Barnablaðið - 22.12.2019, Page 4
BARNABLAÐIÐ4
Hvað hafið þið verið að gera þetta heila ár sem
liðið er frá síðustu jólum?
Leppalúði: Ég hef aðallega verið í því að sofa,
ég er mjög góður í því, en Grýla hefur verið að
hoppa á milli tinda og hitta önnur tröll, hún
heldur að það sé að vera á Tinder.
Grýla: Ég hef nú mest verið að þvælast með
öðrum en honum Leppalúða mínum, enda
ekkert gaman þegar karlinn manns sefur öllum
stundum.
Hvað varð til þess að Grýla valdi að lokum
letihauginn Leppalúða til að búa með af öllum
þeim kærustum sem hún hefur átt?
Grýla: Nú, þetta er svo fjallmyndarlegt! Ég hef
étið nokkra af þessum fyrrverandi kærustum
mínum svo það er lítið gagn að þeim.
Hvar eru dætur ykkar, Leiðindaskjóða,
Leppatuska, Bóla, Skjóða, Skotta, Nípa,
Típa, Næja, Tæja, Redda, Sledda og hinar
stelpurnar? Hvers vegna fá þær aldrei að koma
fram á jólunum með ykkur eða strákunum
ykkar jólasveinunum?
Grýla: Þær eru svo ljótar greyin, nei ég er að
grínast, ha, ha, ha (hroðalegur hrossahlátur).
Þær hafa alveg fengið að vera með stundum,
þær eru eitthvað á ferðinni. Við erum ekkert að
banna þeim þetta, en það er mikil íhaldssemi
í fjöllunum og þær eru mest heima að sauma.
Við ættum kannski að breyta þessu um næstu
jól, láta strákana vera heim að sauma og leyfa
stelpunum að fara til byggða og skemmta?
Hver sér um að járna þig, Grýla, sem ert með
hófa og það þarf að negla undir þig skeifur svo
þú verðir ekki sárfætt þegar þú þrammar til
byggða niður úr fjöllunum?
Grýla: Leppalúði minn sér um að járna sína
kellingu, hann er bestur í þ
eitt af því fáa sem hann ge
vel greyið.
Hvernig gengur þér að búa með henni Grýlu
veslings Leppalúði?
Leppalúði:Æ, ég verð að játa að það ekkert
grin að búa með svona ofvirku trölli eins og
henni Grýlu, hún vill alltaf vera að gera eitthvað
en ég er meira fyrir að hvíla mig og hafa það
kósí. Hún er sífellt að draga mig fram úr bælinu
til að fara út að sprella, djöflast í snjókasti eða
stríða jólakettinum. Hún er líka alltaf að segja
mér fyrir verkum, skipa mér að smíða hitt og
þetta sem vantar, hillur, borð og bala, en
ég verð strax uppgefinn og þarf þá að
leggjast niður til að hvíla mig. Þá
húðskammar hún mig, öskrar og
æpir og kastar hlutum í veggi.
Ég fyrirgef henni lætin af því að
hún er mjög dugleg að knúsa
mig á milli skammanna.
Borðið þið enn börn?
Finnst ykkur barnakjöt besti
maturinn?
Grýla og Leppalúði alveg samtaka:
Við harðneitum að svara þessari
spurningu!
Grýla: Foreldrar hafa skammað mig fyrir að
hræða börn, en ég læt það ekkert á mig fá, ég er
grjóthörð og gef ekkert eftir. Foreldrar kvarta yfir
að við séum of grimm og hræðileg, en hringja
samt í okkur til að fá okkur sem skemmtikrafta.
Vilja svo ekki leyfa okkur að borða börnin. Þetta
getur verið ruglandi og þreytandi fyrir okkur.
Býr jólakötturinn enn hjá ykkur?
Leppalúði: Tja, jú við sjáum hann stundum á
ferli hjá okkur ræfilinn, en hann er ekkert feitur
lengur. Hann þarf að fara að finna sér eitthvað
annað að gera en að éta börn, þau fá öll nýja flík
á jólunum svo það er ekkert að hafa fyrir hann í
magann sinn mjóa.
Hafið þið tileinkað ykkur tæknina, notið þið til
dæmis snjallsíma og tölvur?
Grýla: Ekki ég! Ég hef barasta engan áhuga á
því!
Leppalúði: Jú, ég er spenntur fyrir
tækniframförum og nota bæði síma og
tölvur, enda ekki annað hægt þegar
tröll eins og ég býr í helli í afdal.
Ég þarf að kunna á tölvu af
því að ég settist á skólabekk
í Háskólanum, það er svo
þægilegt að koma þar við í
leiðinni, skólinn er hér við
hliðina á Þjóðminjasafninu.
Þar er líka mötuneyti en
mér finnst gott að geta fengið
mér hámenntaðan mat í minn
maga, ég er alltaf svangur.
Hvernig viðrar í hellinum núna í desember, er
ekki skítakuldi hjá ykkur?
Grýla og Leppalúði: Nei, það er alltaf gott veður
inni í okkar helli, við hitum upp með ástinni að
mestu leyti, við kúrum mikið saman og hlýjum
hvort öðru. Það logar alltaf lítill ástareldur á
hlóðunum hjá okkur, við pössum mjög vel að
hann slokkni aldrei. Við erum mjög rómantísk,
ólíkt því sem margir halda. Sumir segja okkur
afstyrmi, en við erum krúttbollur inn við beinið,
alveg svakalegar ástardúllur.
ví,
rir
„Hún er
sífellt að
draga
mig fram
úr bælinu
til að fara
út að
sprella,“
Grýla og Leppalúði eru ekkert sérlega frýnileg en
skemmtileg eru þau og forvitnileg, þau eru tröll og
lifa allt öðruvísi lífi en við mannfólkið, búsett í helli
lengst uppi í fjöllum. Blaðamaður Barnablaðsins
fékk að hitta þau skötuhjú rétt áður en þau stigu
á svið í Þjóðminjasafninu til að skemmta börnum,
en þau koma til byggða einu sinni á ári, í desember,
til að kíkja á krakka fyrir jólin og athuga hvernig allt
gengur í mannabyggðum. Þau voru hress og kjaftfor
og Grýla hló svo hátt að húsið skalf. Ástin logar enn
glatt á milli þessara tröllahjóna sem eru til alls líkleg.
TRÖLLIN TVÖ
ALLTAF Í STUÐI