Fréttablaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.12.2002, Blaðsíða 28
28 3. desember 2002 ÞRIÐJUDAGUR KIRKJUGARÐAR Á undanförnum árum hefur það færst mjög í vöxt að settir séu krossar með logandi perum á leiði í kirkjugörðum land- ins. Hingað til hefur aðeins verið hægt að leigja kransa og hafa fyr- irtæki skipt með sér görðunum. Samkeppnin hefur því verið lítil sem engin og hefur mörgum þótt bagalegt að hafa ekki úr neinu að velja þar sem aðeins hefur verið boðið upp á eina tegund krossa. Í ár ætlar ný jólavöruverslun í Hlíð- arsmára að bjóða til sölu tilbúna leiðakrossa. „Við hönnuðum kross- ana sjálf og létum smíða þá erlend- is en ætlum líka að selja krossa úr ryðfríu stáli sem smíðaðir voru fyrir okkur hér á landi,“ segir Sigurlaug Björnsdóttir. „Það er hægt að tengja krossana við geymi og við reiknum með að það þurfi aðeins að fylla á þá einu sinni yfir jólahátíðina.“ Margir munu eflaust taka þess- ari nýbreytni fegins hendi og hver veit nema fleiri verslanir taki þetta til fyrirmyndar og bjóði krossa til sölu. Hagleikum mönn- um ætti heldur ekki að verða skotaskuld úr því að smíða sjálfir slíka krossa og minnast þannig hinna látnu á persónulegan og ein- lægan hátt. Þetta myndi án efa auka fjölbreytnina í jólaskreyting- um kirkjugarða landsins og gefa þeim hlýlegra yfirbragð. ■ Ljósakrossar verða æ algengari: Samkeppnin eykst í skrauti 21 DAGUR TIL JÓLA JÓLATILBOÐ 10 tíma ljósakort kr. 3.500. 10 tíma ljós + 10 tíma slender tone kr. 10.000. Gelneglur kr. 4.500. Gelneglur með french k.r 5.500. Nudd - gufa. Verið velkomin S. 567-8780 Ídag er tilvalið að setjast niðurog útbúa nokkur jólakort ásamt fjölskyldu eða vinum. Sniðugt er að notfæra sér snjó- leysið og tína jurtir úr garðin- um eða fá sér göngutúr með lít- inn poka og safna efni á leiðinni. Séu jurtirnar rakar má pressa þær eða þurrka með hárblásara. Þá er hægt að líma þær á pappír og búa þannig til einstaklega per- sónuleg og skemmtileg jólakort. Til að lífga enn meira upp á kortin má nota liti með en gleym- um því ekki að jurtirnar eru oft mjög fjölskrúðugar ef vel er að gáð og standa alveg fyrir sínu. ■ KIRKJUGARÐUR Algengt er að aðstandendur minnist látinna ástvina yfir hátíðirnar með því að tendra ljósakrossa á leiðum þeirra. Smákökuuppskrift: Spesíur JÓLABAKSTUR Margir eru farnir að huga að jólabakstrinum. Líklega eru fáar smákökur einfaldari en spesíur og bragðið svíkur engan. 200 g smjör 250 g hveiti 100 g flórsykur Öllu hnoðað saman og búin til pylsa sem er geymd á köldum stað áður en hún er skorin í sneiðar. Bakað á 180 gráðum í um 5 mínút- ur. ■ JÓL „Bernskujólin eru mér mjög minnisstæð og jólin skiptu mig auðvitað miklu máli sem barn,“ segir Anna Valdimarsdóttir. „Ég minnist þess að ég settist stundum á miðju sumri í hornið á sófanum þar sem ég var vön að sitja á jólun- um og hugsaði til jólanna. Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér líka svo mikilvægt hvað mamma var alltaf glöð á jólunum þrátt fyr- ir að hún væri að vinna fram á síð- asta dag. Hún var aldrei stressuð eða í vondu skapi og þegar hún horfði á okkur systkinin í jólaföt- unum ljómaði andlit hennar.“ Pabbi Önnu rak bókaútgáfu og því naut hún góðs af. „Á hverjum jólum fékk ég einn háan og þung- an pakka sem mér fannst lang- mest spennandi og geymdi alltaf þar til síðast. Í þessum pakka voru nánast allar barnabækur sem komu út fyrir jólin,“ segir Anna og undirstrikar að jól án bóka séu óhugsandi enn þann dag í dag. ■ ANNA VALDIMARSDÓTTIR Jól án bóka eru óhugsandi. Eftirminnilegustu jólin: Bernskujólin eru minnisstæð JÓL Ljósaseríur eru ómissandi þegar nær dregur jólum. Ellý Sigfúsdóttir, eigandi Byggt og búið, hefur um árabil selt ljósaseríur. Hún segir mikla tískustrauma vera í ljósaserí- um. „Nú eru ljósaseríur með díóða- perum vinsælastar hjá okkur. Serí- urnar eru í laginu eins og hjörtu, blóm, kúlur eða kubbar. Hjörtun og blómin eru hvað vinsælust,“ segir Ellý. Hún segir að ljósaseríurnar séu ekki lengur bundnar við jólin, nú séu þær orðnar heilsárs. „Íslend- ingar hafa tekið þessum seríum opnum örmum til að lýsa upp skammdegið. Heilsársseríurnar seljast nú meira en hinar hefð- bundnu jólaseríur. Fólk bætir þeim við jólaseríurnar. Við erum til dæm- is með ansi margar nýmóðins serí- ur.“ Nýju seríurnar eru ólíkar þeim hefðbundnu að því leyti að þær eru ekki með grænan sökkull eða græna snúru. Sumar eru jafnvel ekki með sökkul. Þess í stað er hann ofin inn í snúruna. Ellý segir að nýmóðins seríurn- ar séu notaðar í alls kyns skreyt- ingar, til að mynda í brúðkaups- veislum, ofan í glervasa eða skál- ar. „Við seldum ekki seríur á sumrin en nú hefur það breyst,“ segir Ellý. „Hugarfarið er að breytast hvað þetta varðar og það er óhætt að segja að það hafi orðið bylting í ljósaseríum.“ ■ JÓLATRÉ Hægt er að móta jólatré úr ljósaseríunum. BLÓMALJÓS Blóm og hjörtu eru afar vinsæl nú. Bleik hjörtu eru vinsæl hjá unglingsstúlkum. JÓLALJÓS Hægt er að fá ljósin sem græn jólatré. Í BRÚÐKAUPSVEISLUN Ljósaseríur eru nú einnig vinsælar á sumrin. Tískustraumar í ljósaseríum: Heilsársseríur taka við af jólaseríum RISAVAXIÐ JÓLATRÉ Þessu tréi hefur verið komið fyrir í Dort- mund í Þýskalandi. Tréið, sem er 45 metr- ara á hæð, er búið til úr 1.700 furutrjám. Meira en 13.000 ljós munu lýsa það upp í desember. AP /M AR TI N M EI SS N ER FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.