Fréttablaðið - 03.12.2002, Síða 20

Fréttablaðið - 03.12.2002, Síða 20
Önnur kvikmyndin um HarryPotter endurheimti toppsæti bandaríska bíóaðsóknarlistans af James Bond um helgina. Potter trónir því á toppnum báðum megin við Atlantshafið. „The Chamber of Secrets“ var 17 daga að komast upp í 200 milljón dollara (rúmlega 17 milljarðar ísl. kr.) markið, tveimur dögum lengur en fyrri myndin. Leikstjórinn Kevin Smith hefurtamið sér undarlegar aðferðir til þess að þakka fyrir sig. Til þess að votta leikurun- um Ben Affleck og Jennifer Lopez þakklæti sitt fyrir að leika í væntan- legri mynd hans „Jersey Girl“ lét hann útbúa tölvu- leik þar sem leik- ararnir eru aðal- persónurnar. Leikurinn heitir „Jen Saves Ben“ og í honum brýst stúlk- an inn í vörugeymslu þar sem búið er að hlekkja Ben upp við vegg. Leikurinn er bardagaleikur í Commodore 64 stílnum og hljóma lög J-Lo undir þegar stúlkan spark- ar glæpamönnum úr veginum til ástmannsins. Smith er sjálfur aðal- illmennið og leikarinn Matt Damon er í hlutverki ills vélmennis. Og meira um leikaraparið Jenni-fer Lopez og Ben Affleck. Lopez krefst þess af ástmanni sín- um að hann skrifi undir samning áður en þau gifti sig sem segir meðal annars hvernig eignum þeirra verður skipt ef þau skilji. Það er ekkert óeðlilegt. Það sem er aftur á móti óeðlilegt í samningum er að Lopez setur greyinu honum Affleck nokkrar reglur sem hann verður að hlýða ef hjónabandið á að ganga. Þar stendur til dæmis að hann verði að greiða 5 milljón doll- ara sekt ef hann heldur framhjá, 1 milljónar dollara sekt ef hann lýg- ur og að hann verði að njóta ásta með eiginkonu sinni að minnsta kosti fjórum sinnum í viku. Þar hafið þið það. 20 3. desember 2002 ÞRIÐJUDAGUR ONE HOUR PHOTO kl. 5.30 4, 6, 8 og 10 SWIMFAN kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5, 8, og 10.50 bi. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 4,7 og 10 kl. 10.10Í SKÓM DREKANS POSSESSION kl. 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 4.50, 6, 8 og 10 THE TUXEDO kl. 6, 8 og 10 VIT474 UNDERCOVER BROTHER kl. 4 VIT 448 LILO OG STITCH/ísl.tal kl. 4 VIT429CHANGING LANES kl. 6, 8 og 10 VIT 479 Sýnd kl. 4 og 8 VIT 469 kl. 5.45, 8 og 10.15HAFIÐ kl. 5.50 og 8DAS EXPERIMEN TÓNLIST Rafdúettinn Ampop býr til mjög þægilega tónlist. Lágstemmt rafpopp er kannski rétta lýsingin. Kjartan leikur á hina ýmsu hljóð- gervla á meðan Birgir sér um söng og bassaleik. Blaðamaður settist niður með Kjartani og fékk hann til að rekja sögu sveitarinn- ar. „Þetta er lítil rómantísk saga,“ segir hann sögumannslega. „Biggi var búinn að vera í einhverjum rokkböndum sem unglingur. Á meðan var ég að dútla mér með hljóðgervla í herbergi. Við vorum saman í Fossvogsskóla, Réttar- holtsskóla og MS. Ég lét hann hafa spólu með ambient tónlist eftir mig 1998. Hann kom með hljóð- nema og fór að gaula inn á tónlist- ina sem ég var með í gangi og það lag kom nokkrum mánuðum síðan út á safnplötunni Spírur“. Tveimur árum seinna, kom svo út breiðskífan „Nature Is not a Virgin“ sem olli „straumhvörfum í íslensku tónlistarlífi“, eins og Kjartan orðaði það í gamni. Fyrr í ár gáfu þeir félagar svo út smá- skífuna „Made for Market“ hjá breska útgáfufyrirtækinu Static Caravan, sem gefur m.a. út raf- tónlistarmanninn Isan. „Svo gáfum við út „Remade for Market“ í 200 eintökum hérna heima fyrir þessar örfáu hræður sem nenna að hlusta á okkur.“ Þeir Ampop-liðar gengu nýver- ið til liðs við íslenska útgáfufyrir- tækið Thule Musik, fyrirtæki sem var stofnað fyrir 7 árum og sér- hæfir sig í jaðartónlist. „Made for Market kom út í gær. Þetta er 9 laga plata sem tók ár að vinna. Sumt af þessu er bara popptónlist, við erum með þrjú instrumental lög, eitt sem er nán- ast instrumental...bara smá gaul.“ Nokkrir góðir menn koma við sögu á plötunni. Má þar nefna trommuleikarann Nóa úr hljóm- sveitinni Náttfara og Ólaf Jósephs- son, sem er þekktur undir nafninu Stafrænn Hákon. Báðir hafa leikið mikið með Ampop á tónleikum. „Made for Market“ fæst í öll- um helstu tónlistarverslunum. Út- gáfutónleikar verða væntanlega haldnir í byrjun næsta árs. orlygur@frettabladid.is FRÉTTIR AF FÓLKI Lítil rómantísk saga AMPOP Kjartan og Birgir fagna um þessar mundir útgáfu annarrar breiðskífu sinnar. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 VIT 468 MASTER OF DISGUISE KVIKMYNDIR Kvennabósinn og drykkjurútur-inn James Bond reynist við góða heilsu, burtséð frá lítilsháttar lifrarskemmdum, þegar hann er settur í læknisskoðun í nýjustu Bondmyndinni Die Another Day (Að deyja annan dag), og það kem- ur á daginn að Bond er jafnspræk- ur og venjulega þótt kvikmynda- ferillinn spanni nú 40 ár og 5 eða 6 leikara í titilhlutverkinu.. Góður hluti myndarinnar er lát- inn gerast á Íslandi þar sem ómennið Gústi grafari hefur aðset- ur fyrir þróunarverkefni sitt í erfðafræði og í stað þess að selja hlutabréf hefur hann hagnast á verslun með illa fengna demanta sem hann þykist finna hér á klak- anum. Maður er að vísu hálfskúff- aður yfir að Ingibjörgu Sólrúnu skuli ekki hafa verið boðið að leika ofurkvendið fröken Frost og að Davíð Oddssyni skuli ekki sjást bregða fyrir í opnunarsamkvæmi erfðavísindastofnunar Gústa. En burtséð frá því er þessi mynd hin ágætasta landkynning og ánægju- legt að James Bond skuli vera genginn í Íslandsvinafélagið. Söguþráðurinn verður ekki rak- inn hér, enda skiptir hann minnstu máli. Um þessa Bondmynd dugir að segja að hér er á ferðinni „ein með öllu!“ Þráinn Bertelsson DIE ANOTHER DAY Um þessar mundir er að koma út ný breiðskífa frá dúettinum Ampop, „Made For Market“, sem Thule Musik gefur út. Birgir Hilmarsson og Kjartan Ólafsson skipa dúettinn. www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma Íslandsvinurinn, James Bond TÓNLIST Áður en ég byrja vil ég taka þaðfram að ég þoldi aldrei Sound- garden og að ég fékk aðeins einu sinni gæsahúð á Rage Against the Machine tónleikunum í Kaplakrika. Nýja sveitin AudioSlave varð til við samruna þessa sveita. Jú, hann Chris Cornell er alveg ágætis söngvari sem kann að kreista út „náttúrulega“ bjögun á háa C-inu. Hann veit að hann er klár og hikar ekki við að taka raddfimleika við tækifæri. Fyrir vikið verður hann aðeins of fyrirferðamikill fyrir minn smekk. Og jú, Tom Morello, Brad Wilk og Tim Bob, áður úr RATM, eru miklir rokkstefssnillingar sem hrista gríp- andi línur fram úr erminni. Það verð- ur að viðurkennast að sjaldan hefur rokkmaskína hljómað jafn vel smurð og þegar þessir þrír menn leika sam- an. AudioSlave hljómar nánast ná- kvæmlega eins og maður hefði ímyndað sér, alveg eins og Rage Aga- inst the Machine með söngvara Soundgarden í farabroddi. Þar sem ég sakna hiphop-áhrifa Zack de la Rocha og þar sem Chris Cornell hefur alla tíð farið í taugarn- ar á mér býst ég ekki við því að þessi endi aftur í spilaranum. Ég efast samt ekki um að sveitin eigi eftir að fagna töluverðum vinsældum. Uppá- haldslögin mín voru þau sem voru ólíkust Rage, t.d. „Like a Stone“, „I Am the Highway“ og „Getaway Car“. Birgir Örn Steinarsson AUDIOSLAVE: Audioslave Smurða maskín- an og háa C-ið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.