Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2002, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 03.12.2002, Qupperneq 32
Íseptember hringdi fyrirhyggjusömkona. Ég búin að kaupa allar jóla- gjafir, pakka þeim inn og merkja þær, sagði hún stolt. Svo er ég að ganga frá jólakortunum og á aðvent- unni verð ég með tærnar upp í loft, kertaljós og keyptar smákökur og horfi á hina vitleysingana æða út og suður með allt á hælunum. Jólahrein- gerningin verður svona hjá mér: Sterk sápa í bolla á bak við sófa, slökkt ljós, kertaljós og seríur. Áttu allt eftir? spurði hún hissa og með- aumkunin leyndi sér ekki. Í OKTÓBER örkuðu tvær miðaldra úthverfabússur í búðir. Jólagreni, jólakúlur, jólaglimmer, kransar, og ofhlaðið jóladót blasti við hvert sem litið var. Drottinn minn dýri, and- vörpuðu konur í kaupstaðaferð og gripu í fáti með sér jólapappír, merkispjöld og servíettur. Það mátti engan tíma missa. Jólasöngvar tóku búðagesti á taugum svo skar í eyru og hjarta. Örþreyttar og uppgefnar eins og fangar eftir yfirheyrslu gripu vinkonurnar jóladót til hægri og vinstri og drifu sig heim. EFTIR LEIÐANGURINN óð önnur þeirra inn í geymslu. Reiðhjól fuku út í horn, tjöld og útilegudýnur og svefnpokar. Eiginmaðurinn rann á hljóðið. Hvað gengur eiginlega á? spurði hann furðu lostinn. Hvar sett- irðu jólaskrautið? spurði hans heitt- elskaða, móð og másandi, hátt uppi í stiga. Róleg, sagði manngreyið, studdi spúsu sína niður, rétti henni bréfpoka og bað hana að blása í. Þessi kona hefur nú náð tökum á sér og er staðráðin í að láta ekki jóla- markaðinn ná á sér heljartökum á ný. Í BYRJUN DESEMBER standa einstæðar mæður og aldraðir fyrir utan höfuðstöðvar Mæðrastyrks- nefndar. Í röðinni má, þrátt fyrir orð hins leiftursnögga foringja, finna fólk sem bíður ráðvillt af sér jóla- hretið. Um fimmtán prósent þjóðar- innar telur sig ekki eiga fyrir jóla- haldinu. Hin áttatíu og fimm prósent- in þykjast eiga fyrir jólunum og verja svo fyrstu mánuðum næsta árs í jólaskuldaróður. Um áramót koma ferðamenn frá öðrum heimsálfum til að fylgjast með því hvernig við höld- um áramót. Þeir aka frá brennu til brennu og virða fyrir sér sprengju- sérfræðinga norðursins. Kannski er kominn tími til að selja ferðamönn- um líka aðgang að aðventunni og sýna hvernig heimsmeistararnir í kortajólum hafa það. ■ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur afsláttur af allri innimálningu ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 19 58 4 1 2/ 20 02 Jól í öllum litum20-40% Jotaproff 10 ltr Aðeins 3.990 kr. Nú fer málningar- dögum að ljúka Málningarrúlla+bakki Verð áður: 1.360 kr. Nú 780 kr. Íslensk jól til sölu

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.