Fréttablaðið - 28.11.2002, Síða 10

Fréttablaðið - 28.11.2002, Síða 10
10 28. nóvember 2002 FIMMTUDAGURSVONA ERUM VIÐ ADSL mótald • Stofngjald • Músarmotta Samtals verðmæti 18.125 kr. Aðeins 5.900 kr. Hver býður betur? Start- pakkinn - allt sem til þarf ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 1 94 98 11 /2 00 2 islandssimi.is 800 1111 ÚTFLUTNINGUR Sjávarútvegurinn vegur sífellt minna í vöruútflutn- ingi þjóðarinnar. Kaupþing gerir í spá sinni ráð fyrir að sú þróun haldi áfram. Hlutfall sjávarút- vegs í vöruútflutningi var 90% árið 1960 en er um 60% í ár. Esther Finnbogadóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Kaup- þings, segir þessa þróun halda áfram. Gera megi ráð fyrir að hlutfallið geti farið niður undir 50% á næstu tíu árum. Spá Kaupþings gerir ráð fyrir 1,5% raunvexti í greininni á næstu árum. Verðmæti sjávaraf- urða muni því aukast, en verð- mæti annara útflutningsvara muni aukast meira. Í spánni er gert ráð fyrir stækkun Norðuráls og byggingu álvers Alcoa við Reyðarfjörð. Esther bendir á að vægi sjávar- útvegsins verði áfram mjög mikið í hagkerfinu. Minnkandi vægi sjávarútvegs sést víðar en í vöru- útflutningi. Hlutfall þeirra sem vinna við greinina hefur lækkað úr 14% árið 1970 í 9% á árinu 2000. ■ VIÐSKIPTI Íslenskir bankar eru dýr- ari en bankar í Evrópu og Banda- ríkjunum ef arðsemiskrafa þeirra er borin saman við vexti áhættu- lausra ríkisskuldabréfa. Þegar helstu kennitölur bankanna eru skoðaðar kemur í ljós að markað- urinn metur Íslandsbanka hærra en Búnaðarbanka og Landsbanka. Markaðir meta bandaríska banka hærra en evrópskra. Kennitölu- samanburður sýnir að Íslands- banki samsvarar bandarískum bönkum en Landsbanki og Búnað- arbanki hins vegar evrópskum. Ávöxtunarkrafa ríkisskulda- bréfa til fimm ára er 6,8% á Ís- landi, í Evrópu er hún 3,8% og 3,1% í Bandaríkjunum. Vænt arð- semi evrópskra banka er 7,3%, sem er 3,5% yfir áhættulausri fjárfestingu. Í Bandaríkjunum er áhættuálag umfram ríkisbréf 4,3%. Áhættuálagið er sú krafa sem fjárfestar gera um arðsemi um- fram það sem áhættulaus fjár- festing gefur. Þannig krefjast kaupendur bréfa í Íslandsbanka ekki nema 0,9% þóknunar fyrir áhættuna sem fylgir því að kaupa í stöku fyrirtæki, fremur en ríkis- skuldabréf. Álagið er 2,3% fyrir Landsbanka og 3,1% fyrir bréf Búnaðarbanka. Arðsemin er mið- uð við vænta arðsemi eigin fjár bankanna eins og hún er sett fram í áætlunum bankanna sjálfra. Kjölfestufjárfestar bankanna greiddu auk þess yfirverð fyrir bréfin. Það þýðir að þóknun þeirra fyrir áhættuna sem fylgir kaupum í bönkunum er lægri en markaðurinn almennt gerir kröfu um. Það þýðir að kjölfestufjár- festarnir hljóta að horfa til hag- ræðingar í fjármálageiranum ef þeir ætla að fá viðunandi arðsemi á fjárfestingu sína. Verðlagning bankanna bendir til þess að al- mennt geri eigendur hlutabréfa í bönkunum kröfu um að hagræð- ing náist í rekstri þeirra. Ef markaðsvirði í hlutfalli við eigið fé er skoðað kemur í ljós að hlutfallið er 2,17 hjá bandarískum bönkum en 1,74 hjá þeim evr- ópsku. Það þýðir að markaðsvirð- ið er ríflega tvöfalt eigið fé banda- rískra banka. Már Wolfgang Mixa, sérfræðingur hjá verð- bréfadeild Sparisjóðs Hafnar- fjarðar, segir ástæðuna vera að bandarískt bankakerfi sé betur rekið og menn nái meiri arðsemi út úr þeim fjármunum sem bundnir séu í bönkunum. „Hlut- fallið hjá Íslandsbanka er 2,29. Ís- landsbanki er kominn lengst í hagræðingu af bönkunum og er að ná mestu út úr rekstrinum.“ Hlutfallið er 1,61 í Landsbanka og 1,88 hjá Búnaðarbanka. Már segir því til nokkurs að vinna að nýta betur efnahag þessara banka. Varðandi erlendan saman- burð segir hann að verð erlendra banka sé lægra nú en verið hefur. „Ýmis áföll hafa dunið yfir í bankakerfinu erlendis sem hefur orðið til þess að verð lækkaði.“ haflidi@frettabladid.is MIÐBÆRINN „Þetta er sérstakur staður og í raun gullmoli í mið- bænum,“ segir Oddný Björgvins- dóttur á fasteignasölunni Grund, sem býður nú fyrrum húsnæði spilavítisins við Suðurgötu 3 til kaups. Um er að ræða jarðhæð og kjallara, samtals um 170 fermetr- ar. Að auki fylgir stórt anddyri bakatil sem áður var inngangur spilavítisins og styr stóð um en hefur nú verið samþykkt af skipu- lagsyfirvöldum. „Þarna er hátt til lofts og vandaðar veggklæðning- ar,“ segir Oddný. Í gamla spilavítinu er salernis- aðstaða fyrir bæði kynin auk eld- unaraðstöðu þó ekki sé um að ræða eiginlega eldhúsinnréttingu. Í eina tíð var þarna rekin verslun sem sneri út að Suðurgötu og fyr- ir innan var íbúð kaupmannshjón- anna: „Þann leik væri hægt að endurtaka hvort sem um væri að ræða verslun, verkstæði eða veit- ingahús,“ segir fasteignasalinn. FLUTT ÚR LANDI Sjávarafli var 90% af þeim vörum sem Ís- lendingar fluttu út árið 1960. Í dag er hlut- fallið 60% og fer lækkandi. Vægi sjávarútvegs minnkar: Verður helmingur af vöruútflutningi SUÐURGATA 3 Eitt sinn spilavíti - nú til sölu. Suðurgata 3: Húsnæði spilavítisins til sölu EKKI ÓDÝRIR Verð íslenskra banka bendir til þess að fjárfestar eigi von á því að rekstur þeirra batni. Erlendis er gerð hærri ávöxtunar- krafa umfram ríkisskuldabréf við kaup á hlutabréfum banka. LYKILTÖLUR Í MILLJÖRÐUM KRÓNA Íslandsbanki Landsbanki Búnaðarbanki Evrópskir bankar Bandarískir bankar Eigið fé 20,4 16,3 14,9 Væntur hagnaður 3,4 2,3 2,5 Markaðsvirði 44,7 25,0 25,2 Vænt arðsemi (í %) 7,7% 9,1% 9,9% 7,3% 7,4% SAMANBURÐUR ÁVÖXTUNARKRÖFU RÍKISBRÉFA OG BANKA Ísland Evrópa Bandaríkin Ávöxtunarkrafa 5 ára ríkisbréfa 6,8% 3,8% 3,1% Meðaltalsávöxtunarkrafa banka 8,9% 7,3% 7,4% Munur á ávöxtun ríkisbréfa og hlutabréfa banka 2,1% 3,5% 4,3% Kaupendur banka vænta hagræðingar Íslenskir bankar eru dýrari en erlendir bankar ef miðað er við áhættulausa ávöxtun ríkisbréfa. Þær kennitölur sem fjárfestar miða við sýna líkindi með Íslandsbanka og bandarískum bönkum. Búnaðarbanka og Landsbanka svipar til evrópskra banka. Unglingadeild var sett á laggirnar á Vogi árið 2000. Með tilkomu hennar var þjón- usta við vímuefnaneytendur stóraukin og bætt. Umfang hennar er nú það mikið að biðlistar eru horfnir og bið unglinga eftir meðferð hjá SÁÁ er engin eða óveruleg. FJÖLDI UNGRA EINSTAKLINGA Á SJÚKRAHÚSINU VOGI 1991-2001* 1991 106 1993 126 1995 137 1997 206 1999 257 2001 294 Heimild: Árskýrsla SÁÁ Halldór um Björn Grétar: Vorkenni manninum VERKALÝÐSFÉLÖG „Ég vorkenni manninum að bera þessa hugsun í höfðinu því þetta er svo fjarri sannleikanum sem hugsast get- ur,“ segir Hall- dór Björnsson, f o r m a ð u r Starfsgreina- sambandsins, um ásakanir Björns Grét- ars Sveinsson- ar, fyrrum for- manns Verka- m a n n a s a m - bands Íslands, í Mannlífsvið- tali þess efnis að Halldór hafi staðið að baki því að sér væri þröngvað úr starfi. Í viðtalinu segir Björn Grétar að Halldór hafi verið potturinn og pannan í að koma sér frá. Hervar Gunnarsson, formaður Verkalýðs- félags Akraness, hafi komið með tilboð um starfslokasamning og ætlað sér að taka við hlutverki Björns Grétars. Halldór neitar því að hann hafi nokkru ráðið um þetta öðru vísi en svo að samþykkja starfsloka- samninginn sem formaður Efling- ar. „Ég hélt ég hefði leyst þetta í samtali við Björn Grétar.“ Síðan sé nokkur tími liðinn og hann hafi ekkert heyrt frá Birni um þetta fyrr en nú í viðtali eftir að greiðsl- ur vegna starfslokasamningsins eru fallnar niður. ■ BJÖRN GRÉTAR SVEINSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.