Umhverfið - 12.06.1984, Blaðsíða 4

Umhverfið - 12.06.1984, Blaðsíða 4
UmhverSið 1. tbl. 12.júní1984 6. árgangur Frá Ferðamálaráði Gangið vel og þriflega um landið. Gætið þess að landið og hin viðkvæma náttúra þess er sá arfur sem vér eig. um að skila næstu kynslóð óspilltri af mannavöldum. Ferðamálaráð íslands. Úr starfsskýrslum klúbbanna Búrfell Selfossi Nú þegar vetrarstarfi Kiwanis- manna fer sen að ljúka og ég lít yfir veturinn, þá var starf okkar Búrfells- félaga með nokkuð hefðbundnum hætti. Sjö fyrir-lesarar hafa komið á fundi til okkar og frætt okkur um hin ýmsu mál, og hafa umræður um þau mál verið fjörugar. Til okkar komu sjö félagar úr Smyrli í Borgarnesi mjög óvænt og var það hinn fróðlegasti fundur og ákaflega skemmtilegur. í Styrktarsjóð rennur allt fé af flugeldasölu klúbbsins og auglýsingum á bókamerki í símaskrá. Bæði verkefnin gengu mjög vel eins og að undanförnu, og eru þessar fjár- aflanir komnar í mjög fast form. Styrktarnefnd hefur haft í mörg horn að líta. Á síðasta ári gaf klúbburinn hljóðbylgjutæki til heilsugæslustöðvar á Selfossi, en það er notað við sjúkranudd. Framlög úr styrktarsjóði hafa verið þessi. Björgunnarsveitinn Tryggvi á Selfossi voru færðar 25.000 kr. að gjöf til tækjakaupa. Svæðisstjórn þroskaheftra var gefin vefstóll ti! notkunar á vernduðum vinnustað. Skiptinemasamtökin fengu 5000 kr. Sjötti flokkur knattspyrnudeildarinnar á Selfossi fær 16.000 kr. styrk til starfsemi sinnar. Endurskinsmerki voru gefin til barna í Grunnskólunum á félagssvæðinu. Ég vilað lokum þakka félögum og velunnurum gott samstarf, Kiwanis kveðjur til ykkar allra. Forseti Búrfells Jón O. Vilhjálmsson Helgafell Vestmannaeyjum Annríkisár mætti kalla síðasta starfsár félaganna í Vestmannaeyjum. í ágúst héldu þeir umdæmisþingið. Þangað komu fulltrúar frá öllum klúbbum í íslenska umdæminu að Færevjum meðtöldum. Alls sóttu þingið og lokahófið 452. Þingfulltrúum og gestum gátu þeir bæði komið í gistingu og veitt þeim eftirminnilega skemmtun á lokahófinu. Að loknu þessu stórvirki héldu þeir sínu striki í hefðbundnum verkefnum vetrarins. Til líknar- félags- og menningarmála hafa þeir veitt mikið fé og vinnu. Augnlækningatæki sem kostuðu 70 þús. kr. voru gefin á Heilsugæslustöð- ina. Tii byggingar sólskála við Elli- heimilið voru veittar 10.000, kr. Blóð- rannsóknartæki sem kosta 100.000, kr. er ákveðið að gefa til Sjúkrahússins einnig fær Sjúkrahúsið 80 bindi af bókum. Þá fær Blindrabókasafn ís- lands 7.000, kr. Einnig fær barn styrk kr. 25.000, til utanfara*- vegna’læknis- aðgerðar. Þá heimsóttu þeir Elliheim- ilið og Sjúkrahúsið um jólin og veittu þar vistmönnum glaðning bæði í formi sælgætis og jólastemmingar. Þetta er aðeins örstutt upptalning úr starfsskýrslu þeirra. Hitt er ótalið hve mikla ánægju þeir hafa haft af þessu framlagi sínu og hinu innra starfi klúbbsins. Mjög er það líka áberandi hversu kraftmikill hópur stendur með þeint í einu og öllu, en það eru eiginkonur þeirra. Um skemmtanalíf segja þeir í loka- skýrslu sinni: ..Hápunkturinn á þessu sviði var er Sinawikkonur buðu okkur til vorhátíðar, glæsileg veisla þar sem konurnar sjá unt að allir fái nóg í mat og drvkk”. Ölver Þorlákshöfn Þegar lesin er skýrsla Ölvers kemur í ljós að þeir hafa haft í æði mörgu að snúast, og láta mikið að sér kveða. Sem dæmi um það þá fóru þeir í jólasveinabúninga á Þorláksmessu og seldu íbúum Þorlákshafnar jólatré og greni fyrir jólin. Þá veit hreppsnefndin vel af þeint dugnaði sem í þessum félögum býr, því í samvinnu við klúbbinn er hreppsnefndin að athuga með kaup og útvegun á tannlækninga- tækjum. Þeir reka húsið sitt með miklum myndarbrag. En þeir eru rniklir aflamenn enda eru aflakóngar í þeirra hópi. Þeir hafa aflað mikið í styrktarsjóð sinn. Framlög þeirra úr styrktarsjóði hafa verið þessi. Björg- unarsveitin fékk 15.000, kr., til kirkj- unnar fóru 75.000, kr. Á milli lína í skýrslunni má lesa hinn mikla áhuga sem ríkir í öllu félagsstarfi inu hjá þeim hvort sem það eru hinir vinsælu miðdegiskaffitímar á sunnu- dögum fyrir gesti og gangandi, eða félagsfundir og samkomur þeirra. Dímon Hvolsvelli í þeirri viku sent þessi grein kemur fvrir almenningssjónir, þá stendur yfir uppgræðslustarf þeirra félaga austur við Stóru-Dímon. Þetta uppgræðslu- starf þeirra er þegar farið að bera árangur. Um áramótin stóðu þeir fyrir áramótabrennu og flugeldasýningu, uppsetningu ljósaskiltis í Hvolsfjalli ásamt björgunarsveitinni. Fjáröflun þeirra í styrktarsjóð hefur gengið vel en styrki hafa þeir veitt eins og undanfarandi ár. Við opnun heilsu- gæslustöðvarinnar gáfu þeir hjarta- línuritstæki aðverðmæti 120-130 þús. kr. Allir nemendur grunnskólanna í sýslunni fengu endurskinsmerki eins og undanfarin ár. Mikil og sterk félagstengsl eru í klúbbnum og gagnvart íbúum á svæð- inu. í heild er mjög forvitnislegt að lesa starfsskýslur klúbbanna. Gaman er að fylgjast með frá ári til árs hvernig starfið gengur. Einnig er klúbbfélög- unum það mikið áhugamál að allir hinir mörgu sem veita liðsinni og fjárfranúög fái að vita í hvað fjármagn- inu er varið. Hj.Þ. HERJÓLFSFERÐ ER ÖRUGG FERÐ <$> TTLKYNNING um áætlun Frá 1. maí til 1. september 1984 Mánudaga—föstudaga: Frá Vestmannaeyjum kl 7.30, frá Þorlákshöfn kl. 12.30. Aukaferðir föstudaga: Frá Vestmannaeyjum kl. 17.00, frá Þorlákshöfn kl. 21.00. Laugardaga: Frá Vestmannaeyjumkl. 10f. h., fráÞorlákshöfnkl. 14.00. Sunnudaga: Frá Vestmannaeyjum kl. 14.00, frá Þorlákshöfn kl. 18.00. Pantanir á kojum og fyrir bíla ísímum 98-1792 og 98-1433 Vestmanna- eyjum. Símar vöruafgreiðslu Vestmannaeyjum 98-1838 og Reykjavík 91-86464. HERJÓLFSFERÐ ER GÓÐ FERÐ HERJÓLFUR H.F. Pósthólf 129 S Reykjavík 86464 - S Vestmannaeyjum 1792 - 1838 - 1433 Unglingavinnan og umhverfið í öllum þéttbýlissveitarfélögum, sem haft var samband við er komin af stað og sumstaðar lokið við að hreinsa öll opin svæði og umhverfis helstu byggingar. Þá hefur einnig verið hreinsað meðfram þjóðvegum. í flestum tilfellum er þetta verkefni sem unglingar taka að sér — unglingavinnan —. Þó er einnig sú venja að þjónustuklúbbarnir á svæðinu hafa tekið að sér snyrtingu meðfram þjóðvegi á þeirra starfssvæði. Þarna er helst um að ræða að Lionsmenn beiti sér fyrir þessu.

x

Umhverfið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umhverfið
https://timarit.is/publication/1413

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.