Fréttablaðið - 03.12.2002, Page 1

Fréttablaðið - 03.12.2002, Page 1
LIST Málverk í húsnæðisvanda bls. 12 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Þriðjudagurinn 3. desember 2002 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Bíó 20 Íþróttir 16 Sjónvarp 22 KVÖLDIÐ Í KVÖLD FYRIRLESTUR Dick Ringler, prófessor í enskum miðaldabókmenntum og norrænum fræðum, heldur fyrir- lestur í tilefni af útkomu bókar sinnar um ævi og störf Jónasar Hallgrímssonar. Fyrirlesturinn verður í hátíðasal Háskóla Íslands og hefst klukkan 12. Jónas krufinn TÓNLEIKAR Blásarakvintett Reykja- víkur leikur verk eftir Haydn og Mozart, auk tilbrigða við menúett úr óperu Mozarts „Don Giovanni“ eftir óbóleikarann Joseph Trieben- see. Tónleikarnir verða í Landa- kotskirkju og hefjast klukkan 20. Klassík í kirkjunni HANDBOLTI Tveir leikir fara fram í átta liða úrslitum SS-bikarkeppni karla í handknattleik í kvöld. Fylkir og Valur mætast í Fylkis- höllinni og Breiðablik tekur á móti Fram í Smáranum. Báðir leikirnir hefjast klukkan 20. Bikarslagir FÓTBOLTI Willum og Valdimar bestir ÞRIÐJUDAGUR 242. tölublað – 2. árgangur bls. 16 BÆKUR Rauður í staðinn fyrir gulur bls. 24 PERSÓNAN bls. 2 Geri allt nema standa upp úr stólnum ALÞINGI Fleiri lög- fræðingar og yngri þingflokkur bls. 30REYNT AÐ NÁ MYNDUM AF VOPNAEFTIRLITINU Í ÍRAK Sjónvarpsmyndatökumenn hafa þarna komið sér fyrir ofan á strætisvagni fyrir utan verksmiðju í Bagdad í von um að ná myndum af vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna handan við múrvegginn. STJÓRNSÝSLA Tveimur ættingjum Sigurðar Geirdal, bæjarstjóra í Kópavogi, var úthlutað lóðum í Vatnsendalandi. Reykvíkingur sem synjað var um lóð hefur kært málið til félagsmálaráðuneytisins og óskað ógildingar. Hann telur að aðferðir Kópavogsbæjar við lóða- úthlutunina hafi bæði verið ófag- mannlegar og engan veginn í sam- ræmi við lög og reglur. Félags- málaráðuneytið hefur óskað eftir því við Kópavogsbæ að lóðaút- hlutun fari ekki fram að svo stöddu. Ráðuneytið bendir á í bréfi að embættismönnum Kópa- vogsbæjar sé ekki kunnugt um verklagsreglur lóðaúthlutunar. „Við teljum að það sé enginn grundvöllur fyrir þessari stjórn- sýsluákæru,“ segir Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs í Kópavogi. Hann bendir á að bær- inn hafi frest til 10. desember til að svara athugasemdum ráðu- neytisins. „Athygli ráðuneytisins hefur verið vakin á því að ekki hafa ver- ið settar reglur um málsmeðferð við úthlutun byggingarlóða í Kópavogsbæ,“ segir í bréfi sem ráðuneytið sendi Kópavogsbæ 19. nóvember. Reykvíkingurinn telur vafa leika á því að jafnræðis hafi verið gætt við úthlutun lóðanna og tek- ur hann sem dæmi að tveir ætt- ingjar Sigurðar Geirdals bæjar- stjóra hafi fengið samliggjandi lóðir. Þá telur hann þær skýringar sem hann hefur fengið frá starfs- mönnum Kópavogsbæjar benda til þess að efnahagur umsækjenda hafi ráðið mestu um það hverjir fengu úthlutað lóð. Ef jafnræðisregla hefur verið brotin gerir kærandinn þá kröfu að ráðuneytið felli umrædda út- hlutun úr gildi og að lóðunum verði endurúthlutað með lögmæt- um hætti. Ráðuneytið hefur farið fram á að fá upplýsingar um það hvaða reglum bæjaryfirvöld hafi farið eftir við úthlutun lóðanna. Jafnframt hefur bæjarráð beint þeim tilmælum til bæjaryfirvalda að þau tilkynni þeim aðilum sem fengu úthlutað lóðum í fyrri áfanga norðursvæðis að fram sé komin stjórnsýslukæra, þar sem krafist er ógildingar á ákvörðun bæjarráðs frá 31. október. trausti@frettabladid.is Úthlutun til ættingja kærð Félagsmálaráðuneytinu hefur borist stjórnsýslukæra vegna lóðaúthlut- unar í Vatnsendalandi. Tveir ættingjar Sigurðar Geirdal fengu lóð. SEMENTSVERKSMIÐJAN Ríkissjóður hyggst selja allan hlut sinn í Sem- entsverksmiðjunni hf. á Akranesi. Samkvæmt heimildum blaðsins mun tillaga meirihluta fjárlaga- nefndar þar um verða lögð fram á Alþingi á fimmtudag en lokaum- ræða um fjárlagafrumvarp næsta árs er fyrirhuguð á föstudag. Í upphaflegu fjárlagafrumvarpi er lagt til að heimilt verði að selja allt að 25% hlut ríkissjóðs í verk- smiðjunni en nú ku ríkisstjórnin hafa ákveðið að selja alla verk- smiðjuna. Það er áfall fyrir Skaga- menn því búast má við að einhver samdráttur fylgi sölu. Í verksmiðj- unni starfa nú um 85 manns og af- leidd störf á Akranesi og í ná- grenni eru vel á annað hundrað. Vegna samkeppni á sements- markaði, þar sem því hefur verið haldið fram að innflytjandi dansks sements hafi beitt undirboðum síð- astliðin tvö ár, hefur Sementsverk- smiðjan hf. átt í verulegum rekstr- arerfiðleikum. Tap verksmiðjunn- ar í fyrra var 228,4 milljónir króna og er talið að tap á þessu ári gæti orðið annað eins. Bæjarráð Akraness ályktaði ný- lega um málefni verksmiðjunnar og sagði að íslensk stjórnvöld, rík- isstjórn og Alþingi mættu ekki undir neinum kringumstæðum hika við að verja rekstur verk- smiðjunnar og beita til þess nauð- synlegum aðgerðum. Þá segir í ályktun stóriðjudeildar Verkalýðs- félags Akraness að það sé pólitísk ákvörðun að Sementsverksmiðj- unni verði gert kleift að starfa áfram. Akurnesingar muni fylgj- ast grannt með viðbrögðum stjórn- málamanna. ■ Sementsverksmiðjan á Akranesi: Ríkið hyggst selja öll hlutabréf sín AP /J ER O M E D EL AY JÓLALEGT Það er jólalegt um að litast í miðbænum. Miðbærinn: Jólamarkað- ur á Lækjar- torgi REYKJAVÍK Reykjavíkurborg hefur ákveðið að slá upp jólamarkaði á Lækjartorgi á sunnudögum fram að jólum. Fyrsti markaðsdagurinn verður um næstu helgi: „Við reisum stórt tjald á Lækj- artorgi þar sem í boði verður ís- lenskt handverk og alls kyns jóla- vörur,“ segir Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri miðborgar- innar. „Svo verðum við með Litlu jólin í gamla Hressingarskálanum og skreytum hann hátt og lágt,“ segir hún. Stóra markaðstjaldið á eftir að setja svip sinn á Lækjartorg en auk jólavarningsins mun Kristi- legt félag ungra manna og kvenna bjóða upp á heitt kakó á torginu. Ágóðinn rennur til líknarmála. ■ Skrautleg jól NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 27% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á þriðjudögum? 54% 72% REYKJAVÍK Hæg suðlæg átt og skúrir síðdegis. Hiti 5 til 10 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-5 Skúrir 8 Akureyri 10-15 Rigning 7 Egilsstaðir 13-18 Rigning 8 Vestmannaeyjar 8-13 Skúrir 8 ➜ ➜ ➜ ➜ + + + +

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.