Morgunblaðið - 16.11.2019, Page 3
HÄSTENS
Árið 1852 hóf sænski söðlasmiðurinn Pehr Adolf Janson
framleiðslu á reiðtygjum undir merkinu Hästens. Upp úr
aldamótunum 1900 færðist framleiðslan að mestu yfir í
smíði á rúmum og rúmdýnum sem enn í dag þykja með
því besta sem völ er á fyrir svefnherbergi heimsins.
Frá árinu 1952 hefur Hästens séð sænsku konungs-
fjölskyldunni fyrir rúmum sem segir sitt um tímalaus
gæði framleiðslunnar.
Herlewing rúmið
Herlewing er sögnin „að vakna“ á afríkönsku. Þessi nafngift
er engin tilviljun. Þríþætt samverkandi gormakerfi undir
35 lögum af handunnum gæðaefnum úr náttúrunni lyfta
þér á æðra stig — bæði í svefni og vöku.
Hästens Herlewing er hugvitsamleg smíð þar sem miðju-
gormarnir eru sjálfstæðir og bregðast hver um sig við
þrýstingi, óháðir hver öðrum. Þannig geta tveir sofið í sama
rúmi og hreyft sig án þess að trufla betri helminginn.
Og ekki nóg með það. Tvö gormakerfi til viðbótar mynda
undirstöðu þess að hver einasti hluti líkamans fái
fullkominn stuðning.
Það er varla hægt að ímynda sér þá hvíld sem hárnákvæm
blanda af mýkt og stuðningi veitir þér. Þú verður bara að
koma í verslun okkar, prófa og finna áhrifin af eigin raun.
Verslun Hästens á Íslandi er til húsa í Faxafeni 5 á sama
stað og Betra bak.
Að baki hverju og einu Hästens-rúmi
liggja um 320 vinnustundir þrautþjálfaðra
handverksmanna og í Herlewing koma
saman 35 lög úr 100% náttúruefnum sem
leggja grunn að óviðjafnanlegum
svefngæðum.
Morgunblaðið og Hästens eru stolt af því
að vinna saman að því að gefa einum
heppnum áskrifandaMorgunblaðsins
Herlewing-rúm frá Hästens.