Fréttablaðið - 28.11.2002, Page 12

Fréttablaðið - 28.11.2002, Page 12
12 28. nóvember 2001 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUFRÉTT HEILBRIGÐISMÁL Tryggingastofnun hefur skrifað þeim sérfræðing- um bréf sem vísir hafa verið að því að vísa sjúklingum frá nema þeir greiði að fullu þjónustu þeir- ra. Kristján Guðjónsson, for- stöðumaður sjúkratrygginga- sviðs, segir að í bréfi stofnunar- innar sé óskað eftir svörum fyrir 3. desember. Hann segir enn fremur að fyrir dyrum standi fundur með samninganefnd sér- fræðilækna þar sem þessi mál verða rædd. Aðspurður um hvers vegna ekki hafi fyrr verið haft samband við læknana og skýr- inga krafist í stað þess að upp- lýsa fjölmiðla, segir hann ástæð- una vera að nauðsynlegt hafi ver- ið að fá upplýsingar frá sjúkling- um áður en til þess kæmi. „Þegar svör koma frá læknunum erum við í stakk búnir til að setjast nið- ur með samninganefndinni og ræða þetta mál. Nú þegar hefur okkur borist ábending um 11 til- vik og það eru fimm sérfræðing- ar sem eiga þar í hlut. Án aðstoð- ar almennings hefðum við ekki getað upplýst mál af þessum toga,“ segir Kristján. Rétt er að geta þess að aðeins örfáir í hópi sérfræðinga eiga þarna í hlut. ■ Tryggingastofnun skrifar læknum: Ábendingar um fleiri tilvik hafa borist HEGNINGARHÚSIÐ Forstöðumaðurinn segir Ástþór ekki hafa verið hýstan þar. Yfirmaður Hegningar- hússins við Skólavörðu- stíg: Ástþór var ekki hér FANGELSI „Ástþór Magnússon kom aldrei hingað, við sáum hann bara í sjónvarpinu,“ sagði Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fang- elsanna í Reykjavík. Ranghermt var í Fréttablaðinu í gær að Ástþór hefði dúsað í Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg 9. Hið rétta er að hann gisti nótt í fangaklefa á Hverfisgötu. „Fjas Ástþórs um skort á hreinlætisaðstöðu og það að eng- inn hafi svarað á því ekki við Hegningarhúsið eða starfsmenn þess, enda vinnum við okkar störf á fagmannlegan hátt,“ sagði Guð- mundur Gíslason. ■ REYNDI INNBROT MEÐ KÚBEINI Karlmaður reyndi innbrot á veit- ingastað í miðborg Reykjavíkur með kúbeini klukkan sex í gær- morgun. Sjónvarvottur sá til þjófsins og hafði samband við lögregluna. Hún kom fljótt á staðinn og var maðurinn handtek- inn. Hann reyndist að sögn lög- reglu góðkunningi hennar. Var maðurinn yfirheyrður í gærdag. Fulltrúaráð Starfsgreina- sambandsins: Átelur vinnubrögð ráðherra KJARAMÁL Fulltrúaráð starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum innan Starfsgreinasambands Íslands átelur harðlega þann drátt sem orðið hefur á efndum fjármála- ráðherra á loforði sem gefið var í tengslum við endurskoðun á for- sendum kjarasamninga í desem- ber 2001. Fulltrúaráðið segir efndirnar lýsa pólitískum trú- verðugleika ráðherrans. Loforð hans hafi verið skýrt, réttindi starfsmanna hjá ríkinu skyldu vera þau sömu óháð félagsaðild. Ráðið skorar á fjármálaráðherra að standa við yfirlýsingu sína. ■ ÓGERLEGT NEMA MEÐ AÐSTOÐ ALMENNINGS Ellefu tilvik, þar sem fimm læknar eiga í hlut, hafa borist Tryggingastofnun. Orkuveitan hagnast: Græðir 2,2 milljarða UPPGJÖR Fyrstu 9 mánuði ársins voru tekjur Orkuveitu Reykja- víkur 8,2 milljarðar. Hagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjár- magnsliði var 2,8 milljarðar. Hagnaður eftir skatta var 2,2 milljarðar. Eignir voru 63,6 millj- arðar og eigið fé var 36,9 millj- arðar. 9 mánaða uppgjörið sýnir sam- bærilega afkomu og 6 mánaða uppgjörið gerði og munar mestu um mikinn viðsnúning fjármagns- kostnaðar frá árinu í fyrra. ■ Gott ár hjá Jarðborunum: 110 milljóna hagnaður UPPGJÖR Rekstrarhagnaður Jarð- borana á fyrstu níu mánuðum ársins 2002, fyrir fjármagnsliði og skatta, nam 139,5 milljónum króna en var 68,3 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Var rekstrarhagnaðurinn 15,4% af heildartekjum fyrirtækisins, samanborið við 8,5% af heildar- tekjum á fyrstu níu mánuðum ársins 2001. Hagnaður eftir skatta nam 110 milljónum króna og er þá búið að færa til gjalda 31,7 millj- óna króna tekjuskatt og 1,3 milljóna króna eignarskatt. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.