Fréttablaðið - 28.11.2002, Page 14

Fréttablaðið - 28.11.2002, Page 14
14 28. október 2001 FIMMTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Evrópusambandið er stórt og Ís-land lítið. Þess vegna mun Evr- ópusambandið hafa mikil áhrif á Íslandi en Ísland lítil áhrif í Evrópu- sambandinu. Hvort Íslendingar sækja um aðild að sam- bandinu eða ekki skiptir ekki megin- máli; hægt og bít- andi munu áhrif Evrópusambandsins á Íslandi vaxa – svo mjög að á endanum skiptir í raun sáralitlu hvort Íslendingar eru alveg undir sambandinu eða allir nema litla táin. Evrópusambandið er langmikil- vægasta einstaka svæðið í inn- og útflutningi Íslendinga. Íslendingar eru háðir sambandinu. Ef þeir vilja forðast þá stöðu að gefa sífellt eft- ir í samningum við sambandið ættu þeir að draga skipulega úr viðskiptum við það. Á meðan þessi viðskipti aukast jafnt og þétt eru engar líkur til annars en tök Evr- ópusambandsins á Íslendingum eigi eftir að vaxa. Sú hugmynd er della að Evrópu- sambandið sætti sig við það til lengri tíma að Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein hafi aðgang að innri markaði sambandsins án þess að bera sömu byrðar og full- gildir meðlimir. Evrópusambandið mun alltaf hafa það að markmiði að koma yfir á þessar þjóðir meiri skyldum og draga úr þeim kostum sem þær hafa af óvígðri sambúð sinni við sambandið. Eftir því sem þjóðunum í Evrópusambandinu fjölgar og styrkur þess vex, því meiri þungi verður í þessari kröfu. Fyrr eða síðar hverfa kostir þess fyrir Íslendinga að standa utan sambandsins. Við erum því á leið í Evrópu- sambandið – hvort sem við viljum viðurkenna það eða ekki. Við get- um frestað inngöngu en ekki kom- ið í veg fyrir hana nema með gríð- arlegu átaki. Við þyrftum að draga úr viðskiptum og tengslum við Evrópu og leita skjóls hjá annarri jafnöflugri blokk. Rétta spurning- in í Evrópumálunum er því ekki: Eigum við að ganga í Evrópusam- bandið? Heldur: Eigum við ekki að ganga í Evrópusambandið? Ef menn játa fyrri spurningunni þurfa þeir ekkert að gera. Tíminn mun soga okkur inn. Ef menn svara þeirri seinni játandi þurfa menn hins vegar að grípa til að- gerða strax. Gallinn er hins vegar sá að þeir sem eru með ólund gagn- vart Evrópusambandinu hafa enga stefnu um hvernig við getum hald- ið okkur utan þess. Þess vegna eru allir Íslendingar fylgjandi Evrópu- sambandinu. Menn hafa bara mis- munandi skoðun á því hvernig til- hugalífið á vera. ■ Fyrr eða síðar hverfa kostir þess fyrir Ís- lendinga að standa utan sambandsins. Við erum á leið í Evrópusambandið skrifar um hvernig Íslendingar muni sogast inn í Evrópusambandið hvort sem þeir sækja formlega um eða ekki. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON Staða borgarinnar innan Landsvirkjunar metin Sett hefur verið á laggirnar ný nefnd sem á að gera tillögur að heildarstefnu Reykjavíkurborgar í orkumálum. Nefndin á að taka mið af sjálfbærri þróun og umhverfisstefnu borgarinnar. Minni- hlutinn var ósáttur við að fá ekki að tilnefnda fulltrúa í nefndina. BORGARMÁL Nýstofnuð nefnd, sem á að gera tillögur að heildarstefnu Reykjavíkurborgar í orkumálum, hefur m.a. það verkefni að meta stöðu borgarinnar innan Landsvirkj- unar og móta fram- tíðarsýn varðandi eignarhlut borgar- innar í fyrirtækinu. Í störfum sínum á nefndin að taka mið af sjálfbærri þróun og umhverf- isstefnu Reykjavík- urborgar. Meðal helstu verkefna nefndarinnar er að leggja mat á líklega þróun og breyt- ingar í orkumálum. Hún á að kanna framtíðarhorfur á áframhaldandi nýtingu vistvænnar orku og hvort raunhæft sé að auka hlut Orkuveitunnar á kostnað innfluttra orkugjafa, t.d. í samgöngumálum. Nefndin á að meta möguleika á nýjum orkuvinnslusvæðum. Þá á hún að meta stöðu og hlutverk Orkuveitunnar í nýsköpun og þróun á sviðum sem tengjast starfsemi, eignum og grunngerð fyrirtækisins. Formaður nefndarinnar er Már Guðmundsson hagfræðingur. Auk hans sitja Þorsteinn Ingi Sigfússon verkfræðingur, Páll Halldórsson jarðeðlisfræðingur, Álfheiður Inga- dóttir líffræðingur, Sveinn Hannes- son framkvæmdastjóri, Geir Magn- ússon forstjóri og Áslaug Björg- vinsdóttir í nefndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Frjálslyndra og óháðra voru mjög ósáttir við að hafa ekki fengið að tilefna fulltrúa í nefndina. „Ekki verður séð að skilningur á orkumálum og umhverfismálum ráði miklu við val fólks í þessa nefnd,“ segir í bókun F-listans. Í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir: „Eftir að borgarráðsfulltrúarnir höfðu tilkynnt að Björn Bjarnason og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson yrðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefnd um heildarstefnu í orkumál- um ákvað borgarstjóri að hverfa frá því að leita eftir tilnefningu frá Sjálfstæðisflokknum og er hópurinn skipaður á þeirri for- sendu.“ trausti@frettabladid.is ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Nefndin á að kanna framtíðarhorfur á áframhaldandi nýtingu vistvænnar orku á starfs- svæði Orkuveitu Reykjavíkur og hvort raunhæft sé að auka hlut hennar á kostnað inn- fluttra orkugjafa t.d. í samgöngumálum. „Ekki verður séð að skiln- ingur á orku- málum og um- hverfismálum ráði miklu við val fólks í þessa nefnd.“ Kvart og kvein Þriggja barna móðir skrifar: Ífrétt um heilahimnubólusetn-ingu í blaðinu 21. nóv. kemur fram að foreldrar hafi gagnrýnt framkvæmd bólusetninganna. Kvartað er yfir að þeir sem eigi fleiri en eitt barn þurfi að fara fleiri en eina ferð á heilsugæsluna. Mikið finnst mér svona kvart og kvein leiðinlegt. Að sjálfsögðu fylgir því meiri vinna og fyrirhöfn að eiga þrjú börn en eitt. Við ætt- um að vera ánægð með að boðið skuli vera upp á svona bólusetn- ingu og þar sem langflest börn eru í leikskólum eða öðrum skólum býst ég við að einfaldast sé að skipuleggja bólusetninguna út frá því og taka einn skóla fyrir í einu. Ef upp koma einstök vandamál hlýtur að vera hægt að leysa þau án þess að hlaupa með það í fjöl- miðla. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.