar hendur.“
Þarf meiri fisk á markað
Hann óttast m.a. fækkun smærri
fiskvinnsla og segir það óheppilega
þróun að framboð fisks á markaði fari
minnkandi. „Undanfarin ár hafa að-
eins um 18% af bolfiski verið boðin
upp á fiskmarkaði og aukning orðið í
beinni sölu á fiski til útflutnings. Það
að ekki skuli meiri fiskur rata á mark-
að veldur ýmsum vandræðum, s.s. að
sá fiskur sem útgerðarfélög landa
beint inn í eigin vinnslu er gerður upp
á verði sem miðar við markaðsverð,
sem er þó ekki að myndast við eðlileg
skilyrði,“ segir Axel en bætir við að
það þurfi að leysa þennan vanda með
sem minnstum inngripum. „Ein leið
gæti verið að kveða á um að allur sá
fiskur sem útgerðir landa og taka
ekki beint inn í eigin vinnslu verði að
fara á uppboðsmarkað.“
Axel óttast einnig að það þrengi að
sjávarútvegi úr ýmsum áttum. Þann-
ig hafi launakostnaður hækkað hratt,
gengisþróunin verið óhagfelld að
undanförnu, og veiðigjöld verið
íþyngjandi. „Núna er deilan um veiði-
gjöldin komin nokkurn veginn fyrir
horn og upphæðirnar viðráðanlegar.
Hefur það komið sér vel á þessu ári
þar sem fiskverð hefur verið á upp-
leið og margar tegundir hækkað um
fjórðung eða þriðjung. En afkoma
veiða í ár verður notuð til viðmiðunar
við útreikning veiðigjalda árið 2021
og hætt við að það komi illa við grein-
ina ef markaðsverð hefur þá lækkað á
ný. Ættu stjórnvöld að hafa það hug-
fast að til lengri tíma litið hefur rík-
issjóður mestra hagsmuna að gæta af
því að sjávarútvegsfyrirtækjum séu
sköpuð góð starfsskilyrði og ekki of
hart sótt að greininni með sértækum
sköttum, enda skatttekjur ríkis og
sveitarfélaga af daglegri starfsemi
sjávarútvegsins margfalt hærri en
þær tekjur sem fást með veiðigjald-
inu.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Axel Helgason bendir á að samkeppnisþjóðir Íslands búi margar að ódýrara vinnuafli og hentugri flutningsleiðum. Íslenskur sjávarútvegur ætti, meðal annars, að taka forystu í að minnka sótspor flutninga.
Forskotið varir ekki að eilífu
Axel Helgason segir ís-
lenskan sjávarútveg
þurfa að vera meðvit-
aðan um að aðrar fisk-
veiðiþjóðir keppast við
að auka hjá sér gæðin
og saxa á það forskot
sem íslenskar sjáv-
arafurðir hafa notið
um langt skeið.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Frá sjómannadeg-
inum. Lönd eins og
Rússland keppast við
að tæknviæða hjá sér
vinnslu og veiðar.